Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sveitarstjórnin leggst gegn friðlýsingu Skaftár

Með frið­lýs­ingu alls vatna­sviðs Skaft­ár, líkt og Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gert til­lögu um, færu hlunn­inda­rétt­indi for­görð­um að mati sveit­ar­stjórn­ar Skaft­ár­hrepps. „Frið­lýs­ing er ekki tíma­bær.“

Sveitarstjórnin leggst gegn friðlýsingu Skaftár
Skaftá Friðlýsingartillaga Umhverfisstofnunar nær til alls vatnasviðs Skaftár. Mynd: Landvernd

Lög um rammaáætlun gera hvergi ráð fyrir því að heilu vatnasviðin verði sjálfkrafa friðlýst þó svo að einstakir virkjunarkostir séu metnir í verndarflokki, segir í ítarlegri bókun og athugasemdum sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna tillögu Umhverfisstofnunar að friða vatnasvið Skaftár. Tillagan er gerð á grundvelli þess að virkjunarkosturinn Búlandsvirkjun var settur í verndarflokk rammaáætlunar við afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga hennar síðasta sumar.  „Friðlýsing nú getur leitt til þess að verulegir samfélagslegir og þjóðhagslegir hagsmunir fari forgörðum,“ segir sveitarstjórnin í bókun sinni og leggst hún gegn friðlýsingu svæðisins fyrir allri orkuvinnslu.

 Fleiri virkjunarmöguleikar í ánni

Sveitarstjórnin segir að í friðlýsingartillögunni felist að raskað yrði „grundvallarniðurstöðu um stefnu sveitarfélags í landnýtingu, sem fól í sér málamiðlun og var grunnur að samþykki sveitarfélagsins fyrir stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og jákvæðu viðhorfi til umhverfislega tækra virkjunarkosta utan miðhálendislínu“. Bent er á að „langur vegur“ sé frá því að virkjunarmöguleikar á vatnasviðinu séu fullrannsakaðir, þótt einn virkjunarkostur, Búlandsvirkjun, hafi fengið umfjöllun í rammaáætlun.

Sveitarfélagið hefur einnig beinna hagsmuna að gæta því jörðin Á sem liggur að Skaftá er í þess eigu. Það þýðir að sveitarfélagið hefur yfir vatnsréttindum að ráða á svæði þar sem fallhæð Skaftár er um 50 metrar „og ljóst að mikil vatnsorka fylgir jörðinni“.

TillaganUmhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu um friðlýsingu vatnasviðs Skaftár í kjölfar þess að virkjunarkosturinn Búlandsvirkjun var sett í verndarflokk rammaáætlunar

Virkjunarhugmyndin Búlandsvirkjun var mjög umdeild. Sú sem leiddi baráttuna gegn henni var Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftárhreppi. „Þetta er besta jólakveðja sem ég hef nokkru sinni fengið,“ sagði í hún samtali við Kjarnann í lok síðasta árs, um friðlýsingartillögu Umhverfisstofnunar. „Ég trúi því að þetta haldi,“ sagði Heiða um hvort hún óttaðist að ekki yrði af friðlýsingunni. „En ég er líka búin að læra það að ekkert er öruggt í þessu lífi, sérstaklega ekki ef það eru peningar einhvers staðar í spilinu.“

Málamiðlun vegna Vatnajökulsþjóðgarðs

Sveitarstjórn Skaftárhrepps rifjar í bókun sinni vegna málsins upp að við endurskoðun aðalskipulags í kjölfar stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs hafi verið brýnt fyrir sveitarfélaginu að marka sér stefnu til framtíðar varðandi þær áherslubreytingar á landnotkun sem óhjákvæmilega fylgdu stofnun hans.

Á þessum árum voru til skoðunar og í gangi rannsóknir á fýsileika þess að bæta vatnsbúskap virkjana á Tungnaársvæðinu með mögulegri veitingu efstu kvísla Skaftár um Langasjó til Tungnaár. Segir sveitarstjórnin nú að þessi hugmynd hafi verið talin „afar hagkvæm“. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Langasjávarsvæðið ásamt Eldgjá yrði hluti af stækkuðum Vatnajökulsþjóðgarði og að framkvæmdahugmyndum á borð við virkjunaráform yrði fundinn staður neðan miðhálendislínu. Virkjunarmöguleikar þar séu nánast að öllu leyti á einkalandi og því „er augljóslega um verulega hlunnindamöguleika viðkomandi jarða að ræða“.

Íhlutun í skipulagsvaldið

Í gildandi aðalskipulagi Skaftárhrepps er gert ráð fyrir Búlandsvirkjun. Almenn stefna skipulagsins hvílir að sögn sveitarstjórnarinnar á því að tækifæri til orkuvinnslu verði skoðuð. Afstaða hennar er því sú að þótt Búlandsvirkjun hafi verið flokkuð í verndarflokk rammaáætlunar, og það hafi þá þýðingu að sveitarfélaginu beri að taka mið af því við endurskoðun aðalskipulags, sé almenna stefna aðalskipulags óbreytt varðandi orkumál.

BúlandsvirkjunSuðurverk, dótturfyrirtæki HS Orku, áformaði að reisa Búlandsvirkjun í Skaftá, skammt frá Hólaskjóli.

„Í öllu falli er það í andstöðu við stefnu Skaftárhrepps að orkuvinnsla yfir 10 MW verði gerð óheimil á stórum hluta sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni. Slík ákvörðun ríkisins sé „íhlutun í skipulagsvald sveitarfélags“ sem hafi stoð í sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga samkvæmt stjórnarskrá.

„Augljóslega geta fýsilegir og umhverfisvænni virkjanakostir komið til skoðunar í Skaftá, aðrir en Búlandsvirkjun,“ segir einnig í bókun sveitarstjórnarinnar. Við endurskoðun aðalskipulags sé gert ráð fyrir að Búlandsvirkjun falli út en almennt er það stefna sveitarfélagsins að unnt verði að taka „jákvæða afstöðu til virkjunarhugmynda sem koma fram innan sveitarfélagsins, þar með talið í Skaftá“.

Vafasöm lagaheimild

Lagaheimild um málsmeðferð fyrir friðlýsingu er að finna í 53. grein náttúruverndarlaga. Ákvæðið felur í sér að grundvöllur fyrir friðlýsingu sé verndarflokkur rammaáætlunar sem Alþingi hefur samþykkt og nái þá til svæða sem flokkuð hafa verið í verndarflokk.

En sveitarstjórnin hafnar því að flokkun virkjunarkosts í verndarflokk leiði til þess að landsvæði flokkist sjálfvirkt sem landsvæði sem beri að friðlýsa. Vill hún meina að „vafasamt“ sé að lagaheimild sé fyrir hendi til friðlýsingar vatnasviðs Skaftár.

Friðlýsing geti ekki átt sér stað

Við skoðun ályktunar Alþingis, 3. áfanga rammaáætlunar, „verður ekki séð að Alþingi hafi tekið skýra afstöðu til þess að friðlýsa eigi tiltekið landsvæði þótt Búlandsvirkjun hafi verið felld í verndarflokk“. Hvorki umfjöllun Alþingis né rammaáætlunar feli í sér að tekin hafi verið afstaða til friðlýsingar tiltekinna landsvæða, heldur varði umfjöllunin eingöngu virkjunarkostinn Búlandsvirkjun. Við mat á þeim virkjunarkosti var horft til vatnasviðs Skaftár, með ákveðnum hætti. „Augljóslega eru fleiri mögulegir virkjunarkostir á vatnasviði Skaftár sem eru órannsakaðir,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar. „Friðlýsing er ekki tímabær.“  

Þá segir sveitarstjórnin að „skyldubundið mat“ sem sé forsenda friðlýsingar landsvæðis hafi ekki farið fram. „Friðlýsing landsvæðis getur því ekki átt sér stað“.

Tillaga Umhverfisstofnunar um friðlýsingu Skaftár nái yfir áhrifasvæði annarra virkjunarkosta sem eru í biðflokki í 3. áfanga, þ.e. Hólmsárvirkjunar við Einhyrning án miðlunar og Hólmsárvirkjun við Atley.

Friðlýsingar eru í eðli sínu ráðstöfun sem ætlað er að hafa varanlega þýðingu, bendir sveitarstjórnin ennfremur á. „Grundvöllur friðlýsinga á Íslandi hefur almennt hvílt á því að fyrir liggi skýr afstaða Alþingis.“ Slík afstaða liggi ekki fyrir.

Mun skerða eignarréttindi varanlega

Skaftárhreppur, sem landeigandi jarðarinnar Ár, telur skýra lagaheimild fyrir friðlýsingunni skorta. „Friðlýsing mun skerða eignarréttindi viðkomandi jarðar varanlega sem landeigandi getur ekki sætt sig við,“ segir í bréfi vegna þessa þáttar málsins sem Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps, hefur sent Umhverfisstofnun. „Verði framhald á málinu, áskilur landeigandi sér allan rétt til að fá ákvörðun um friðlýsingu hnekkt og/eða krefjast bóta vegna hvers kyns skerðinga á eignarréttarlegum hagsmunum sem leiða af friðlýsingunni.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár