Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sveitarstjórnin leggst gegn friðlýsingu Skaftár

Með frið­lýs­ingu alls vatna­sviðs Skaft­ár, líkt og Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gert til­lögu um, færu hlunn­inda­rétt­indi for­görð­um að mati sveit­ar­stjórn­ar Skaft­ár­hrepps. „Frið­lýs­ing er ekki tíma­bær.“

Sveitarstjórnin leggst gegn friðlýsingu Skaftár
Skaftá Friðlýsingartillaga Umhverfisstofnunar nær til alls vatnasviðs Skaftár. Mynd: Landvernd

Lög um rammaáætlun gera hvergi ráð fyrir því að heilu vatnasviðin verði sjálfkrafa friðlýst þó svo að einstakir virkjunarkostir séu metnir í verndarflokki, segir í ítarlegri bókun og athugasemdum sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna tillögu Umhverfisstofnunar að friða vatnasvið Skaftár. Tillagan er gerð á grundvelli þess að virkjunarkosturinn Búlandsvirkjun var settur í verndarflokk rammaáætlunar við afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga hennar síðasta sumar.  „Friðlýsing nú getur leitt til þess að verulegir samfélagslegir og þjóðhagslegir hagsmunir fari forgörðum,“ segir sveitarstjórnin í bókun sinni og leggst hún gegn friðlýsingu svæðisins fyrir allri orkuvinnslu.

 Fleiri virkjunarmöguleikar í ánni

Sveitarstjórnin segir að í friðlýsingartillögunni felist að raskað yrði „grundvallarniðurstöðu um stefnu sveitarfélags í landnýtingu, sem fól í sér málamiðlun og var grunnur að samþykki sveitarfélagsins fyrir stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og jákvæðu viðhorfi til umhverfislega tækra virkjunarkosta utan miðhálendislínu“. Bent er á að „langur vegur“ sé frá því að virkjunarmöguleikar á vatnasviðinu séu fullrannsakaðir, þótt einn virkjunarkostur, Búlandsvirkjun, hafi fengið umfjöllun í rammaáætlun.

Sveitarfélagið hefur einnig beinna hagsmuna að gæta því jörðin Á sem liggur að Skaftá er í þess eigu. Það þýðir að sveitarfélagið hefur yfir vatnsréttindum að ráða á svæði þar sem fallhæð Skaftár er um 50 metrar „og ljóst að mikil vatnsorka fylgir jörðinni“.

TillaganUmhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu um friðlýsingu vatnasviðs Skaftár í kjölfar þess að virkjunarkosturinn Búlandsvirkjun var sett í verndarflokk rammaáætlunar

Virkjunarhugmyndin Búlandsvirkjun var mjög umdeild. Sú sem leiddi baráttuna gegn henni var Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftárhreppi. „Þetta er besta jólakveðja sem ég hef nokkru sinni fengið,“ sagði í hún samtali við Kjarnann í lok síðasta árs, um friðlýsingartillögu Umhverfisstofnunar. „Ég trúi því að þetta haldi,“ sagði Heiða um hvort hún óttaðist að ekki yrði af friðlýsingunni. „En ég er líka búin að læra það að ekkert er öruggt í þessu lífi, sérstaklega ekki ef það eru peningar einhvers staðar í spilinu.“

Málamiðlun vegna Vatnajökulsþjóðgarðs

Sveitarstjórn Skaftárhrepps rifjar í bókun sinni vegna málsins upp að við endurskoðun aðalskipulags í kjölfar stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs hafi verið brýnt fyrir sveitarfélaginu að marka sér stefnu til framtíðar varðandi þær áherslubreytingar á landnotkun sem óhjákvæmilega fylgdu stofnun hans.

Á þessum árum voru til skoðunar og í gangi rannsóknir á fýsileika þess að bæta vatnsbúskap virkjana á Tungnaársvæðinu með mögulegri veitingu efstu kvísla Skaftár um Langasjó til Tungnaár. Segir sveitarstjórnin nú að þessi hugmynd hafi verið talin „afar hagkvæm“. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Langasjávarsvæðið ásamt Eldgjá yrði hluti af stækkuðum Vatnajökulsþjóðgarði og að framkvæmdahugmyndum á borð við virkjunaráform yrði fundinn staður neðan miðhálendislínu. Virkjunarmöguleikar þar séu nánast að öllu leyti á einkalandi og því „er augljóslega um verulega hlunnindamöguleika viðkomandi jarða að ræða“.

Íhlutun í skipulagsvaldið

Í gildandi aðalskipulagi Skaftárhrepps er gert ráð fyrir Búlandsvirkjun. Almenn stefna skipulagsins hvílir að sögn sveitarstjórnarinnar á því að tækifæri til orkuvinnslu verði skoðuð. Afstaða hennar er því sú að þótt Búlandsvirkjun hafi verið flokkuð í verndarflokk rammaáætlunar, og það hafi þá þýðingu að sveitarfélaginu beri að taka mið af því við endurskoðun aðalskipulags, sé almenna stefna aðalskipulags óbreytt varðandi orkumál.

BúlandsvirkjunSuðurverk, dótturfyrirtæki HS Orku, áformaði að reisa Búlandsvirkjun í Skaftá, skammt frá Hólaskjóli.

„Í öllu falli er það í andstöðu við stefnu Skaftárhrepps að orkuvinnsla yfir 10 MW verði gerð óheimil á stórum hluta sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni. Slík ákvörðun ríkisins sé „íhlutun í skipulagsvald sveitarfélags“ sem hafi stoð í sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga samkvæmt stjórnarskrá.

„Augljóslega geta fýsilegir og umhverfisvænni virkjanakostir komið til skoðunar í Skaftá, aðrir en Búlandsvirkjun,“ segir einnig í bókun sveitarstjórnarinnar. Við endurskoðun aðalskipulags sé gert ráð fyrir að Búlandsvirkjun falli út en almennt er það stefna sveitarfélagsins að unnt verði að taka „jákvæða afstöðu til virkjunarhugmynda sem koma fram innan sveitarfélagsins, þar með talið í Skaftá“.

Vafasöm lagaheimild

Lagaheimild um málsmeðferð fyrir friðlýsingu er að finna í 53. grein náttúruverndarlaga. Ákvæðið felur í sér að grundvöllur fyrir friðlýsingu sé verndarflokkur rammaáætlunar sem Alþingi hefur samþykkt og nái þá til svæða sem flokkuð hafa verið í verndarflokk.

En sveitarstjórnin hafnar því að flokkun virkjunarkosts í verndarflokk leiði til þess að landsvæði flokkist sjálfvirkt sem landsvæði sem beri að friðlýsa. Vill hún meina að „vafasamt“ sé að lagaheimild sé fyrir hendi til friðlýsingar vatnasviðs Skaftár.

Friðlýsing geti ekki átt sér stað

Við skoðun ályktunar Alþingis, 3. áfanga rammaáætlunar, „verður ekki séð að Alþingi hafi tekið skýra afstöðu til þess að friðlýsa eigi tiltekið landsvæði þótt Búlandsvirkjun hafi verið felld í verndarflokk“. Hvorki umfjöllun Alþingis né rammaáætlunar feli í sér að tekin hafi verið afstaða til friðlýsingar tiltekinna landsvæða, heldur varði umfjöllunin eingöngu virkjunarkostinn Búlandsvirkjun. Við mat á þeim virkjunarkosti var horft til vatnasviðs Skaftár, með ákveðnum hætti. „Augljóslega eru fleiri mögulegir virkjunarkostir á vatnasviði Skaftár sem eru órannsakaðir,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar. „Friðlýsing er ekki tímabær.“  

Þá segir sveitarstjórnin að „skyldubundið mat“ sem sé forsenda friðlýsingar landsvæðis hafi ekki farið fram. „Friðlýsing landsvæðis getur því ekki átt sér stað“.

Tillaga Umhverfisstofnunar um friðlýsingu Skaftár nái yfir áhrifasvæði annarra virkjunarkosta sem eru í biðflokki í 3. áfanga, þ.e. Hólmsárvirkjunar við Einhyrning án miðlunar og Hólmsárvirkjun við Atley.

Friðlýsingar eru í eðli sínu ráðstöfun sem ætlað er að hafa varanlega þýðingu, bendir sveitarstjórnin ennfremur á. „Grundvöllur friðlýsinga á Íslandi hefur almennt hvílt á því að fyrir liggi skýr afstaða Alþingis.“ Slík afstaða liggi ekki fyrir.

Mun skerða eignarréttindi varanlega

Skaftárhreppur, sem landeigandi jarðarinnar Ár, telur skýra lagaheimild fyrir friðlýsingunni skorta. „Friðlýsing mun skerða eignarréttindi viðkomandi jarðar varanlega sem landeigandi getur ekki sætt sig við,“ segir í bréfi vegna þessa þáttar málsins sem Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps, hefur sent Umhverfisstofnun. „Verði framhald á málinu, áskilur landeigandi sér allan rétt til að fá ákvörðun um friðlýsingu hnekkt og/eða krefjast bóta vegna hvers kyns skerðinga á eignarréttarlegum hagsmunum sem leiða af friðlýsingunni.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
6
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár