Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Við gefum allt sem við getum eins lengi og við getum“

Jac­inda Ardern, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra Nýja-Sjá­lands, seg­ir að henn­ar tími sé lið­inn í for­ystu­hlut­verk­inu eft­ir fjöl­skrúð­ug­an og við­burða­rík­an fer­il. Hún seg­ist ekki stíga til hlið­ar vegna hræðslu við æ fleiri hót­an­ir held­ur vegna þess að ekki sé leng­ur „nóg á tank­in­um“. Heim­ild­in fór yf­ir helstu áfang­ana á ferli henn­ar sem for­sæt­is­ráð­herra.

„Við gefum allt sem við getum eins lengi og við getum“
Jacinda Ardern hefur þurft að takast á við ýmsar áskoranir í starfi sínu sem forsætisráðherra. Mynd: AFP

Hin fjörutíu og tveggja ára gamla Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér áfram. Hún mun fara úr embætti eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi en starfar sem þingmaður fram að kosningum þar í landi sem verða í október á þessu ári. 

Ardern hefur vakið mikið fjölmiðlaumtal síðan hún tók við sem forsætisráðherra árið 2017. Hún var einungis 37 ára gömul á þeim tíma og því yngsti forsætisráðherra landsins í yfir 150 ár. Hún varð jafnframt yngsta konan til að gegna þessu embætti í heiminum öllum. Hún vakti meðal annars athygli fyrir að koma með barn sitt, sem hún eignaðist átta mánuðum eftir að hún komst til valda, á fund með Sameinuðu þjóðunum og að bera blæju eftir hryðjuverkaárásirnar í Christchurch. Hún er jafnframt þekkt fyrir að tala „frá hjartanu“ þegar hún ávarpar þjóð sína. 

Iðulega hefur verið talað um Ardern í sömu andrá og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands og Sönnu Marin forsætisráðherra Finnlands þar sem þær eru allar ungar stjórnmálakonur með mikil völd. Katrín sagði í samtali við RÚV í dag að að afsögn Ardern hefði komið á óvart. „Mér finnst Jacinda hafa verið mjög flottur forystumaður í stjórnmálum.“

Katrín sagði jafnframt að Nýja-Sjáland væri með í forystu í samstarfi Íslands, Nýja-Sjálands, Skotlands, Finnlands og Wales um velferðarkerfi. „Þannig að hún hefur verið með framsækna pólitík sem mér hefur fundist flott. Mér finnst sjónarsviptir af henni í þessu hlutverki og segi það líka að við kvenleiðtogar erum ekki það margar, þannig að það munar svo sannarlega um hana á þeim vettvangi,“ sagði Katrín. 

Forréttindahlutverki fylgir ábyrgð

Forsætisráðherrann fráfarandi tilkynnti hvarf sitt úr embætti á fundi í morgun en þar sagði Ardern að hún hefði „ekki lengur nóg á tankinum“ til að sinna starfinu. „Það er kominn tími,“ greindi hún frá. 

„Ég er að fara vegna þess að með slíku forréttindahlutverki fylgir ábyrgð. Ábyrgðin liggur í því að vita hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf tekur á. Og ég veit að ég á ekki lengur nóg á tankinum til að gera það vel. Svo einfalt er það,“ sagði hún jafnframt.

Ardern benti á að stjórnmálamenn væru mannlegir eins og annað fólk. „Við gefum allt sem við getum eins lengi og við getum. Og þá er komið að því. Og fyrir mig er tíminn kominn,“ sagði hún og bætti því við að hún hefði velt því fyrir sér í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram í embætti forsætisráðherra og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki.

Engin framtíðarplön

Fram kemur í umfjöllun The Guardian um fráhvarf Ardern að hún hefði undanfarið ár þurft að sitja undir hótunum um ofbeldi, sérstaklega frá samsæriskenningasmiðum og andstæðingum bólusetninga sem hafa verið reiðir vegna lokana vegna COVID-19. Hún sagði hins vegar á fundinum þar sem hún tilkynnti um brotthvarf sitt að sú aukna áhætta sem fylgdi starfinu væri ekki orsök ákvarðarinnar að hætta.

„Ég vil ekki koma þeim skilaboðum á framfæri að mótlætið sem þú verður fyrir í stjórnmálum sé ástæða þess að fólk hættir. Já, það hefur áhrif. Við erum manneskjur þegar allt kemur til alls, en það var ekki ástæða ákvörðunar minnar,“ sagði hún.

Ardern sagði að hún hefði engin framtíðarplön, önnur en að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni en hún þakkaði maka sínum, Clarke Gayford, og dótturinni Neve, sem hún ól þegar hún gegndi embættinu. Hún greindi frá því að hún og maðurinn hennar myndu loksins láta verða af því að gifta sig. 

51 lést í hryðjuverkaárásum í Christchurch

Nokkur mál hafa staðið upp úr á ferli Ardern síðan hún tók við embætti fyrir rúmum fimm árum. Hún leiddi Nýja-Sjáland meðal annars í gegnum COVID-19 heimsfaraldurinn og stór áföll, þar á meðal hryðjuverkaárásina í Christchurch og eldgosið á Hvítueyju.

Forsætisráðherrann þurfti að taka á stóra sínum í mars 2019 en þá bárust fréttir af því árásarmenn hefðu ráðist inn í tvær moskur í borginni Christchurch og hafið skothríð. 

Hund­ruð voru í mosk­unum þegar árás­irnar voru gerð­ar. Vitni sögðu árás­ar­menn hafa skotið á það sem fyrir þeim var og flúið áður en við­bragðs­að­ilar komu á stað­inn.

Maður á þrí­tugs­aldri var strax hand­tek­inn og ákærður fyrir morð. Ástr­alski for­sæt­is­ráð­herrann, Scott Morri­son, sagði að meintur árás­armaður væri ástr­alskur rík­is­borg­ari og „öfga-hægri hryðju­verka­mað­ur“. Fleiri voru handteknir daginn eftir árásirnar. 

Slík hegðun ekki liðin á Nýja-Sjálandi

Allt byrj­aði þetta í Masjid Al Noor mosk­unni í mið­borg­inni klukkan 13:40 að stað­ar­tíma. Þangað réð­ist inn maður vopn­aður byssu og skaut á alla sem fyrir honum urðu. Skömmu síðar var greint frá skotárás í annarri mosku í borg­inni. Lög­reglan greindi frá því á blaða­manna­fundi að nokkrir bílar fullir af sprengjum hafi fund­ist í borg­inni en sprengj­urnar hefðu allar verið aftengd­ar.

Ardern sagði þegar hún ávarpaði þjóð sína um nóttina að ekki væri hægt að lýsa árás­unum öðru­vísi en sem hryðju­verk­um. Hún sagði mörg fórn­ar­lambanna mögu­lega vera inn­flytj­endur í land­inu, jafn­vel flótta­menn. Þeir hefðu valið að gera Nýja-Sjá­land að heima­landi sínu, og að Nýja-Sjá­land væri þeirra heima­land. Árás­ar­menn­irnir sem ákváðu að beita ofbeldi af þessu tagi væru hins vegar ekki Nýsjá­lend­ing­ar. Þannig hegðun væri ekki liðin á Nýja-Sjá­landi. 

Forsætisráðherrann bar slæðu eftir árásirnar.

Bannað að selja, kaupa og eiga hálf­sjálf­virka riffla og hríð­skotariffla

Þann 21. mars, sex dögum eftir árásina, tilkynnti ­Ardern í sjón­varps­ávarpi að ný og hert vopna­lög­gjöf tæki gildi í Nýja-Sjá­landi nokkrum mánuðum síðar. Bannað yrði að selja, kaupa og eiga hálf­sjálf­virka riffla og hríð­skotariffla. 

Í ávarpi sínu sagð­i ­Ardern að í kjöl­far hryðju­verks­ins hefði sögu lands­ins verið breytt til fram­búðar og nú yrði byssu­lög­gjöf­inni einnig breytt. 51 lést en árás­armað­ur­inn keypti byss­urnar sínar með lög­legum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti sem gerðu byss­urnar hættulegri. 

Með lög­gjöf­inni voru öll hálf­sjálfvirk skot­vopn og hríð­skotarifflar bann­að­ar. Auk þess sem allur bún­aður sem er til þess fall­inn að breyta venju­legum rifflum í eitt­hvað í lík­ingu við fyrr­nefndar byssur varð ólög­leg­ur. Í ávarp­inu greindi Ardern einnig frá því að sett hefði verið bráða­birgða­reglu­gerð sem tók gildi um leið og hún flutti ávarp sitt en henni var ætlað að hindra að nokkur gæti fest kaup á slíkum vopnum þar til nýju lögin yrðu sam­þykkt.

Hún sagði að mark­miðið væri að gera Nýja-Sjá­land að örugg­ari stað og hún sagð­ist sann­færð um að þessar aðgerðir nytu stuðn­ings þjóð­ar­inn­ar, líka bænda og fleiri sem nota skot­vopn við störf sín, enda bein­ist lög­gjöfin á engan hátt gegn þeim. Eig­endum slíkra vopna var gef­inn frestur til að skila þeim til stjórn­valda sem greiddu fyrir þau til­tekna upp­hæð.

Ljóst að landa­mæri Nýja-­Sjá­lands yrðu lokuð „í langan tíma“

Athygli vakti á heimsvísu þegar Nýja-Sjáland lokaði landinu algjörlega snemma í COVID-faraldrinum. Sú aðferð hefur verið umdeild síðan þá fyrir margar sakir. Kjarninn fjallaði um málið í maí 2020 en þá var ljóst að landa­mæri Nýja-­Sjá­lands yrðu lokuð „í langan tíma“ þó að aðgerðir þar í landi gegn kór­ónu­veirunni hefðu skilað góðum árangri.

Aðgerðir stjórn­valda á Nýja-­Sjá­landi byggðu á því að bregð­ast „hart og fljótt“ við far­aldr­in­um. Sú aðferða­fræði virtist hafa skipt sköpum á þessum tíma í því að ná far­aldr­inum niður og aflétta tak­mörk­unum fyrr en gert var í mörgum öðrum lönd­um. Ardern varaði þó landa sína við því að sofna á verð­in­um. Áfram yrði að gæta var­kárni. „Haldið stefn­u,“ sagði hún á blaða­manna­fundi á þessum tíma. „Við höfum ekki efni á að eyði­leggja allt okkar góða starf þegar við sjáum fyrir end­ann á ástand­in­u.“

Jacinda Ardern stóð í ströngu í COVID-faraldrinum eins og svo margir aðrir þjóðarleiðtogar.

Þann 19. mars 2020 var landa­mærum Nýja-­Sjá­lands lok­að. Öllum var bannað að ferð­ast til og frá land­inu nema Nýsjá­lend­ingum sem þurftu að kom­ast heim og heil­brigð­is­starfs­fólki. Þann 23. mars var við­bún­aður færður upp á þriðja stig og öllum fyr­ir­tækjum sem ekki buðu nauð­syn­lega þjón­ustu lok­að. Sam­komu­bann var sett á og fjöl­mörgum við­burðum aflýst eða frestað. Einnig var inn­an­lands­flug fellt nið­ur. Tveimur sól­ar­hringum síðar voru aðgerðir hertar enn frekar og við­bún­aður færður á fjórða stig, neyð­ar­stig. Íbúum var gert að hitta aðeins þá sem þeir bjuggu með. Þær aðgerðir voru í gildi vikum saman. 

Í lok apríl sama árs var við­bún­aður aftur færður niður á þriðja stig og fólki leyft að hitta nána ætt­ingja utan heim­il­is. Inn­an­lands­ferða­lög voru heimil með tak­mörk­unum og mennta­stofn­anir og ákveðin fyr­ir­tæki hófu starf­semi að nýju.

Viðurkenndi að ekki yrði hægt að útrýma veirunni úr samfélaginu

Það var síðan í október 2021 sem dró til tíð­inda í landinu en þá við­ur­kenndu stjórn­völd í fyrsta sinn að ljóst væri að ekki yrði hægt að útrýma kór­ónu­veirunni algjör­lega úr sam­fé­lag­inu í kjöl­far þess að delta-af­brigði veirunnar komst inn í veiru­laust landið í lok ágúst sama ár.

Ardern flutti lands­mönnum frétt­irn­ar, eftir að afar stífar sam­komu­tak­mark­anir höfðu verið í gildi í Auckland, stærstu borg lands­ins, í heilar sjö vik­ur. Enn voru að grein­ast smit á hverjum degi og þau orðin fleiri en 1.300 alls frá ágúst­lok­um. Ardern sagði ljóst að þetta langa tíma­bil strangra tak­mark­ana hefði ekki náð smit­fjöld­anum niður í núll, en sagði að það væri í lagi.

„Út­rým­ingin var mik­il­væg af því að við vorum ekki með bólu­efni. Nú höfum við það, svo við getum byrjað að breyta því hvernig við gerum hlut­ina,“ sagði for­sæt­is­ráð­herrann en stór­auk­inn kraftur var settur í bólu­setn­ingu þjóð­ar­innar eftir að þessi nýja bylgja far­ald­urs­ins fór af stað og eru Nýsjálendingar með mest bólusettu þjóðum í heimi.

Vill að sín verði minnst sem vingjarnlegrar

Það var þó ekki fyrr en um vorið 2022 sem Nýsjálendingar opnuðu landamærin fyrir erlendum ferðamönnum. „Það fyll­ir mig stolti að segja frá því að Nýja-Sjá­land er á þess­um tíma­punkti að verða ör­uggt land fyr­ir ferðamenn,“ sagði Ardern í mars 2022 þegar hún til­kynnti um aflétt­ing­arnar. Áður þurftu þeir að fara í tveggja vikna sóttkví ef þeir ætluðu að koma til landsins. 

Vinsældir Ardern hafa dvínað síðustu mánuði í heimalandinu þrátt fyrir hylli erlendis. Líklegast má tengja það við að efnahagur Nýja-Sjálands fer versnandi og telja sumir að forsætisráðherrann hafi ekki staðið við gefin loforð í loftslagsmálum. Ardern sagðist þó á fundinum í morgun ekki stíga til hliðar vegna dvínandi vinsælda – heldur eins og áður segir: „Ég veit hvað þetta starf tekur á. Og ég veit að ég á ekki lengur nóg á tankinum til að gera það vel. Svo einfalt er það.“ Hún segist vilja að hennar verði minnst sem einhvers sem „alltaf reyndi að vera vingjarnleg“.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár