Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1009. spurningaþrautin: Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

1009. spurningaþrautin:  Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Flugvélin á myndinni hér að ofan er endurgerð frægrar flugvélar. Hver var frægasti flugmaður þeirrar upprunalegu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaður á Íslandi sem stendur ekki við sjó? Athugið að hér er spurt um þéttbýlisstaði, ekki sameinaða kaupstaði eða stjórnsýslueiningar.

2.  Hvað snertir íbúafjölda er svo lítill munur á næstu tveim þéttbýlisstöðum, sem ekki eru við sjó, að vart má á milli sjá. Hvaða tveir staðir eru þetta? Og nefna þarf báða.

3.  Þýsk kvikmynd fékk á dögunum 9 tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Hvað heitir myndin?

4.  Myndin gerist í tiltekinni styrjöld. Hvaða stríð er það?

5.  Í hvaða sæti lenti Ísland á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta?

6.  Hvaða landsliðsmaður lýsti því yfir í miðju móti að hann væri að hugsa um að bjóða sig fram til forseta Íslands?

7.  Hvaða ráðherra hefur að undanförnu talað fyrir því að opinberir starfsmenn og valdamiklir aðilar í samfélaginu sitji námskeið í hatursorðræðu?

8.  Arndís Þórarinsdóttir fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum fyrir barnabók sína sem heitir ... hvað?

9.  Hver er næstminnst af reikistjörnunum átta?

10.  Í sagnabálki einum kemur við sögu afar bölsýnn heimspekingur sem gengur undir nafninu Bísamrottan. Heimspeki Bísamrottunnar er svo svartsýn að hún var ekki höfð með í þekktri teiknimyndaseríu eftir bálkinum. Hvaða sagnabálkur er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi karl virðist fremur óttasleginn. Hvaða nýju ábyrgð gæti hann hugsanlega óttast um þessar mundir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Selfoss.

2.  Hveragerði og Egilsstaðir.

3.  Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, Im Westen nichts Neues, All Quiet on the Western Front.

4.  Fyrri heimsstyrjöld.

5.  Tólfta.

6.  Björgvin Páll.

7.  Katrín Jakobsdóttir.

8.  Kollhnís.

9.  Mars.

10.  Bækurnar um múmínálfana.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er vélin sem Charles Lindbergh flaug yfir Atlantshafið 1927.

Karlinn á neðri myndinni (Chris Hipkins) gæti verið smeykur við ábyrgð sína sem nýr forsætisráðherra Nýja Sjálands.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár