Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1006. spurningaþraut: Hvaða borg var nefnd eftir þýskum pólitíkusi?

1006. spurningaþraut: Hvaða borg var nefnd eftir þýskum pólitíkusi?

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan fékkst við margt um dagana, stjórnmál og fleira, en hún er látin fyrir nokkrum misserum. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Snákur sem hringar sig um staf er tákn hvaða fræðigreinar?

2.  Í Hrafnkelssögu Freysgoða snúast átökin sem sagan greinir frá upphaflega um dýr eitt. Hvaða dýr ?

3.  Í ríkisstjórn Íslands sitja tólf ráðherrar. Aðeins fjórir þeirra heita aðeins einu skírnarnafni. Hverjir eru það? Nefna þarf alla fjóra.

4.  Donald Trump hefur algengt millinafn sem hann notar sjaldan eða aldrei. Hvað er það?

5.  Afmælisdagur hvers var valinn sem dagur íslenskrar náttúru þegar fyrst var haldið upp á daginn 2010?

6.  Höfuðborg Norður Dakota-ríkis í Bandaríkjunum var stofnuð 1872 og kölluð Edwinton eftir einhverjum járnbrautarkóngi. Árið eftir, 1873, var borgin hins vegar skírð upp og fékk þá nafn af þýskum stjórnmálamanni, því forráðamenn borgarinnar vildu lokka þýska innflytjendur til borgarinnar. Hvað hefur þessi borg heitið síðan?

7.  Efni nokkurt er unnið fyrst og fremst úr tveimur jurtum sem heita á latnesku fræðimáli „erythroxylum coca“ og „erythroxylum novogranatense“. Hvaða efni er það?

8.  Sadismi svokallaður er kenndur við franskan rithöfund sem hét Sade. Hvaða aðalstitill fylgir yfirleitt nafni hans?

9.  Í hvaða hafi eru Asor-eyjar?

10.  Með hvaða fótboltaliði lék Gylfi Sigurðsson áður en hann hvarf af sjónarsviðinu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða stað má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Læknisfræði.

2.  Hest.

3.  Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir.

4.  John.

5.  Ómars Ragnarssonar.

6.  Bismarck.

7.  Kókaín.

8.  Markgreifi.

9.  Atlantshafi.

10.  Everton.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Guðrún Ögmundsdóttir.

Á neðri má sjá Hafnarfjörð!

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár