Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kíminn femínismi í glímu við listasöguna

Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir list­fræð­ing­ur rýn­ir í mynd­list og opn­ar heima með penn­an­um.

Kíminn femínismi í glímu við listasöguna
Annað

Gletta - mynd­list­ar­sýn­ing

Gefðu umsögn

Það eru gáskafull verk sem  taka á móti gestum á yfirlitssýningunni Gletta í Hafnarborg, sem tileinkuð er verkum Sóleyjar Eiríksdóttur (1957-1994). Mörg verkanna ólga af sprellandi leikgleði sem smitar sér áreynslulaust til áhorfandans í verkum sem taka á móti honum þegar gengið er inn á sýninguna. Kynjafígúrur með skírskotunum í furðuskepnur ímyndunaraflsins og líkama kvenna taka á sig margvíslegar myndir í leir og steinsteypu, efnivið sem Sóley notaði jöfnum höndum þegar leið á ferilinn. Efniviðir, sem hvort tveggja harðna þegar þeir taka á sig form, öðlast léttleika í meðförum Sóleyjar sem glæðir stórgerð form fígúratífum eiginleikum. Þessi lýsing á ekki síst við um röð af steinsteypuverkum, flest frá árinu 1988, sem er að finna innst í stærri sýningarsalnum á efri hæðinni í Hafnarborg.

Umrædd verk eru einlit, svört og fomföst í þeim skilningi að þau byggja á skýrum útlínum. Svarti liturinn drekkur í sig alla birtu þannig að verkin virðast abstrakt við fyrstu sýn og í andstöðu við ljóst yfirbragðið og leikgleði í verkinu Höfuðstaða (1987), fyrsta skúlptúrnum sem sýningargestir sjá. Þegar nær er komið reynast svörtu verkin búa yfir fimi og mýkt en í ljós koma rifur fyrir klof og munn eða smágerð augu sem glæða formin hlutbundnu lífi. Við blasir sjónarhorn á líkama eða brot af líkama í undnum eða samþjöppuðum stellingum sem ósa af húmor og gáska. M-laga skúlptúr Án titils (1988) reynist vera fætur með útglennt klof og hringlaga form með hausinn á hvolfi í öðru verki, Án titils (1988), líkami sem sveigist aftur og hringar sig saman í kuðung. Í fyrra verkinu er skýr femínískur undirtónninn sem skín í gegnum í fleiri verkum.  

Líkami konunnar sem börur  

Hægindi (1988) er eitt slíkt verk, ein heild í tveimur hlutum. Það er gert úr hálfhringlaga formi sem stendur á gólfinu eins og stöpull, en ofan á því liggur flatur kvenlíkami með útrétta arma og fætur. Líkaminn minnir á börur en það eina sem tengir börurnar við líkama konu eru tvö keilulaga form, brjóst staðsett rétt ofan við miðju búksins. Þessi böru-líkami liggur á völtum undirstöðum hálfhringsins sem einnig má sjá sem hálfmána, og virkar því eins og óstöðugt vegasalt sem sveiflast í þá átt sem þunginn er mestur. Titillinn Hægindi getur vísað til undirstöðunnar sem bólstraðra þæginda en vegna tengingar forms líkamans sem liggur útbreiddur og samvaxinn undirstöðunum sveiflast hugmyndin um hægindi að böru-líkamanum sem býður sig fram sem sæti. Konu-börurnar eru ekki aðeins bornar heldur bera þær þungann af hverju því sem lagt er á þær.

Fjalla-brjóst

Hægindi er ekki eina verkið á sýningunni sem býður upp á marglaga túlkun og tengingu við vangaveltur um stöðu konunnar í samfélaginu og í listum á tímabili sem einkenndist af orðræðu kvenréttindabaráttunnar. Notkun Sóleyjar á keiluforminu sem birtist í fjölmörgum verkanna má einnig sjá sem vísun í þrástef í íslenskri myndlist framan af 20. öldinni; myndinni af fjallinu í málverkum sem flest eru eftir karlkyns listamenn. Þessi tenging kemur greinilegast fram í verkinu Fjallkona (1988). Form verksins er hár og grannur ferstrendingur sem stendur uppréttur á þunnri plötu. Form verksins vísar í stöpulinn eða stallinn sem hefur borið skúlptúrinn uppi í gegnum listasöguna og höggmyndalistina sem ímynd karlmennsku og styrkleika. Uppi á stöplinum eru tvö keilulaga form sem standa allt í senn fyrir brjóst fjallkonunnar og fjöllin. Stöpullinn er enda ekki stöpull heldur táknmynd teinrétts líkama konunnar sem brjóstin tilheyra og er áréttuð með titli verksins og beinni línu sem er teiknuð í steypuna og liggur upp eftir miðju formsins frá gólfi þar til hún kvíslast í tvær áttir og myndar kvensköp rétt undir miðju stöpuls-líkamans. Merking verksins verður að yfirlýsingu um að konur hafi stigið inn á sviðið og séu tilbúnar að snúa upp á og út úr karllægum viðhorfum og viðmiðunum.

Merking miðilsins

Sóley Eiríksdóttir er af kynslóð listakvenna sem hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands haustið sem fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn árið 1975. Verk hennar eru lituð af hugsjón kvenna- og jafnréttisbaráttunnar sem á eftir fylgdi og sterkri vitund um merkingu bæði efnis og forma sem hún vinnur með af einstakri hugvitssemi með hárfínan húmor að vopni. Sóley valdi upphaflega að vinna í leir, efnivið sem lengi stóð skör neðar í stigveldi listgreinanna en málverk og marmari. Leirinn átti sæti hjá nytjalistinni og á sýningunni eru keramikvasar og skálar sem geta flokkast sem nytjahlutir. En þar eru einnig verk sem sýna hvernig Sóley fjarlægist nytjahlutinn og færist nær myndlistarlegri hugsun með gerð fígúratífra leirverka sem taka gagnrýna afstöðu til listsögulegs flokkunarkerfis. Notkun Sóleyjar á steinsteypu á síðari hluta níunda áratugarins þýddi ekki að hún hefði yfirgefið leirinn, mögulega vegna þess að hann væri „of kvenlegur“, heldur var steinsteypan valkostur sem gaf henni færi á að vinna stærri verk úr efniviði sem ekki var sligaður af listsögulegri merkingu. Saga steinsteypunnar innan myndlistarinnar var hvorki löng né mótuð og því hægt að líta á hana sem nútímalegt efni með tengingu við 20. öldina og  nútímasögu byggingarlistar og þar með byggingar nýrrar sögu. Val Sóleyjar á efnivið til að vinna með ákveðnar hugmyndir í form er að þessu leyti hlaðið merkingu.

Tíðarandi

Hér hafa verið dregin fram nokkur verk sem gefa hugmynd um viðfangsefni Sóleyjar, en á sýningunni Gletta er einnig að finna skúlptúra úr bronsi, teikningar og ætingar sem bera ákveðin höfundareinkenni. Þau birtast í keilulaga formum, líkamsfettum, og höfuðstöðum sem draga fram femínískt sjónarhorn fullt af kímni þar sem daðrað er við súrrealisma – stefnu, sem þrátt fyrir að vera karllæg gaf konum og öðum kynjum færi á að fjalla um kynjapólitísk viðfangsefni. Þótt verk Sóleyjar hafi augljóslega mótast af tíðarandanum og ákveðinni fagurfræði sem staðsetur þau á níunda áratugnum og við upphafi þess tíunda, hafa þau sterka skírskotun til samtímans, kannski vegna þess að samtíminn virðist hafa sérstakt dálæti á þessu tímabili í lista- og menningarsögu 20. aldar. Sýningunni er fylgt úr hlaði með sýningarskrá sem hefur að geyma persónulega og upplýsandi texta eftir Auði Övu Ólafsdóttur og samræður Aðalheiðar Valgeirsdóttur við Kristínu Ísleifsdóttur.


Höfundur: Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Sýning: Sóley Eiríksdóttir | Gletta
Staðsetning: Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði
Tímabil: 14. janúar–19. mars 2023
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
2
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár