Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna

Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.

Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna

Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra í nýrri ríkisstjórn Ísraels, hefur ákveðið að banna notkun palestínska fánans á almannafæri og fela lögreglu að fylgja því banni eftir. Þessi ákvörðun ráðherrans, harðlínumanns yst á hægri kantinum í ísraelskum stjórnmálum, var kynnt í fyrradag.

Þetta fánabann bætist við fleiri aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar Ísraels sem beinst hafa gegn Palestínumönnum núna í upphafi ársins, en aðgerðirnar eru andsvar við því að fulltrúum Palestínuríkis tókst að fá samþykkta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember, sem fól meðal ann­ars í sér að Alþjóða­dóm­stóll­inn í Haag verður feng­inn til að veita ráð­gef­andi álit á lög­mæti her­náms Ísra­els­ríkis á land­svæðum Palest­ínu­manna.

Niðurstaðan lá fyrir á allsherjarþinginu 30. desember, og var nokkuð afgerandi, en 87 ríki samþykktu málið, 26 greiddu atkvæði gegn því, 53 sátu hjá (Ísland þeirra á meðal) og 27 ríki tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Í fyrri atkvæðagreiðslu á vettvangi fjórðu nefndar allsherjarþingsins Sameinuðu þjóðanna í nóvembermánuði var tillagan samþykkt með 98 atkvæðum gegn 17 mótatkvæðum, en 52 ríki sátu hjá.[links]

Það er ljóst að nokkur ríki breyttu afstöðu sinni þegar að lokaatkvæðagreiðslunni kom, en þrátt fyrir það hafa forsvarsmenn Palestínuríkis lýst niðurstöðunni sem diplómatískum sigri.

Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.

Hirða skatttekjur og stöðva byggingaframkvæmdir á Vesturbakkanum

Á heimavelli hefur ný ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús, sem tók við völdum 29. desember, brugðist við niðurstöðunni með refsiaðgerðum á hendur palestínsku heimastjórninni. Síðasta föstudag barst tilkynning frá forsætisráðherranum þar sem sagði að „pólitísku og lögfræðilegu stríði“ Palestínumanna yrði svarað.

Netanjahú hefur boðað að jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna af skatttekjum sem renna áttu til palestínsku heimastjórnarinnar, en Ísraelsríki innheimtir, yrðu teknar og nýttar til þess að greiða miskabætur til fjölskyldna ísraelskra borgara sem fallið hefðu í árásum Palestínumanna.

Frekari áform eru svo uppi um að halda eftir skatttekjum sem innheimtar eru fyrir hönd palestínsku heimastjórnarinnar, auk þess sem ákveðið hefur verið að allar byggingarframkvæmdir Palestínumanna á svokölluðu svæði C á hernumdum Vesturbakkanum verði settar á ís.

Á sama tíma hyggst ný ríkisstjórn, sem hefur verið lýst sem mestu harðlínustjórn Ísraelsríkis í sögunni, beita sér fyrir áframhaldandi aukningu landnemabyggða á Vesturbakkanum, en nú þegar búa hundruð þúsunda Ísraelsmanna í slíkum byggðum í trássi við alþjóðalög.

Ísraelska stjórnin hefur einnig ákveðið að afnema sérstök „VIP“-réttindi sem æðstu ráðamenn palestínsku heimastjórnarinnar hafa notið, sem gerir þeim kleift að ferðast með þægilegri hætti inn og út af hernumdum svæðum Vesturbakkans, auk annarra aðgerða.

Nú hefur þjóðaröryggisráðherrann svo boðað, sem fyrr segir, að lögregla skuli gera palestínska fána upptæka ef þeir sjást á almannafæri. Það hefur ekki verið almenn stefna yfirvalda í Ísrael allt frá árinu 1993, er stjórnvöld í Ísrael hættu að álíta Frelsishreyfingu Palestínumanna (PLO) sem hryðjuverkasamtök í kjölfar þess að samkomulag um Ósló-yfirlýsinguna var undirritað.

Þrátt fyrir það eru ýmis dæmi um að ísraelsk lögregla hafi rifið fánann af fólki, ekki síst í Austur-Jerúsalem, auk þess sem landnemar á Vesturbakkanum hafa stundað það að rífa fánann, helsta tákn palestínskrar þjóðernisvitundar, niður í byggðarlögum Palestínumanna.

En nú hefur lögreglunni beinlínis verið falið að fjarlægja fánann ef til hans sést á almannafæri, og það á þeim grundvelli að palestínski fáninn sé myndmerki hryðjuverkasamtaka, samkvæmt yfirlýsingu þjóðaröryggisráðherrans Ben-Gvir.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu