Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“

Í til­lög­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar er gert ráð fyr­ir að al­menn­ur byggða­kvóti verði af­lagð­ur. Hon­um verði í þess stað bætt við strand­veið­ar og sér­tæk­an byggða­kvóta. Sér­tæk­um byggða­kvóta verði ráð­staf­að á færri staði en nú og Byggða­stofn­un leggi mat á hvaða svæði eigi fram­tíð fyr­ir sér í veið­um og vinnslu.

Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“
Almennur byggðakvóti aflagður Tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar leggja til að úthlutun almenns byggðakvóta verði hætt og sértækum byggðakvóta verði úthlutað til færri byggðalaga en verið hefur. Mynd: Shutterstock

Í bráðabirgðatillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar er gert ráð fyrir að sértækum byggðakvóta verði ráðstafað til byggða „þar sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“. Honum sé í dag „smurt of þunnt“ og nýta ætti hann til að efla byggðir þar sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér.

Nýta ætti þau takmörkuðu gæði sem sértækur byggðakvóti sé til að efla sjávarútveg til lengri tíma en nýta fremur og efla önnur úrræði til að styrkja brothættar byggðir þar sem veiðar og vinnsla eigi ekki framtíðina fyrir sér. Í tillögunni er þá gert ráð fyrir að Byggðastofnun verði falið að meta í hvaða byggðum veiðar og vinnsla eigi framtíð.

Starfshópar í verkefninu Auðlindin okkar hafa skilað bráðabirgðatillögum til matvælaráðuneytisins og kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra þær á fundi ríkisstjórnar í morgun. Starfshóparnir, sem eru fjórir, eru hálfnaðir og því metið svo að rétt sé að birta bráðabirgðaniðurstöður þeirra. 

Í tillögununum er meðal annars fjallað um kerfi fiskveiðistjórnunar. Þar er tilgreint að rétt sé að halda aflamarkskerfinu áfram, enda hafi það aukið hagkvæmni og hagsæld.

Þá er gert ráð fyrir, samkvæmt tillögunum, að almennur byggðakvóti verði afnuminn og honum verði þess í stað bætt við sértækan byggðakvóta og/eða strandveiðar. Á síðasta fiskveiðiári var almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum. Þar af fengu sextán byggðarlög úthlutað lágmarksúthlutun, 15 þorskígildistonnum.

Hið sama á við um svokallaðar skel- og rækjubætur, og línuívilnun, tillögur gera ráð fyrir að þau réttindi verði afnumin og þeim einnig bætt við sértæka byggðakvóta eða strandveiðar. Útdeiling þeirra sé ógagnsæ og með því að afnema þau verði fiskveiðikerfið einfaldara.

Hvað varðar strandveiðikerfið kemur ekki afdráttarlaust fram hvað starfshóparnir vilja að við það verði gert. Í tillögu þar um segir einungis að skerpa skuli og endurskoða markmið strandveiða. Þau markmið geti verið af ýmsum toga og eru nefnd dæmi þar um, til að mynda að markmiðið geti verið kerfi sem veiti öllum aðgang, að það auki líf í höfnum eða það geti örvað atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum.

Þá er, sem fyrr er sagt, gert ráð fyrir að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til færri byggðalaga og með það fyrir augum að sjávarútvegur í viðkomandi byggðarlögum verði sjálfbær í framtíðinni. Þannig muni draga úr úthlutun ef vel gangi í sjávarútvegi í byggðalaginu en hann hugsanlega aukinn gangi verr. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þvílík þvæla. Að halda núverandi fiskveiðistjórn áfram því hún sé hagkvæm. Helmingi minni veiði en lofað var. Handfæraveiðar eiga að vera frjálsar. Hvað varð um báknið burt ?
    0
  • Helgi Haraldsson skrifaði
    Það er athyglisvert að Byggðastofnun verði falið að ákveða hverjir skulu lifa og hverjir skulu deyja!!!! Handfæraveiðar ættu að vera frjálsar, fyrir báta undir 10 tonnum, frá mars til enda október og aflinn verði utan aflamarks.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tillögur Auðlindarinnar okkar

Starfshópar Svandísar leggja til að auðlindaákvæði verði lögfest í stjórnarskrá
ÚttektTillögur Auðlindarinnar okkar

Starfs­hóp­ar Svandís­ar leggja til að auð­linda­ákvæði verði lög­fest í stjórn­ar­skrá

Hóp­arn­ir sem mat­væla­ráð­herra skip­aði til að end­ur­skoða sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið hafa skil­að bráða­birgðanið­ur­stöð­um. Þeir ætla að skila end­an­leg­um nið­ur­stöð­um í maí. Á með­al þeirra breyt­inga sem þeir leggja til er að skrá öll við­skipti með kvóta í op­inn gagna­grunn, að hækka eða breyta inn­heimtu auð­linda­gjalda og ráð­ast í breyt­ing­ar á skil­grein­ing­um á tengd­um að­il­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár