Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“

Í til­lög­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar er gert ráð fyr­ir að al­menn­ur byggða­kvóti verði af­lagð­ur. Hon­um verði í þess stað bætt við strand­veið­ar og sér­tæk­an byggða­kvóta. Sér­tæk­um byggða­kvóta verði ráð­staf­að á færri staði en nú og Byggða­stofn­un leggi mat á hvaða svæði eigi fram­tíð fyr­ir sér í veið­um og vinnslu.

Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“
Almennur byggðakvóti aflagður Tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar leggja til að úthlutun almenns byggðakvóta verði hætt og sértækum byggðakvóta verði úthlutað til færri byggðalaga en verið hefur. Mynd: Shutterstock

Í bráðabirgðatillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar er gert ráð fyrir að sértækum byggðakvóta verði ráðstafað til byggða „þar sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“. Honum sé í dag „smurt of þunnt“ og nýta ætti hann til að efla byggðir þar sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér.

Nýta ætti þau takmörkuðu gæði sem sértækur byggðakvóti sé til að efla sjávarútveg til lengri tíma en nýta fremur og efla önnur úrræði til að styrkja brothættar byggðir þar sem veiðar og vinnsla eigi ekki framtíðina fyrir sér. Í tillögunni er þá gert ráð fyrir að Byggðastofnun verði falið að meta í hvaða byggðum veiðar og vinnsla eigi framtíð.

Starfshópar í verkefninu Auðlindin okkar hafa skilað bráðabirgðatillögum til matvælaráðuneytisins og kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra þær á fundi ríkisstjórnar í morgun. Starfshóparnir, sem eru fjórir, eru hálfnaðir og því metið svo að rétt sé að birta bráðabirgðaniðurstöður þeirra. 

Í tillögununum er meðal annars fjallað um kerfi fiskveiðistjórnunar. Þar er tilgreint að rétt sé að halda aflamarkskerfinu áfram, enda hafi það aukið hagkvæmni og hagsæld.

Þá er gert ráð fyrir, samkvæmt tillögunum, að almennur byggðakvóti verði afnuminn og honum verði þess í stað bætt við sértækan byggðakvóta og/eða strandveiðar. Á síðasta fiskveiðiári var almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum. Þar af fengu sextán byggðarlög úthlutað lágmarksúthlutun, 15 þorskígildistonnum.

Hið sama á við um svokallaðar skel- og rækjubætur, og línuívilnun, tillögur gera ráð fyrir að þau réttindi verði afnumin og þeim einnig bætt við sértæka byggðakvóta eða strandveiðar. Útdeiling þeirra sé ógagnsæ og með því að afnema þau verði fiskveiðikerfið einfaldara.

Hvað varðar strandveiðikerfið kemur ekki afdráttarlaust fram hvað starfshóparnir vilja að við það verði gert. Í tillögu þar um segir einungis að skerpa skuli og endurskoða markmið strandveiða. Þau markmið geti verið af ýmsum toga og eru nefnd dæmi þar um, til að mynda að markmiðið geti verið kerfi sem veiti öllum aðgang, að það auki líf í höfnum eða það geti örvað atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum.

Þá er, sem fyrr er sagt, gert ráð fyrir að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til færri byggðalaga og með það fyrir augum að sjávarútvegur í viðkomandi byggðarlögum verði sjálfbær í framtíðinni. Þannig muni draga úr úthlutun ef vel gangi í sjávarútvegi í byggðalaginu en hann hugsanlega aukinn gangi verr. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þvílík þvæla. Að halda núverandi fiskveiðistjórn áfram því hún sé hagkvæm. Helmingi minni veiði en lofað var. Handfæraveiðar eiga að vera frjálsar. Hvað varð um báknið burt ?
    0
  • Helgi Haraldsson skrifaði
    Það er athyglisvert að Byggðastofnun verði falið að ákveða hverjir skulu lifa og hverjir skulu deyja!!!! Handfæraveiðar ættu að vera frjálsar, fyrir báta undir 10 tonnum, frá mars til enda október og aflinn verði utan aflamarks.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tillögur Auðlindarinnar okkar

Starfshópar Svandísar leggja til að auðlindaákvæði verði lögfest í stjórnarskrá
ÚttektTillögur Auðlindarinnar okkar

Starfs­hóp­ar Svandís­ar leggja til að auð­linda­ákvæði verði lög­fest í stjórn­ar­skrá

Hóp­arn­ir sem mat­væla­ráð­herra skip­aði til að end­ur­skoða sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið hafa skil­að bráða­birgðanið­ur­stöð­um. Þeir ætla að skila end­an­leg­um nið­ur­stöð­um í maí. Á með­al þeirra breyt­inga sem þeir leggja til er að skrá öll við­skipti með kvóta í op­inn gagna­grunn, að hækka eða breyta inn­heimtu auð­linda­gjalda og ráð­ast í breyt­ing­ar á skil­grein­ing­um á tengd­um að­il­um.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár