Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ekki farsæl lausn að vindorkuverkefni fari framhjá rammaáætlun

Að auð­velda upp­bygg­ingu vindorku um­fram aðra orku­kosti er til þess fall­ið að „ala á sundr­ung og and­stöðu” í sam­fé­lag­inu, að mati Orku­stofn­un­ar. Afla þurfi frek­ari orku til orku­skipta en í nú­ver­andi lagaum­hverfi, bend­ir stofn­un­in á, er hins veg­ar ekk­ert sem kem­ur í veg fyr­ir að orka úr nýj­um virkj­un­um sé seld í eitt­hvað allt ann­að. Það gæti hrein­lega auk­ið los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Ekki farsæl lausn að vindorkuverkefni fari framhjá rammaáætlun
Vindorkuver í bígerð umhverfis landið Um 40 vindorkuver eru á teikniborðinu víðsvegar um landið. Langflest verkefnin eru á vegum einkaaðila. Mörg þeirra hafa verið send til umfjöllunar í rammaáætlun, önnur eru komin af stað í umhverfismat en örfá eru komin inn á skipulag viðkomandi sveitarfélaga.

Það er „í besta falli óábyrgt, jafnvel villandi“ að tala um að flýta þurfi virkjunarframkvæmdum í þágu orkuskipta, nema raunverulega sé tryggt að orkan sé frátekin í það verkefni. Tilraunir til að skapa auðveldari farveg fyrir ákveðna orkutækni umfram aðrar eru til þess fallnar að ala á „sundrung og andstöðu“ og þar með minnka sátt í samfélaginu um vindorkunýtingu. Slíkt er á skjön við markmið stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að ná sem breiðastri sátt um slík verkefni. 

Þetta kemur fram í sjónarmiðum Orkustofnunar um verkefni starfshóps um vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Hópnum, sem tók til starfa um miðjan júlí og á að skila tillögum sínum eftir tvær vikur, er m.a. falið að skoða hvort vindorkukostir eigi áfram að heyra undir lög um rammaáætlun eða hvort setja eigi sérlög um þá „með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku“, líkt og stendur í stjórnarsáttmála …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár