Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“

Í til­lög­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar er gert ráð fyr­ir að al­menn­ur byggða­kvóti verði af­lagð­ur. Hon­um verði í þess stað bætt við strand­veið­ar og sér­tæk­an byggða­kvóta. Sér­tæk­um byggða­kvóta verði ráð­staf­að á færri staði en nú og Byggða­stofn­un leggi mat á hvaða svæði eigi fram­tíð fyr­ir sér í veið­um og vinnslu.

Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“
Almennur byggðakvóti aflagður Tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar leggja til að úthlutun almenns byggðakvóta verði hætt og sértækum byggðakvóta verði úthlutað til færri byggðalaga en verið hefur. Mynd: Shutterstock

Í bráðabirgðatillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar er gert ráð fyrir að sértækum byggðakvóta verði ráðstafað til byggða „þar sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“. Honum sé í dag „smurt of þunnt“ og nýta ætti hann til að efla byggðir þar sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér.

Nýta ætti þau takmörkuðu gæði sem sértækur byggðakvóti sé til að efla sjávarútveg til lengri tíma en nýta fremur og efla önnur úrræði til að styrkja brothættar byggðir þar sem veiðar og vinnsla eigi ekki framtíðina fyrir sér. Í tillögunni er þá gert ráð fyrir að Byggðastofnun verði falið að meta í hvaða byggðum veiðar og vinnsla eigi framtíð.

Starfshópar í verkefninu Auðlindin okkar hafa skilað bráðabirgðatillögum til matvælaráðuneytisins og kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra þær á fundi ríkisstjórnar í morgun. Starfshóparnir, sem eru fjórir, eru hálfnaðir og því metið svo að rétt sé að birta bráðabirgðaniðurstöður þeirra. 

Í tillögununum er meðal annars fjallað um kerfi fiskveiðistjórnunar. Þar er tilgreint að rétt sé að halda aflamarkskerfinu áfram, enda hafi það aukið hagkvæmni og hagsæld.

Þá er gert ráð fyrir, samkvæmt tillögunum, að almennur byggðakvóti verði afnuminn og honum verði þess í stað bætt við sértækan byggðakvóta og/eða strandveiðar. Á síðasta fiskveiðiári var almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum. Þar af fengu sextán byggðarlög úthlutað lágmarksúthlutun, 15 þorskígildistonnum.

Hið sama á við um svokallaðar skel- og rækjubætur, og línuívilnun, tillögur gera ráð fyrir að þau réttindi verði afnumin og þeim einnig bætt við sértæka byggðakvóta eða strandveiðar. Útdeiling þeirra sé ógagnsæ og með því að afnema þau verði fiskveiðikerfið einfaldara.

Hvað varðar strandveiðikerfið kemur ekki afdráttarlaust fram hvað starfshóparnir vilja að við það verði gert. Í tillögu þar um segir einungis að skerpa skuli og endurskoða markmið strandveiða. Þau markmið geti verið af ýmsum toga og eru nefnd dæmi þar um, til að mynda að markmiðið geti verið kerfi sem veiti öllum aðgang, að það auki líf í höfnum eða það geti örvað atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum.

Þá er, sem fyrr er sagt, gert ráð fyrir að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til færri byggðalaga og með það fyrir augum að sjávarútvegur í viðkomandi byggðarlögum verði sjálfbær í framtíðinni. Þannig muni draga úr úthlutun ef vel gangi í sjávarútvegi í byggðalaginu en hann hugsanlega aukinn gangi verr. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þvílík þvæla. Að halda núverandi fiskveiðistjórn áfram því hún sé hagkvæm. Helmingi minni veiði en lofað var. Handfæraveiðar eiga að vera frjálsar. Hvað varð um báknið burt ?
    0
  • Helgi Haraldsson skrifaði
    Það er athyglisvert að Byggðastofnun verði falið að ákveða hverjir skulu lifa og hverjir skulu deyja!!!! Handfæraveiðar ættu að vera frjálsar, fyrir báta undir 10 tonnum, frá mars til enda október og aflinn verði utan aflamarks.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tillögur Auðlindarinnar okkar

Starfshópar Svandísar leggja til að auðlindaákvæði verði lögfest í stjórnarskrá
ÚttektTillögur Auðlindarinnar okkar

Starfs­hóp­ar Svandís­ar leggja til að auð­linda­ákvæði verði lög­fest í stjórn­ar­skrá

Hóp­arn­ir sem mat­væla­ráð­herra skip­aði til að end­ur­skoða sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið hafa skil­að bráða­birgðanið­ur­stöð­um. Þeir ætla að skila end­an­leg­um nið­ur­stöð­um í maí. Á með­al þeirra breyt­inga sem þeir leggja til er að skrá öll við­skipti með kvóta í op­inn gagna­grunn, að hækka eða breyta inn­heimtu auð­linda­gjalda og ráð­ast í breyt­ing­ar á skil­grein­ing­um á tengd­um að­il­um.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár