Það er „í besta falli óábyrgt, jafnvel villandi“ að tala um að flýta þurfi virkjunarframkvæmdum í þágu orkuskipta, nema raunverulega sé tryggt að orkan sé frátekin í það verkefni. Tilraunir til að skapa auðveldari farveg fyrir ákveðna orkutækni umfram aðrar eru til þess fallnar að ala á „sundrung og andstöðu“ og þar með minnka sátt í samfélaginu um vindorkunýtingu. Slíkt er á skjön við markmið stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að ná sem breiðastri sátt um slík verkefni.
Þetta kemur fram í sjónarmiðum Orkustofnunar um verkefni starfshóps um vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Hópnum, sem tók til starfa um miðjan júlí og á að skila tillögum sínum eftir tvær vikur, er m.a. falið að skoða hvort vindorkukostir eigi áfram að heyra undir lög um rammaáætlun eða hvort setja eigi sérlög um þá „með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku“, líkt og stendur í stjórnarsáttmála …
Athugasemdir