Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna

Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.

Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna

Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra í nýrri ríkisstjórn Ísraels, hefur ákveðið að banna notkun palestínska fánans á almannafæri og fela lögreglu að fylgja því banni eftir. Þessi ákvörðun ráðherrans, harðlínumanns yst á hægri kantinum í ísraelskum stjórnmálum, var kynnt í fyrradag.

Þetta fánabann bætist við fleiri aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar Ísraels sem beinst hafa gegn Palestínumönnum núna í upphafi ársins, en aðgerðirnar eru andsvar við því að fulltrúum Palestínuríkis tókst að fá samþykkta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember, sem fól meðal ann­ars í sér að Alþjóða­dóm­stóll­inn í Haag verður feng­inn til að veita ráð­gef­andi álit á lög­mæti her­náms Ísra­els­ríkis á land­svæðum Palest­ínu­manna.

Niðurstaðan lá fyrir á allsherjarþinginu 30. desember, og var nokkuð afgerandi, en 87 ríki samþykktu málið, 26 greiddu atkvæði gegn því, 53 sátu hjá (Ísland þeirra á meðal) og 27 ríki tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Í fyrri atkvæðagreiðslu á vettvangi fjórðu nefndar allsherjarþingsins Sameinuðu þjóðanna í nóvembermánuði var tillagan samþykkt með 98 atkvæðum gegn 17 mótatkvæðum, en 52 ríki sátu hjá.[links]

Það er ljóst að nokkur ríki breyttu afstöðu sinni þegar að lokaatkvæðagreiðslunni kom, en þrátt fyrir það hafa forsvarsmenn Palestínuríkis lýst niðurstöðunni sem diplómatískum sigri.

Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.

Hirða skatttekjur og stöðva byggingaframkvæmdir á Vesturbakkanum

Á heimavelli hefur ný ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús, sem tók við völdum 29. desember, brugðist við niðurstöðunni með refsiaðgerðum á hendur palestínsku heimastjórninni. Síðasta föstudag barst tilkynning frá forsætisráðherranum þar sem sagði að „pólitísku og lögfræðilegu stríði“ Palestínumanna yrði svarað.

Netanjahú hefur boðað að jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna af skatttekjum sem renna áttu til palestínsku heimastjórnarinnar, en Ísraelsríki innheimtir, yrðu teknar og nýttar til þess að greiða miskabætur til fjölskyldna ísraelskra borgara sem fallið hefðu í árásum Palestínumanna.

Frekari áform eru svo uppi um að halda eftir skatttekjum sem innheimtar eru fyrir hönd palestínsku heimastjórnarinnar, auk þess sem ákveðið hefur verið að allar byggingarframkvæmdir Palestínumanna á svokölluðu svæði C á hernumdum Vesturbakkanum verði settar á ís.

Á sama tíma hyggst ný ríkisstjórn, sem hefur verið lýst sem mestu harðlínustjórn Ísraelsríkis í sögunni, beita sér fyrir áframhaldandi aukningu landnemabyggða á Vesturbakkanum, en nú þegar búa hundruð þúsunda Ísraelsmanna í slíkum byggðum í trássi við alþjóðalög.

Ísraelska stjórnin hefur einnig ákveðið að afnema sérstök „VIP“-réttindi sem æðstu ráðamenn palestínsku heimastjórnarinnar hafa notið, sem gerir þeim kleift að ferðast með þægilegri hætti inn og út af hernumdum svæðum Vesturbakkans, auk annarra aðgerða.

Nú hefur þjóðaröryggisráðherrann svo boðað, sem fyrr segir, að lögregla skuli gera palestínska fána upptæka ef þeir sjást á almannafæri. Það hefur ekki verið almenn stefna yfirvalda í Ísrael allt frá árinu 1993, er stjórnvöld í Ísrael hættu að álíta Frelsishreyfingu Palestínumanna (PLO) sem hryðjuverkasamtök í kjölfar þess að samkomulag um Ósló-yfirlýsinguna var undirritað.

Þrátt fyrir það eru ýmis dæmi um að ísraelsk lögregla hafi rifið fánann af fólki, ekki síst í Austur-Jerúsalem, auk þess sem landnemar á Vesturbakkanum hafa stundað það að rífa fánann, helsta tákn palestínskrar þjóðernisvitundar, niður í byggðarlögum Palestínumanna.

En nú hefur lögreglunni beinlínis verið falið að fjarlægja fánann ef til hans sést á almannafæri, og það á þeim grundvelli að palestínski fáninn sé myndmerki hryðjuverkasamtaka, samkvæmt yfirlýsingu þjóðaröryggisráðherrans Ben-Gvir.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár