Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ekki farsæl lausn að vindorkuverkefni fari framhjá rammaáætlun

Að auð­velda upp­bygg­ingu vindorku um­fram aðra orku­kosti er til þess fall­ið að „ala á sundr­ung og and­stöðu” í sam­fé­lag­inu, að mati Orku­stofn­un­ar. Afla þurfi frek­ari orku til orku­skipta en í nú­ver­andi lagaum­hverfi, bend­ir stofn­un­in á, er hins veg­ar ekk­ert sem kem­ur í veg fyr­ir að orka úr nýj­um virkj­un­um sé seld í eitt­hvað allt ann­að. Það gæti hrein­lega auk­ið los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Ekki farsæl lausn að vindorkuverkefni fari framhjá rammaáætlun
Vindorkuver í bígerð umhverfis landið Um 40 vindorkuver eru á teikniborðinu víðsvegar um landið. Langflest verkefnin eru á vegum einkaaðila. Mörg þeirra hafa verið send til umfjöllunar í rammaáætlun, önnur eru komin af stað í umhverfismat en örfá eru komin inn á skipulag viðkomandi sveitarfélaga.

Það er „í besta falli óábyrgt, jafnvel villandi“ að tala um að flýta þurfi virkjunarframkvæmdum í þágu orkuskipta, nema raunverulega sé tryggt að orkan sé frátekin í það verkefni. Tilraunir til að skapa auðveldari farveg fyrir ákveðna orkutækni umfram aðrar eru til þess fallnar að ala á „sundrung og andstöðu“ og þar með minnka sátt í samfélaginu um vindorkunýtingu. Slíkt er á skjön við markmið stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að ná sem breiðastri sátt um slík verkefni. 

Þetta kemur fram í sjónarmiðum Orkustofnunar um verkefni starfshóps um vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Hópnum, sem tók til starfa um miðjan júlí og á að skila tillögum sínum eftir tvær vikur, er m.a. falið að skoða hvort vindorkukostir eigi áfram að heyra undir lög um rammaáætlun eða hvort setja eigi sérlög um þá „með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku“, líkt og stendur í stjórnarsáttmála …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár