„Ég er svo þakklátur Guði fyrir að hafa kynnt mig fyrir svona dásamlegu fólki sem hefur hjálpað okkur svo mikið.“
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
Úkraínsku flóttamennirnir Volodymyr Cherniavskyi og kona hans, Snizhana Prozhoha, búa ásamt tveimur dætrum sínum í íbúð á efstu hæðinni í blokk leigufélagsins Ölmu í Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fjölskyldan flutti til Íslands í mars í fyrra eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev landleiðina til borgarinnar Lviv í vesturhluta landsins og komu sér þaðan yfir til Póllands og svo til Íslands. Ljósmyndari Heimildarinnar fékk að fylgjast með þeim í leik og starfi í nokkur skipti í byrjun janúar og kynnast lífi þeirra á Íslandi.
Athugasemdir