Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Langþráður draumur að rætast“

Á döf­inni í menn­ing­ar­líf­inu næstu vik­urn­ar.

Eggert Pétursson

Hvar? i8

Hvenær? Frá 19. janúar til 4. mars 

Miðaverð? Ekkert 

Í verkum myndlistarmannsins Eggerts Pétursson og bandaríska skúlptúristans Kathy Butterly má finna ákveðin líkindi. Áhugi þeirra á eiginleikum efnis, langur vinnslutími og næmni þeirra beggja fyrir smáatriðum leiðir af sér kraftmikil, grípandi verk sem bjóða áhorfandanum að hugleiða þolmörk lita og forma. Kathy brennir keramíkverk sín allt að 40 sinnum til að ná fram réttri samsetningu lita og forms, rétt eins og Eggert glæðir strigann íslenskri flóru af kostgæfni og elju. Bæði taka mánuði, jafnvel ár í sköpun verka sinna og vinna innan ramma sem þau hafa sett sér. 

Skúlptúrar Kathy samanstanda af tveimur formum: Mót af fjöldaframleiddu fiskabúri stendur ofan á ferningi. Hún hellir postulínsleir í gifsmót af fiskabúrinu og vinnur síðan með óbrenndan leirinn í höndunum. Verkið er í framhaldinu gljáð og brennt endurtekið undir vökulu auga listamannsins svo mánuðum skiptir þar til endapunkti er náð. Ferningarnir, sem Kathy nefnir stöpla, eru órjúfanlegur hluti verka hennar og jafn veigamiklir og formið sem þeir bera.

Íslensk flóra er viðfangsefni Eggerts. Í gegnum ólík sjónarhorn af landslagi og náttúru Íslands tekst honum að draga fram nýjar, allt að því óhlutbundnar hliðar inn á sjónarsvið áhorfandans. Frá upphafi hefur Eggert verið trúr umfjöllunarefni sínu og áratuga löng hollusta hans við flóru Íslands hefur gefið af sér undraverða tækni við að fanga hina hverfandi og síbreytilegu orku plönturíkisins.


Chicago 

Hvar? Samkomuhúsið á Akureyri

Hvenær? Frumsýning 27. janúar

Miðaverð? 8.900 krónur

Söngleikurinn Chicago eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur unnið til fjölda verðlauna. Chicago var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi. Hafa ófáar kvikmyndastjörnur tekið að sér aðalhlutverkin, meðal annars Pamela Anderson, Brooke Shields og Melanie Griffith. Samnefnd kvikmynd frá árinu 2002 með Catherina Zeta Jones, Rene Zellweger og Richard Gere í aðalhlutverkum sló einnig í gegn og vann til fjölda óskarsverðlauna, meðal annars sem besta kvikmyndin.

Sagan gerist á þriðja áratug síðustu aldar í hinni spilltu og lostafullu Chicagoborg þar sem svik og prettir eru daglegt brauð. Glæpakvendin Velma Kelly og Roxy Hart berjast um athygli fjölmiðla í von um frægð og frama og þrátt fyrir að vera báðar undir lás þá svífast þær einskis til að slá í gegn. Chicago er meinfyndin og skemmtileg ádeila á spillingu og yfirborðsmennsku fjölmiðla og réttarkerfisins og iðar af fjöri, hispursleysi og húmor ásamt ógleymanlegri tónlist og dansatriðum sem kitla öll skynfæri. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi vinsæli og margverðlaunaði söngleikur er sýndur á Akureyri í atvinnuleikhúsi. Chicago var fyrst sýndur í Þjóðleikhúsinu 1985 í þýðingu Flosa Ólafssonar og svo aftur í Borgarleikhúsinu árið 2005.

„Langþráður draumur minn er að rætast, að setja upp Chicago, einn flottasta söngleik allra tíma,“ segir Marta Nordal, leikstjóri Chicago og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.


Moses Hightower spilar í Mengi

Hvar? Mengi

Hvenær? 3. og 4. febrúar

Miðaverð? 4.500 krónur.

3. og 4. febrúar ætlar hljómsveitin Moses Hightower að koma fram í fyrsta skipti í Mengi við Óðinsgötu. Þótt meðlimir hennar hafi með hinum og þessum músíköntum verið eins og gráir kettir þar nokkurn veginn frá opnun staðarins þá marka þessi tvö kvöld tímamót.

„Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að telja í Moses katalóginn innan þessara veggja því við tengjum svo mikið við Mengi,“ segir Andri Ólafsson, bassaleikari sveitarinnar. „Húspíanóið er mjög sérstakt hljóðfæri með eigin karakter og planið er að útsetja lögin dálítið í kringum það og eiginleika rýmisins. Orð kvöldsins verður „nánd“ og við ætlum að spila nokkur „deep cut“ númer í bland við smellina.“

Hvað er svo fram undan? „Við ætlum að spila einhverja tónleika eins og gengur og gefa út ný lög sem fá okkur til að brosa. Það verður frumsýnd heimildamynd um nýjustu plötuna og svo fer að koma tími á að hræra í næstu.“


Dýrin í Hálsaskógi

Hvar? Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ

Hvenær? Frá 29. janúar

Miðaverð? 3.500 krónur

Leikfélag Mosfellssveitar setur upp Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner þar sem áhorfendur kynnast lífinu í skóginum og skemmtilegum karakterum á borð við hinn söngelska Lilla klifurmús og hinn lævísa Mikka ref. Alls taka um þrjátíu manns þátt í uppsetningunni; leikarar, tónlistarfólk og baksviðsfólk. Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannaði leikmynd og búninga.

„Ég hafði aldrei komið áður í litla leikhúsið í Mosó, sem er auðvitað skammarlegt, en þarna er svo mikil sál og góður andi. Ég hef notið þess í botn að vinna í leikhúsinu,“ segir Birna. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferli fyrir mig enda er leikhópurinn með eindæmum skapandi og skemmtilegur. Styrkleikar hópsins felast ekki síst í fjölbreytileika hans.“


Katrín Halldóra - Af fingrum fram

Af fingrum fram – Katrín Halldóra

Hvar? Salurinn

Hvenær? 2. og 11. febrúar

Miðaverð? 6.200–6.900 krónur

Katrín Halldóra verður gestur Jóns Ólafssonar í Salnum, Kópavogi, 2. febrúar sem og 11. febrúar. Spjalltónleikaröðin Af fingrum fram hefur verið í gangi í 12–13 ár að sögn Jóns og tónleikagestir skipta tugþúsundum. Af fingrum fram voru upphaflega vinsælir sjónvarpsþættir á RÚV áður en Jón tók hugmyndina lengra og fór með á svið Salarins.

„Þetta hefur gengið vonum framar og er það skemmtilegasta sem ég geri; spjalla við kollega mína um ferilinn og spila þeirra þekktustu lög,“ segir Jón. „Þeir nota gjarnan tækifærið og syngja og spila eitthvað sem þeir fá sjaldan tækifæri til að koma að.“ Að sögn Jóns er Salurinn fullkominn fyrir tónleika af þessu tagi; þar eru til dæmis tveir flyglar í boði og allt til alls. 

Katrín Halldóra er ein ástsælasta söng- og leikkkona landsins og sló í gegn svo um munar í sýningunni um Elly Vilhjálms í Borgarleikhúsinu og er þetta nokkuð fágætt tækifæri til að sjá hana í návígi og heyra sögurnar á bak við lögin og margt fleira skemmtilegt. Með þeim verða Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Birgir Steinn á kontrabassa.

Ég hlakka mikið til að fara yfir ferilinn með Jóni, flytja mörg þeirra laga sem bæði hafa mótað mig og minn feril sem söngkonu og segja líka einhverjar skemmtilegar sögur inn á milli,“ segir Karín Halldóra. „Við munum koma víða við.“


Ragnar Kjartansson. The Visitors.

The Visitors

Hvar? Listasafnið á Akureyri

Hvenær? 4. febrúar til 13. ágúst

Miðaverð? Almennt verð: 2.000 krónur. Eldri borgarar og námsmenn 1.000 krónur

The Visitors er sýning Ragnars Kjartanssonar í Listasafninu á Akureyri. The Visitors er óður vináttu við tónfall rómantískrar örvæntingar. Hópur vina og tónlistarmanna safnast saman í kjörlendi bóhemíunnar, í ljósaskiptunum, á hinum stórbrotna og hnignandi Rokeby Farm í Upstate New York. Staðurinn verður vettvangur þess sem Ragnar kallar feminískt, níhilískt gospellag: Marglaga portrett af vinum listamannsins, könnun á möguleikum tónlistar í kvikmyndaforminu og dregur titil sinn af síðustu plötu ABBA, The Visitors, sem mörkuð var aðskilnaði og ósigri. Lagið er samið við textabrot úr myndbandsverkum og gjörningum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur.

The Guardian valdi The Visitors besta listaverk 21. aldarinnar eftir að það var fyrst sett upp í Migrossafninu í Zürich 2012. Verkið hefur farið sigurför um helstu listasöfn heims og hefur einungis einu sinni áður verið sýnt á Íslandi, í Kling og Bang 2012.

Ragnar Kjartansson nam við Listaháskóla Íslands, Konunglegu Akademíuna í Stokkhólmi og Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Einkasýningar hans hafa verið haldnar í mörgum af virtustu listasöfnum heims og hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2009.


Ferðabók Gísla Einarssonar (en hvorki Eggerts né Bjarna)

Hvar? Landnámssetrið í Borgarnesi

Hvenær? Til 25. febrúar

Miðaverð? 3.900 krónur

Uppistandssýningin Ferðabók Gísla Einarssonar (en hvorki Eggerts né Bjarna) var frumsýnd um miðjan janúar og er uppselt á fyrstu sex sýningar og næstu sex að fyllast. Ferðabók Eggerts og Bjarna kom út árið 1772 en í henni er að finna niðurstöður rannsókna þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á náttúru landsins og lífsháttum íbúanna. Bókin hefur hvorki verið uppfærð né endurskoðuð síðan, ekki fyrr en hinn víðförli Gísli Einarsson tók það að sér, óumbeðið. Gísli fjallar um skapgerðareinkenni og lifnaðarhætti íbúa í einstökum byggðarlögum, á ófaglegan, ósmekklegan og ómerkilegan hátt. Er þar engum hlíft nema helst Borgfirðingum en það hefur samt ekkert með það að gera að Gísli er sjálfur Borgfirðingur. Þess ber að geta að upphaflega verkið hefur rödd í sýningunni en Ferðabók Eggerts og Bjarna er þar túlkuð með rafrænum hætti af Sigríði Guðmundsdóttur. Þeim sem hafa áhuga á hámenningu eins og hún gerist hæst er ráðið frá því að mæta á þessa sýningu en þeir sem aðhyllast lágmenningu eins og hún gerist lægst eru þarna algjörlega á réttum stað.

„Viðtökurnar og athyglin sem þessi sýning hefur fengið er langt fram úr því sem ég hafði þorað að vona,“ segir Gísli. „Ég er að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessu. Ég er búinn að leggja mikla vinnu í þetta verkefni og frábært að uppskera eftir erfiðið með þessum hætti. Ég er hins vegar ekki einn í þessu því öll fjölskyldan kemur að þessu með einum eða öðrum hætti, börn og tengdabörn. Leikstjórn, leikmunir, sýningarstjórn, förðun og flest annað; allt er þetta heimafenginn baggi og það gerir þetta enn stærra fyrir mér. Að auki er það náttúrlega sérstakur heiður að fá að láta móðann mása á Söguloftinu og samstarfið við starfsfólk Landnámssetursins er frábært.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á döfinni

Á döfinni: Uppistand, mysingur og örverudans
Á döfinni

Á döf­inni: Uppistand, mys­ing­ur og ör­veru­dans

Uppist­and­ari með lausa auga­steina þvæl­ist um land­ið, frönsk þjóðlaga­söng­kona á Gaukn­um, pólsk­ar fjöl­skyld­ur lenda í drama á danskri eyju, tón­list­ar­menn slá upp tón­leik­um í mjólk­urporti og svo er dans­að inn­an um efna­hvörf sem hafa ver­ið stækk­uð með nýj­ustu tækni svo mannsaug­að greini þau. Þetta er með­al þess sem er á döf­inni í menn­ing­ar­lífi land­ans síð­ustu tvær vik­urn­ar í ág­úst.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár