Unglingarnir vildu ekki fara til Tene um jólin. „Þá er einmitt svo gaman á Íslandi.“ Þetta var viss léttir fyrir mann á listamannalaunum. Kaldasti desember frá því 1918 var töfrum líkastur og janúar er á sömu leið. Ofnarnir í íbúðinni ráða varla við frostið, konan er komin í skíðaskáladressið og maður sefur dúðaður undir sæng og ullarteppi, alsæll, það er svo mikil stemning í þessu. Úti gapir tunglið lon og don og útskýrir lognið á sjónum, morguntúrarnir með hundinum eru brakandi fagrir og í vinnustofunni gengur hitablásarinn allan daginn.
Vér menningarverkamenn fögnum nýju ári eins og aðrir og lítum yfir farinn veg, gefum okkur klukkustund til þess, því í okkar bransa er auðvitað aldrei frí, við erum jú mestu vinnuhestar þessa lands, eins og unnendur listamannalauna vita hvað best.
Bókajólin
Einhverjir töluðu um tíðindi í jólabókaflóðinu, að orðið hefðu kynslóðaskipti. Veit ekki alveg með það, en Arnaldur vék nú samt …
Athugasemdir (1)