Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna

Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.

Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna

Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra í nýrri ríkisstjórn Ísraels, hefur ákveðið að banna notkun palestínska fánans á almannafæri og fela lögreglu að fylgja því banni eftir. Þessi ákvörðun ráðherrans, harðlínumanns yst á hægri kantinum í ísraelskum stjórnmálum, var kynnt í fyrradag.

Þetta fánabann bætist við fleiri aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar Ísraels sem beinst hafa gegn Palestínumönnum núna í upphafi ársins, en aðgerðirnar eru andsvar við því að fulltrúum Palestínuríkis tókst að fá samþykkta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember, sem fól meðal ann­ars í sér að Alþjóða­dóm­stóll­inn í Haag verður feng­inn til að veita ráð­gef­andi álit á lög­mæti her­náms Ísra­els­ríkis á land­svæðum Palest­ínu­manna.

Niðurstaðan lá fyrir á allsherjarþinginu 30. desember, og var nokkuð afgerandi, en 87 ríki samþykktu málið, 26 greiddu atkvæði gegn því, 53 sátu hjá (Ísland þeirra á meðal) og 27 ríki tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Í fyrri atkvæðagreiðslu á vettvangi fjórðu nefndar allsherjarþingsins Sameinuðu þjóðanna í nóvembermánuði var tillagan samþykkt með 98 atkvæðum gegn 17 mótatkvæðum, en 52 ríki sátu hjá.[links]

Það er ljóst að nokkur ríki breyttu afstöðu sinni þegar að lokaatkvæðagreiðslunni kom, en þrátt fyrir það hafa forsvarsmenn Palestínuríkis lýst niðurstöðunni sem diplómatískum sigri.

Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.

Hirða skatttekjur og stöðva byggingaframkvæmdir á Vesturbakkanum

Á heimavelli hefur ný ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús, sem tók við völdum 29. desember, brugðist við niðurstöðunni með refsiaðgerðum á hendur palestínsku heimastjórninni. Síðasta föstudag barst tilkynning frá forsætisráðherranum þar sem sagði að „pólitísku og lögfræðilegu stríði“ Palestínumanna yrði svarað.

Netanjahú hefur boðað að jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna af skatttekjum sem renna áttu til palestínsku heimastjórnarinnar, en Ísraelsríki innheimtir, yrðu teknar og nýttar til þess að greiða miskabætur til fjölskyldna ísraelskra borgara sem fallið hefðu í árásum Palestínumanna.

Frekari áform eru svo uppi um að halda eftir skatttekjum sem innheimtar eru fyrir hönd palestínsku heimastjórnarinnar, auk þess sem ákveðið hefur verið að allar byggingarframkvæmdir Palestínumanna á svokölluðu svæði C á hernumdum Vesturbakkanum verði settar á ís.

Á sama tíma hyggst ný ríkisstjórn, sem hefur verið lýst sem mestu harðlínustjórn Ísraelsríkis í sögunni, beita sér fyrir áframhaldandi aukningu landnemabyggða á Vesturbakkanum, en nú þegar búa hundruð þúsunda Ísraelsmanna í slíkum byggðum í trássi við alþjóðalög.

Ísraelska stjórnin hefur einnig ákveðið að afnema sérstök „VIP“-réttindi sem æðstu ráðamenn palestínsku heimastjórnarinnar hafa notið, sem gerir þeim kleift að ferðast með þægilegri hætti inn og út af hernumdum svæðum Vesturbakkans, auk annarra aðgerða.

Nú hefur þjóðaröryggisráðherrann svo boðað, sem fyrr segir, að lögregla skuli gera palestínska fána upptæka ef þeir sjást á almannafæri. Það hefur ekki verið almenn stefna yfirvalda í Ísrael allt frá árinu 1993, er stjórnvöld í Ísrael hættu að álíta Frelsishreyfingu Palestínumanna (PLO) sem hryðjuverkasamtök í kjölfar þess að samkomulag um Ósló-yfirlýsinguna var undirritað.

Þrátt fyrir það eru ýmis dæmi um að ísraelsk lögregla hafi rifið fánann af fólki, ekki síst í Austur-Jerúsalem, auk þess sem landnemar á Vesturbakkanum hafa stundað það að rífa fánann, helsta tákn palestínskrar þjóðernisvitundar, niður í byggðarlögum Palestínumanna.

En nú hefur lögreglunni beinlínis verið falið að fjarlægja fánann ef til hans sést á almannafæri, og það á þeim grundvelli að palestínski fáninn sé myndmerki hryðjuverkasamtaka, samkvæmt yfirlýsingu þjóðaröryggisráðherrans Ben-Gvir.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
2
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
3
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
4
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
8
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
3
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
4
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
9
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár