Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Zephyr frestar kynningarfundi á vindorkuveri í Hvalfirði

Ekk­ert verð­ur af kynn­ing­ar­fundi á áform­uðu vindorku­veri í Hval­fjarð­ar­sveit í kvöld. Zep­hyr seg­ir frest­un skýr­ast af of stutt­um fyr­ir­vara en sam­tök­in Mótvind­ur-Ís­land segja nær að bíða með kynn­ing­ar þar til rammi stjórn­valda liggi fyr­ir.

Zephyr frestar kynningarfundi á vindorkuveri í Hvalfirði
Brekkukambur er hæsta fjall Hvalfjarðarstrandarinnar. Á toppi þess hyggst Zephyr Iceland reisa 250 metra háar vindmyllur.

„Vegna ábendinga sem fram hafa komið um stuttan fyrirvara á kynningarfundinum er fundinum frestað. Vindorkufyrirtækið Zephyr Iceland og verkfræðistofan EFLA munu auglýsa nýjan fundartíma með góðum fyrirvara."

Þannig hljóðar tilkynning frá forsvarsmönnum Zephyr sem ætluðu sér í kvöld, mánudaginn 9. janúar, að halda kynningarfund um áformað vindorkuver sitt á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Fundurinn átti að fara fram í Heiðarskóla og voru „íbúar og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta og kynna sér framkvæmdina.“

Framkvæmdin fyrirhugaða, 50 MW vindorkuver í landi bæjarins Brekku, hefur verið harðlega gagnrýnd af nærsamfélaginu. Líkt og Kjarninn hefur fjallað um óttast íbúar í nágranni versins hávaða, að vistkerfum og þar með fuglalífi verði stefnt í hættu, og sjónmengun. Um hana er vart hægt að deila, reistar yrðu 8-12 vindmyllur efst á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, og myndu þær blasa við úr öllum áttum.

[links]Zephyr Iceland lagði fram matsáætlun fyrir vindorkuverið í fyrra og gerðu margir umsagnaraðilar, m.a. stofnanir, fjölmargar athugasemdir við framkvæmdina, ekki síst staðarvalið. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sagðist m.a. telja það „mikla áskorun“ að ná sátt um byggingu vindorkuvers í svo lítilli fjarlægð frá bæjum og frístundabyggðum. Og Umhverfisstofnun taldi að frekar ætti að staðsetja vindmyllur, sem í þessu tilviki yrðu um 250 metrar á hæð, á núverandi orkuvinnslusvæðum. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mjög vandasamt að skipuleggja svo stórt inngrip í landslag á svæði sem er þekkt fyrir fjölbreytt og fallegt landslag líkt og raunin er um Hvalfjarðarsveit.

Zephyr Iceland segir í tilkynningu sinni að frestun fundarins sé tilkomin vegna ábendinga um að til hans hefði verið boðað með stuttum fyrirvara. En ábendingarnar eru þó alls ekki bundnar við það.

Hin nýstofnuðu samtök, Mótvindur – Ísland, sendu Zephyr og Eflu, verkfræðistofunni sem vinnur að umhverfismati vindorkuversins, opið erindi eftir að fundurinn var auglýstur.

„Það vekur furðu að nærsamfélagið er boðað á fund með orkufyrirtækinu og keyptum ráðgjöfum þess um uppbyggingu orkuvers og umhverfisáhrif á sama tíma og stjórnvöld í landinu eru að skoða og móta stefnu í vindorkumálum á landsvísu og ekkert liggur fyrir um að leyfilegt verði að reisa slík orkuver um allt land,“ sagði í erindinu. Er þar vísað til starfshóps sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði síðasta sumar sem hefur það hlutverk að gera tillögur að stefnu stjórnvalda er kemur að nýtingu vindsins. Hópurinn á að skila tillögum sínum um næstu mánaðamót.

Möguleg staðsetning vindmyllanna er táknuð með gulum hringjum. Appelsínuguli liturinn táknar votlendi. Myndin er úr matsáætlun Zephyr.

„Það hlýtur að teljast ótímabært nema að hagsmunaaðilarnir telji sig fyrirfram komna með virkjanaleyfi og þá um leið að vinna starfshóps og Alþingis í kjölfarið sé í raun formsatriði,“ sagði í erindi Mótvinds.

Í því voru að auki gerðar athugasemdir við fundarboðið, m.a. að til fundarins væri boðað með skömmum fyrirvara, í skammdegi og ófærð, í skólahúsi í Hvalfjarðarsveit.

„Nú er það svo að landeigendur, eigendur fasteigna og fyrirtækjaeigendur, á því stóra svæði sem raforkuver ykkar hefði gríðarleg áhrif á, eru margir staddir víðsfjarri fundarstaðnum og þyrftu mun lengri aðdraganda og undirbúning fyrir slíkan fund ef hann ætti að vera gagnlegur fyrir alla aðila.“

Forsvarsmenn Mótvinds-Ísland bentu einnig á að „hefðu menn raunverulegan áhuga á fjöldamætingu á slíkan fund væri hann að sjálfsögðu boðaður á nútímalega vísu með fjarfundarbúnaði svo að sem allra flestir gætu tekið þátt“.

Þá yrði slíkur fjarfundur „að sjálfsögðu“ að vera gagnvirkur þannig að nærsamfélagið „væri ekki boðað á umhverfisnámskeið hjá fyrirtækjum ykkar heldur í gagnkvæmt samtal þar sem allar raddir myndu heyrast“.

Hvatti Mótvindur forsvarsmenn hins áformaða vindorkuvers til að boða til fundarins með þessum fyrrgreinda hætti en taldi þó eðlilegast að bíða með kynningarfundinn þar til niðurstöður stjórnvalda um nýtingu vinds hér á landi liggja fyrir.

Undir erindi Mótvinds-Ísland skrifuðu:

Thelma Harðardóttir

Arnfinnur Jónasson

Steinunn Sigurbjörnsdóttir

Denni Karlsson

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Andrés Skúlason

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár