Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslendingar straujuðu kortið meira erlendis en túristar gerðu á Íslandi

Ís­lend­ing­ar flykkt­ust til út­landa á síð­asta ári, vopn­að­ir sparn­aði sem safn­að­ist upp í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Vin­sæl­asti áfanga­stað­ur­inn var Teneri­fe. Korta­velta Ís­lend­inga er­lend­is jókst um 66 pró­sent milli 2021 og 2022.

Íslendingar straujuðu kortið meira erlendis en túristar gerðu á Íslandi
Hiti Margir Íslendingar hafa tekið ástfóstri við Tenerife. Umtalsverð aukning hefur orðið í ásókn í ferðir þangað og áfangastaðurinn fyrir vikið orðið tákngervingur fyrir neyslugleði Íslendinga eftir kórónuveirufaraldur. Mynd: AFP

Veltan á innlendum kortum Íslendinga erlendis var 262,8 milljarðar króna á árinu 2022. Á sama tíma var velta erlendra korta hérlendis 248,3 milljarðar króna. Það þýðir að Íslendingar, sem voru í heild 387.800 um síðustu áramót, eyddu 14,5 milljörðum krónum meira í útlöndum á kortum sínum en þeir tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna sem komu til Íslands á því ári.

Þetta má lesa úr árlegri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu Íslendinga. 

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára í krónum talið og jókst um 90 prósent að raunvirði. Ferðamenn frá Bandaríkjunum eyddu mest allra ferðamanna á Íslandi á árinu 2022, en þeir voru ábyrgir fyrir 35 prósent af allri erlendri kortaveltu. Bretar komu þar á eftir með tæplega tíu prósent og ferðamenn frá Þýskalandi voru í þriðja sæti með um sjö prósent. Þetta er í beinu samræmi við það að flestir ferðamenn komu frá þessum löndum, í þeirri röð sem þau röðuðu sér í eyðslustiganum. 

Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu innanlands í fyrra var 25,5 prósent. Það er mun lægra hlutfall en var fyrir kórónuveirufaraldurinn, þegar hlutfallið var 30 til 34 prósent. 

Gríðarleg aukning í netverslun

Alls voru brottfarir Íslendinga frá Leifsstöð 588.650 talsins á síðasta ári, sem er aukning um næstum 170 prósent frá árinu á undan og ekki langt frá þeim fjölda sem var árið 2019, síðasta heila árinu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Í krónum talið eyddu Íslendingar um 105 milljörðum krónum meira með kortum sínum erlendis en þeir gerðu á árinu 2021, þegar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldurs voru þó enn í gildi að hluta sem gerðu ferðalög erlendis erfiðari en í fyrra. Því jókst eyðsla Íslendinga erlendis um 66 prósent milli 2021 og 2022. 

Alls eyddu Íslendingar 974 milljörðum króna á kortum sínum innanlands árið 2022. Í krónum talið var það aðeins meira en árið áður en þegar búið er að taka tillit til verðbólgu dróst sú neysla saman um 4,4 prósent. 

Þar er aðallega um samdrátt í kortaveltu í verslun að ræða. Ásókn Íslendinga í að kaupa sér hluti í gegnum verslun á netinu jókst að sama skapi um fimm prósent að raunvirði og hefur alls aukist um 254 prósent á fjórum árum. Alls eyddu Íslendingar tæplega 42 milljörðum króna af kortum sínum í að kaupa hluti á netinu á síðasta ári. 

Seðlabankastjóri tekur Tene fyrir

Ýmis ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um eyðslu og tíðar utanlandsferðir landsmanna á síðustu mánuðum hafa vakið athygli. Þar hefur Ásgeir sérstaklega tekið fyrir ferðir til Tenerife, en þær hafa verið afar vinsælar hjá Íslendingum. Vefurinn Túristi greindi til að mynda frá því í lok nóvember að á fyrstu tíu mánuðum ársins 2021 hafi 61 þúsund farþegar frá Íslandi lent á Tenerife, sem var aukning um fimmtung frá sama tímabili árið 2019. 

Hugsi yfir neysluÁsgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur ítrekað vísað til fjölda Tenerife-ferða landsmanna í opinberri umræðu á síðustu mánuðum.

Í ágúst sagði hann að helst „vildi Seðlabankinn að fólk hætti að eyða peningum.“ Í október, þegar hann rökstuddi stýrivaxtahækkun upp í 5,75 prósent, sagði Ásgeir það ekki hafa komið á óvart að kröftugt viðbragð hefði komið í einkaneyslu í fyrrasumar. Fólk hefði sparað peningana sína í tvö ár á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð og hafi lokst getað eytt þeim, meðal annars í ferðalög. „Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði.“

Þegar stýrivextirnir voru svo hækkaðir upp í sex prósent í lok nóvember sagði Ásgeir að áframhaldandi vöxtur í einkaneyslu hefði komið Seðlabankanum á óvart og komið niður á gengi krónunnar. „Þegar þjóðin er að fara á Tene, það kost­ar gjald­eyri.“ Seðlabankinn gæti ekki „fjár­magnað Tene-ferðir úr forðanum.“ Ef viðskiptahalli yrði viðvarandi myndi Seðlabankinn því ekki halda uppi gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkað heldur yrði hann að hækka stýrivexti til að takmarka neysluna. 

Þessi orð hafa farið öfugt ofan í marga, meðal annars Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR. Hann sagði í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í desember að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans á síðustu mánuðum væru „að refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að kom­ast af milli mán­aða.“ Stýri­vaxta­hækk­an­irnar bíti hins vegar lítið á þeim tekju­hæstu sem mestu eyði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
3
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
4
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
5
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
7
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
„Það er ekkert eftir“
3
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
8
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
8
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár