Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stjórnvöldum verði heimilt að afla gagna um farsæld barna við gerð mælaborðs

Stjórn­völd vinna að gerð mæla­borðs um far­sæld barna. Svo það verði að veru­leika tel­ur mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið nauð­syn­legt að inn­leiða sér­stök lög sem heim­ila stjórn­völd­um að afla gagna um líð­an, vel­ferð og far­sæld barna.

Stjórnvöldum verði heimilt að afla gagna um farsæld barna við gerð mælaborðs
Farsæld barna Með frumvarpinu er ætlunin að lögfesta heimildir stjórnvalda til að mæla og kanna líðan, velferð og farsæld barna og safna upplýsingunum í sérstakt mælaborð. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mennta- og barnamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem heimilar stjórnvöldum að afla gagna til að mæla og kanna líðan, velferð og farsæld barna á Íslandi. Frumvarpið tengist áformum stjórnvalda um að útbúa mælaborð um farsæld barna sem hefur verið í þróun síðustu ár og er það mat ráðuneytisins að nauðsynlegt sé að sérstakur lagagrundvöllur verði lagður undir verkefnið. 

Með því að safna gögnum um farsæld barna vonast stjórnvöld til að fá betri yfirsýn yfir stöðu barna á Íslandi sem unnt er að nýta við stefnumótun, forgangsröðun fjármuna og fleiri atriði.  

Áform um frumvarp til laga um gagnaöflun um farsæld barna var birt í samráðsgátt stjórnvalda 20. janúar. Engar umsagnir hafa verið skrifaðar um áformin enn sem komið er en í umsögnum um áform um mælaborð um farsæld barna sem birt var í mars 2021 var áformunum almennt vel tekið. Þroskahjálp benti á að við gerð mælaborðsins yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafður til hliðsjónar auk Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.     

Tillit tekið til athugasemda barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Í greinargerð um frumvarpsáformin segir að að stjórnvöld vilji tryggja aðgengi að ópersónugreinanlegum gögnum sem gefa yfirsýn yfir stöðu barna, ekki síst barna sem tilheyra viðkvæmum hópum. Gögnin verði nýtt með markvissum hætti í stefnumótun og eftirfylgni með aðgerðum. Einnig er horft til þess að tryggja opið aðgengi að tölfræðigögnum og afurðum þeim tengdum. 

Komið var til móts við athugasemdir barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda við vinnslu frumvarpsáformanna. Nefndin kallaði eftir markvissri gagnaöflun og opnu aðgengi að tölfræðigögnum um stöðu og hagi barna á Íslandi.

Nefndin beindi því til íslenskra stjórnvalda að tölfræðigögnum um líðan og velferð barna væri safnað og þau væru sundurliðuð með tilliti til aldurs, kyns, fötlunar, staðsetningar, þjóðernisuppruna og félagslegrar stöðu. Þá mæltist nefndin til þess að gögnin væru aðgengileg öllum stjórnvöldum, félagasamtökum og hagaðilum. Einnig hefur nefndin kallað eftir því að tölfræðigögn séu markvisst nýtt í stefnumótun í málaflokkum er varða börn og eins forgangsröðun fjármuna og verkefna.

Námsmat, mæting og upplýsingar frá barnavernd meðal gagna sem má afla

Gögnunum sem stjórnvöld hyggjast safna má skipta í tvennt hvað varðar uppruna. Annars vegar er um að ræða skráningargögn sem falla til víðs vegar í starfsemi með börnum og ungmennum. Sem dæmi má nefna nemendaskrá í skólum, niðurstöðu námsmats, mætingu nemenda, skráningargögn vegna barnaverndar og gögn frá Þjóðskrá Íslands.

Hins vegar er um að ræða gögn sem falla til vegna gagnaöflunar frá börnum og ungmennum sjálfum vegna spurningalistarannsókna þar sem gögnum er safnað nafnlaust frá börnum og ungmennunum, svo sem varðandi hlutlæg og huglæg atriði í þeirra lífi, til dæmis æskulýðsrannsóknir sem framkvæmdar hafa verið um árabil.   

Mennta- og barnamálaráðherraÁsmundur Einar Daðason kynnti áform um mælaborð um farsæld barna í lok árs 2020, þá sem félags- og barnamálaráðherra. Nú hyggst hann leggja fram frumvarp sem heimilar stjórnvöldum að afla gagna um líðan og velferð barna svo hægt verði að innleiða mælaborðið.

Ríki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og fræðasamfélagið, svo dæmi séu tekin, koma til með að geta nálgast þau gögn sem stjórnvöld afla í opnu aðgengi, eftir að búið er að vinna gögnin með tilliti til persónuverndarsjónarmiða. 

Skýrari lagaheimild nauðsynleg

Skýrari heimild þarf í lögum fyrir öflun gagnanna og því telur ráðuneytið nauðsynlegt að sérstakur lagagrundvöllur verði lagður undir verkefnið svo hægt sé að innleiða mælaborð um farsæld barna. Önnur úrræði en lagasetning koma ekki til greina til að ná settum markmiðum að mati ráðuneytisins og er lagasetningin ekki síst mikilvæg til að tryggja persónuverndarsjónarmið. 

Ráðuneytið metur það sem svo að ef frumvarpið nær ekki fram að ganga væri erfitt að tryggja að stefnumótun stjórnvalda í málaflokknum byggist á markvissri gagnasöfnun við alla ákvörðunartöku, stefnumótun og forgangsröðun er varðar málefni barna. 

Til stendur að birta frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda í næsta mánuði og stefnt er að því að leggja frumvarp fyrir Alþingi á vorþingi. Áður en frumvarpið verður lagt fram þarf að gera breytingar á æskulýðslögum, barnaverndarlögum, lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla og lögum um samþættingu í þágu farsældar barna.

Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpsáformin til laga um gagnaöflun um farsæld barna er til 3. febrúar og hægt er að skila inn umsögn hér

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu