Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tími á aðgerðir við hömluleysinu

Henry Al­ex­and­er Henrys­son, doktor í heim­speki, svar­ar því hvað við sjá­um á mynd­um frá Vest­manna­eyj­um þar sem Edda Falak var gerð að svartri tröllskessu. Hann seg­ir ekki þurfa fræð­in til að sjá virð­ing­ar­leys­ið í því að skrum­skæla per­sónu með ýkt­um stað­alí­mynd­um og upp­nefna um leið.

Tími á aðgerðir við hömluleysinu

Fyrstu viðbrögðin við þessu efni eru þau að það krefjist mögulega hvorki viðsmikilla né fræðilegra vangaveltna að svara spurningunni hvort það sé virðingarleysi að skrumskæla persónu með ýktum staðalímyndum og uppnefna um leið. 

Örlítið áhugaverðari spurning er um ábyrgð í slíkum aðstæðum. Er mögulegt að líta svo á að ungt fólk hafi mögulega ekki þá dómgreind að gera sér grein fyrir hvað þau eru að gera og hvort ábyrgðin færist siðferðilega þá yfir á umsjónarfólk og ábyrgðaraðila? 

Þá er líka hægt að velta því fyrir sér hvort það sé alltaf rangt og í öllum aðstæðum að gerast sekur um virðingarleysi af þessu tagi. Mér kemur til dæmis til hugar skopmyndateiknarar og uppistandarar sem verða að hafa rými til að láta reyna á viðmið samfélagsins og spyrja gagnrýninna spurninga hverjir eiga virðingu skilið fyrir skoðanir sínar. 

Langsamlega áhugaverðasta spurningin, að mínu viti, snýr hins vegar að hvort dómgreindarleysi í samskiptum sé að fara út af sporinu í samtímanum og hvað sé frábrugðið því sem við þekkjum frá fyrri tíð. Þrátt fyrir að margt hafi áður verið að í samskiptum fólks, virðist augljóst að nýir samskiptamátar hafi haft gríðarleg áhrif á það hvernig við ávörpum eða tölum við annað fólk. Bæði hafa möguleikar á nafnleynd aukist og svo hefur fólk síður samskipti auglitis til auglitis. Hvoru tveggja hefur ýtt undir ýktari og meira særandi samskipti – og því miður enda þau oft í því sem ekki er hægt að kalla annað en hatursorðræðu.  

„Um leið örvæntir maður um framtíðina og spyr sig hvort ekki sé mögulegt að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessu hömluleysi“

Allt þetta skilar sér svo til yngri kynslóða, sem finna þá hjá sér enga þörf til að þroska dómgreind sína hvað varðar tjáningu og framkomu. Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég finn stundum til með ungu fólki þegar maður sér dæmi um fáránlegt rugl frá því. Stundum veit það ekki betur og er einungis að herma eftir því sem fyrir því er haft. En um leið örvæntir maður um framtíðina og spyr sig hvort ekki sé mögulegt að grípa til einhvers konar aðgerða til að stemma stigu við þessu hömluleysi. 

Varðandi þetta tiltekna mál um Eddu Falak þá kemur þar fram svo margt af því sem verið er að ræða í samtímanum og maður hefur áður lýst áhyggjum yfir. Afsökunarbeiðnir eru góðra gjalda verðar ef þær eru settar fram á réttan máta og í einlægni – og ekki einungis um síðir þegar þrætur og útúrsnúningur virðast ekki ætla að virka. En mér finnst svolítið vanta upp á að við reynum almennt að koma okkur hjá því að þurfa að biðjast afsökunar. Það að sýna ábyrgð snýst ekki einungis um að axla hana þegar hlutir enda í skrúfunni, heldur einnig að sýna ábyrgð í því að hugsa mál til enda og sjá fyrir sér hvort það sem sett er fram standist nánari skoðun. Og kalt ljós baksýnisspegilsins.  

Ég heyrði í frábæru erindi franskrar konu sem er búsett á Íslandi hugtakið „skipulagt ábyrgðarleysi“ um íslenska stjórnsýslu. Það mætti kannski varpa því hugtaki á fleiri svið – ekki síst þá orðræðu sem þrífst í samtímanum í almannarýminu. 

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    "Skipulag ábyrgðarleysi" þetta er gott og lýsandi hugtak og er afskaplega viðeigandi víða í dag.
    1
    • SIB
      Sigurður I Björnsson skrifaði
      Þarna átti að standa "skipulagt ábyrgðarleysi" afsakið insláttarvilluna.
      0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Er mögulegt að líta svo á að ungt fólk hafi mögulega ekki þá dómgreind að gera sér grein fyrir hvað þau eru að gera og hvort ábyrgðin færist siðferðilega þá yfir á umsjónarfólk og ábyrgðaraðila ? "

    Getur verið að ,,menningin í Vestmannaeyjum" sé bara á þessum stað ?
    Börnin gera bara það sem fyrir þeim er haft.
    8
    • Sigga Svanborgar skrifaði
      þetta er alstaðar svona enn kannski verst í vestmannaeyjum......Ísland er stór eyja með vondar samgöngur ....og vestmannaeyjar eyja ....sem sagt eyja út fyrir eyjuna........einangrunin er mikil þrátt fyrir daglegar samgöngur, fólk fer ekki upp á land nema að það þurfi þess...vestmannaeyjar er í dag eins og þegar ísland var að komast út úr einangruninni ....uppúr og eftir 1970....
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
9
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár