Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti flutt frá Íslandi til Japans í desember

Hval­ur hf. flutti yf­ir 2.500 tonn af hval­kjöti til Jap­ans í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Kjöt­ið var flutt með skipi. Fyr­ir­tæk­ið stund­aði veið­ar á lang­reyð­um í sum­ar eft­ir tveggja ára hlé. 148 dýr veidd­ust. Nokk­ar kýr voru kelfd­ar er þær voru drepn­ar.

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti flutt frá Íslandi til Japans í desember
Gaumgæfir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutul í langreyði í sumar. Mynd: Hard to Port

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti var flutt frá Íslandi til Japans í síðasta mánuði. Þetta er fyrsti útflutningur á hvalkjöti frá Íslandi frá árinu 2018 er um 1.500 tonn voru flutt til Japans. Eitt fyrirtæki stundar hvalveiðar á Íslandi, Hvalur hf. Síðasta sumar gerði fyrirtækið út tvö skip frá hvalstöðinni í Hvalfirði og voru 148 langreyðar veiddar. Hvalveiðar voru ekki stundaðar þrjú ár þar á undan, þ.e. árin 2019-2021.

Upplýsingarnar um útflutninginn fékk Heimildin hjá íslenskum tollyfirvöldum eftir að hafa leitað til matvælaráðuneytisins sem hafði þær ekki. Ráðuneytið gat þó sagt að hlutverk þess þegar komi að útflutningi hvalkjöts væri að gefa út vottorð um að kjötið væri af þeim hvalategundum sem heimilt er að veiða og veiddar eru samkvæmt tilhlýðilegum reglugerðum. Slíkt vottorð var ekki gefið út árið 2022 en „mun verða gefið út í þessum mánuði“, sagði í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar.

Útflutningur er birtur á vef Hagstofunnar. Þar hafa nú verið birtar upplýsingar um fyrstu 11 mánuði síðasta árs. En það var í þeim tólfta, desember, sem hvalkjötið var flutt út til Japans.

„Samkvæmt birtingaráætlun Hagstofunnar verða upplýsingar um inn- og útflutning í desember 2022 birtar 31. janúar 2023,“ sagði í svari frá sérfræðingi Skattsins, sem tollurinn heyrir nú undir, við fyrirspurn Heimildarinnar. „Áður en til birtingar hagtalna kemur fyrir desember 2022 geta tollyfirvöld staðfest að hvalkjöt var flutt frá landinu í desember 2022. Útflutningurinn fór fram með skipi með skráð viðskiptaland Japan. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um heiti eða skráningu fars. Heildarbrúttóþyngd hvalkjötsins var 2.738.421 kg. og nettóþyngd 2.576.351 kg.“

Hvalur hf. fékk í byrjun júlí 2019 veiðileyfi til fimm ára og hefur því leyfi til veiða á næsta ári. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagðist í samtali við Morgunblaðið í haust ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að halda til veiða næsta sumar. Miðað við aðstæður nú væri það „sjálfsagt mál“. 

RáðherrannSvandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.

En það finnst ekki öllum „sjálfsagt mál“ að halda hvalveiðum áfram. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði snemma á síðasta ári að sýna þyrfti fram á að það væri „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða eftir að þær renna út í ár, þ.e. 2023. Hún sagði að í sögulegu samhengi hafi hvalveiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins og að orðsporsáhættan sem fylgi áframhaldandi veiðum sé talsverð. Engar veiðar á stórhvelum hefðu verið stundaðar í þrjú ár og að einfaldasta og líklegasta skýringin væri kannski sú að viðvarandi tap er af veiðunum.

Blekið var hins vegar vart orðið þurrt á síðum Morgunblaðsins sem birti þessi orð ráðherrans í aðsendri grein en að Kristján Loftsson tilkynnti að hvalveiðiskipin myndu enn á ný halda til veiða sumarið 2022. Sem þau og gerðu.

Kjarninn birti fjölda frétta af veiðunum sem samtökin Hard to Port fylgdust náið með. Nokkur fjöldi dýranna sem dregin voru dauð að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði voru með fleiri en einn sprengiskutul í sér sem þýðir að sá fyrsti hefur geigað, ekki sprungið og dauðastríð dýranna því væntanlega lengst. Í einhverjum tilvikum voru dýrin hæfð í bægsli eða höfuðkúpu, þ.e. bein, og þá springur skutullinn ekki. Í öðrum tilvikum höfðu kelfdar kýr verið drepnar og fóstur þeirra skorin úr þeim í hvalstöðinni.

Fréttir af þessum aðförum urðu til þess að matvælaráðherra setti nýja reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum í byrjun ágúst. Frá þeim tíma var skylt að hafa veiðieftirlitsmenn um borð í veiðiferðum Hvals hf. Þannig á að reyna að tryggja að farið sé að lögum um velferð dýra.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár