Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti flutt frá Íslandi til Japans í desember

Hval­ur hf. flutti yf­ir 2.500 tonn af hval­kjöti til Jap­ans í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Kjöt­ið var flutt með skipi. Fyr­ir­tæk­ið stund­aði veið­ar á lang­reyð­um í sum­ar eft­ir tveggja ára hlé. 148 dýr veidd­ust. Nokk­ar kýr voru kelfd­ar er þær voru drepn­ar.

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti flutt frá Íslandi til Japans í desember
Gaumgæfir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutul í langreyði í sumar. Mynd: Hard to Port

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti var flutt frá Íslandi til Japans í síðasta mánuði. Þetta er fyrsti útflutningur á hvalkjöti frá Íslandi frá árinu 2018 er um 1.500 tonn voru flutt til Japans. Eitt fyrirtæki stundar hvalveiðar á Íslandi, Hvalur hf. Síðasta sumar gerði fyrirtækið út tvö skip frá hvalstöðinni í Hvalfirði og voru 148 langreyðar veiddar. Hvalveiðar voru ekki stundaðar þrjú ár þar á undan, þ.e. árin 2019-2021.

Upplýsingarnar um útflutninginn fékk Heimildin hjá íslenskum tollyfirvöldum eftir að hafa leitað til matvælaráðuneytisins sem hafði þær ekki. Ráðuneytið gat þó sagt að hlutverk þess þegar komi að útflutningi hvalkjöts væri að gefa út vottorð um að kjötið væri af þeim hvalategundum sem heimilt er að veiða og veiddar eru samkvæmt tilhlýðilegum reglugerðum. Slíkt vottorð var ekki gefið út árið 2022 en „mun verða gefið út í þessum mánuði“, sagði í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar.

Útflutningur er birtur á vef Hagstofunnar. Þar hafa nú verið birtar upplýsingar um fyrstu 11 mánuði síðasta árs. En það var í þeim tólfta, desember, sem hvalkjötið var flutt út til Japans.

„Samkvæmt birtingaráætlun Hagstofunnar verða upplýsingar um inn- og útflutning í desember 2022 birtar 31. janúar 2023,“ sagði í svari frá sérfræðingi Skattsins, sem tollurinn heyrir nú undir, við fyrirspurn Heimildarinnar. „Áður en til birtingar hagtalna kemur fyrir desember 2022 geta tollyfirvöld staðfest að hvalkjöt var flutt frá landinu í desember 2022. Útflutningurinn fór fram með skipi með skráð viðskiptaland Japan. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um heiti eða skráningu fars. Heildarbrúttóþyngd hvalkjötsins var 2.738.421 kg. og nettóþyngd 2.576.351 kg.“

Hvalur hf. fékk í byrjun júlí 2019 veiðileyfi til fimm ára og hefur því leyfi til veiða á næsta ári. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagðist í samtali við Morgunblaðið í haust ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að halda til veiða næsta sumar. Miðað við aðstæður nú væri það „sjálfsagt mál“. 

RáðherrannSvandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.

En það finnst ekki öllum „sjálfsagt mál“ að halda hvalveiðum áfram. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði snemma á síðasta ári að sýna þyrfti fram á að það væri „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða eftir að þær renna út í ár, þ.e. 2023. Hún sagði að í sögulegu samhengi hafi hvalveiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins og að orðsporsáhættan sem fylgi áframhaldandi veiðum sé talsverð. Engar veiðar á stórhvelum hefðu verið stundaðar í þrjú ár og að einfaldasta og líklegasta skýringin væri kannski sú að viðvarandi tap er af veiðunum.

Blekið var hins vegar vart orðið þurrt á síðum Morgunblaðsins sem birti þessi orð ráðherrans í aðsendri grein en að Kristján Loftsson tilkynnti að hvalveiðiskipin myndu enn á ný halda til veiða sumarið 2022. Sem þau og gerðu.

Kjarninn birti fjölda frétta af veiðunum sem samtökin Hard to Port fylgdust náið með. Nokkur fjöldi dýranna sem dregin voru dauð að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði voru með fleiri en einn sprengiskutul í sér sem þýðir að sá fyrsti hefur geigað, ekki sprungið og dauðastríð dýranna því væntanlega lengst. Í einhverjum tilvikum voru dýrin hæfð í bægsli eða höfuðkúpu, þ.e. bein, og þá springur skutullinn ekki. Í öðrum tilvikum höfðu kelfdar kýr verið drepnar og fóstur þeirra skorin úr þeim í hvalstöðinni.

Fréttir af þessum aðförum urðu til þess að matvælaráðherra setti nýja reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum í byrjun ágúst. Frá þeim tíma var skylt að hafa veiðieftirlitsmenn um borð í veiðiferðum Hvals hf. Þannig á að reyna að tryggja að farið sé að lögum um velferð dýra.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár