Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskur leikmaður veðjaði á eigið lið og hundruð annarra leikja

For­dæma­laust mál er kom­ið upp í ís­lensk­um fót­bolta. Knatt­spyrnu­mað­ur sem lék með Aft­ur­eld­ingu í fyrra veðj­aði á hundruð knatt­spyrnu­leikja á þriggja mán­aða tíma­bili síð­asta sum­ar í gegn­um veð­mála­síð­una Pinnacle, sam­kvæmt gögn­um sem veð­mála­vef­síð­an kom til KSÍ. Fimm leikj­anna voru hjá hans eig­in liði, en fjór­um leikj­anna tók leik­mað­ur­inn, Sig­urð­ur Gísli Bond Snorra­son, sjálf­ur þátt í.

Íslenskur leikmaður veðjaði á eigið lið og hundruð annarra leikja
Fótboltaveðmál Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði með Aftureldingu síðasta sumar. Mynd: Heimildin

Knattspyrnumaður sem lék með Aftureldingu í næstefstu deild Íslandsmóts karla í fyrra veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hérlendis síðasta sumar, í hinum ýmsu deildum og flokkum, þar á meðal fimm leiki hjá hans eigin liði. Fjórum þessara leikja tók leikmaðurinn, Sigurður Gísli Bond Snorrason, sjálfur þátt í.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ er með málið til meðferðar, í kjölfar þess að Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ vísaði því þangað 13. desember vegna meintra brota leikmannsins á lögum og reglugerðum KSÍ. Nefndin sendi samdægurs erindi á Sigurð Gísla, sem fékk frest til 20. desember til þess að bregðast við með skriflegri greinargerð, samkvæmt gögnum sem Heimildin hefur í sínum fórum.

Sigurður Gísli vildi ekki tjá sig um málið er Heimildin náði af honum tali.

Án fordæma hjá KSÍ

Þetta er í fyrsta sinn sem KSÍ fer fram með mál af þessu tagi gagnvart leikmanni, þó að nokkur umræða hafi á stundum skotið upp kollinum um að knattspyrnumenn á Íslandi taki þátt í veðmálum á íslenska knattspyrnu.

Reglur um þátttöku í veðmálastarfsemi eru þó nokkuð skýrar í lögum og reglugerðum KSÍ. Í reglugerð sambandsins um knattspyrnumót segir að þeim sem taki þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Því til viðbótar er öllum knattspyrnumönnum sem samningsbundnir eru íslenskum liðum samkvæmt staðalsamningi KSÍ, eins og Sigurður Gísli var, óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum.

Ljóst er af veðmálayfirliti sem veðmálafyrirtækið Pinnacle sendi til KSÍ að Sigurður Gísli, sem er fæddur árið 1995 og nú skráður í knattspyrnuliðið KFK eftir að hafa leikið 21 leik með Aftureldingu síðasta sumar, virðist hafa þverbrotið reglur sambandsins hvað þetta varðar.

Fór yfir ákveðinn „þröskuld“ hjá veðmálafyrirtækinu

Baksaga málsins er rakin í greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar. Þar kemur fram að upp úr miðjum nóvember hafi starfsmaður heilindamála hjá Evrópska knattspyrnusambandinu UEFA haft samband við Ómar Smárason, sem er svokallaður heilindafulltrúi KSÍ auk þess að vera samskiptafulltrúi sambandsins, og óskað leyfis til að tengja fulltrúa veðmálafyrirtækisins Pinnacle við sambandið.

PinnacleVeðmálavefsíðan Pinnacle gerir starfsemi sína út frá eyjunni Curaçao, sem liggur undan ströndum Venesúela í Karíbahafi. Eyríkið er hluti hollenska konungsríkisins, en fékk sjálfstjórn árið 2010. Töluverð fjármálastarfsemi er í höfuðstaðnum Willemstad, en eyjan hefur löngum verið skilgreind sem skattaskjól. Pinnacle er einungis ein af ótalmörgum veðmálasíðum sem bjóða notendum sínum upp á að veðja á íslenskan fótbolta.

Veðmál Sigurðar Gísla höfðu þá komið fram við vöktun viðskiptavina hjá Pinnacle. Fulltrúi fyrirtækisins segir í samskiptum við fulltrúa KSÍ, sem fylgdu greinargerðinni til aganefndar, að aðgangur Sigurðar Gísla hafi verið tekinn til skoðunar af í kjölfar þess að knattspyrnumaðurinn fór yfir ákveðinn „þröskuld“ hjá veðmálasíðunni, sem getur m.a. verið vegna mikillar virkni eða hárra upphæða sem lagðar eru undir í gegnum aðganginn.

Heilindafulltrúi KSÍ staðfesti við fyrirtækið að Sigurður Gísli væri sannarlega virkur leikmaður í íslenska fótboltanum og í kjölfarið sendi Pinnacle skrifstofu KSÍ svo gögn um veðmál leikmannsins frá júlí og fram í september á síðasta ári, sem starfsmenn KSÍ fóru yfir. 

„Gögnin sem Pinnacle sendi KSÍ sýna hundruð veðmála þessa einstaklings á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokka karla og kvenna, í bikarkeppnum meistaraflokka karla og kvenna, og í 2. flokki. Mikill fjöldi veðmála er á leiki hjá ákveðnum félögum (Afturelding, ÍH, Augnablik, Dalvík/Reynir) en heilt yfir er nokkuð mikil dreifing og ekki hægt að koma auga á sérstakt mynstur annað en það sem er hér að framan. Þó er rétt að nefna 12 veðmál á stakan leik (Ísbjörninn – Hvíti riddarinn í 4. deild karla, tapað veðmál) og 10 veðmál á annan stakan leik (Dalvík/Reynir – Vængir Júpíters í 3. deild karla, unnið veðmál),“ segir í greinargerðinni frá Klöru Bjartmarz.

Veðjaði aldrei gegn eigin liði

Sérstaklega er fjallað um að á meðal leikjanna sem Sigurður Gísli veðjaði á hjá Pinnacle hafi verið fimm leikir hjá hans eigin liði, meistaraflokki karla hjá Aftureldingu, og að hann hafi sjálfur tekið þátt í fjórum þeirra.

AftureldingSigurður Gísli skrifaði undir samning við Aftureldingu fyrir síðasta sumar og spilaði alls 21 leik fyrir félagið í 1. deild karla og bikarkeppninni.

Í öll þau sem skipti sem Sigurður Gísli veðjaði á leiki Aftureldingar var hann að veðja á fleiri leiki í sama pakkaveðmáli, og lagði tiltölulega lágar upphæðir undir í hverju veðmáli. Stundum setti hann leiki Aftureldingar inn í fleiri en einn seðil, sem stundum unnust og stundum töpuðust.

Í eitt skiptið veðjaði Sigurður Gísli á að tiltekið mörg mörk yrðu skoruð í leikjum liðsins, t.d. að þrjú eða fleiri mörk yrði skoruð í leik gegn Fylki sem fram fór í Árbænum í byrjun september.

Oftast veðjaði hann þó á Afturelding hefði sigur, eða gegn Grindavík í júlí og gegn HK, Knattspyrnufélagi Vesturbæjar og Þrótti Vogum.

Veðmálaeftirlit UEFA fengið til að skoða leik gegn Fylki

Í greinargerð Klöru Bjartmarz segir að samkvæmt skýrslu virðist „ekki vera sérstakar vísbendingar um hagræðingu úrslita“, en einnig að KSÍ hafi þó óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um einn leikjanna sem Sigurður Gísli tók þátt í og veðjaði sjálfur á.

„Sá leikur fór fram 2. september 2022 í Lengjudeild karla og var á milli Aftureldingar og Fylkis. Leikmaðurinn byrjaði leikinn og var tekinn út af í hálfleik í stöðunni 0-2 fyrir Fylki, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður álits UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur veðmála í kringum leikinn metin eðlileg,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ í greinargerð sinni vegna málsins.

KlaraFramkvæmdastjóri KSÍ segist ekki geta tjáð sig um mál sem séu komin til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur ekki enn komið saman á nýju ári, en viðurlög við brotum gegn lögum KSÍ geta meðal annars falist í leikbanni eða banni frá allri þátttöku í knattspyrnu, auk þess sem hægt er að gera leikmönnum refsingu eftir reglugerð um aga- og úrskurðarmál eða öðrum reglugerðum KSÍ.

KSÍ tjái sig ekki um mál á borði aganefndar

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir í samtali við Heimildina að hún geti ekki tjáð sig efnislega um mál sem séu til meðferðar hjá aga- og úrskurðarnefnd sambandsins, sem sé sjálfstæð í sínum störfum.

Í samtali við blaðamann staðfestir hún þó að KSÍ hafi aldrei áður beint máli sem varði veðmál til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins á þeim grundvelli sem nú er gert.

Dæmi um margra mánaða leikbönn í Englandi

Veðmál knattspyrnumanna hafa verið talsvert í deiglunni í Englandi að undanförnu. Einn marksæknasti framherji ensku úrvalsdeildarinnar, Ivan Toney leikmaður Brentford, var nýlega kærður fyrir að hafa brotið gegn reglum enska knattspyrnusambandsins um veðmál. 

Þær reglur eru í stuttu máli þannig að fótboltamenn mega ekki veðja á fótboltaleiki, hvorki í Englandi né utan landsins. Reglurnar er Toney sagður hafa brotið í alls 262 skipti á árunum 2017 til 2021. Óljóst er hvaða refsing bíður Toney af hálfu enska knattspyrnusambandsins, en almennt er reiknað með því að hans bíði leikbann.

Leikmenn í Englandi hafa sumir hverjir fengið leikbönn eða fésektir fyrir að hafa brotið veðmálareglur. Árið 2017 var miðjumaðurinn Joey Barton til dæmis dæmdur í 18 mánaða langt leikbann, sem síðar var reyndar stytt niður í 5 mánuði, eftir að í ljós kom að hann hafði veðjað alls 1.260 sinnum á fótboltaleiki á árunum 2006-2016.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár