999. spurningaþraut: Og á morgun birtist þúsundasta þrautin, ef guð lofar

999. spurningaþraut: Og á morgun birtist þúsundasta þrautin, ef guð lofar

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  Donbass heitir svæði sem er innan landamæra ... hvaða ríkis?

2.  Ingi Björn Albertsson var á sínum tíma fyrst og fremst kunnur sem iðkandi hvaða íþróttar?

3.  En hann sat líka á þingi 1987-1995 fyrir þrjá flokka. Nefnið tvo þeirra til að fá stig. Ef þið hafið alla þrjá hárrétta skuluði sæma ykkur lárviðarstigi.

4.  Enid Blyton var rithöfundur. Hvers konar bækur skrifaði hún?

5.  Í hvaða heimsálfu er Zambezi fljótið?

6.  Hver skrifaði bókina um Gargantúa og Pantagrúel?

7.  Hvaða þjóð vann bronsið á HM í fótbolta karla í desember síðastliðnum?

8.  Hvað heitir langfrægasti og besti fótboltakarl þeirrar þjóðar síðastliðinn áratug?

9.  Eftir þrjá daga lýkur að kínversku tímabili ári tiltekins rándýrs af stærra taginu. Frá seinni hluta 2022 hefur sem sé verið í Kína ár ... hvaða dýrs?

10.  Dýrið sem nú tekur við í kínverska tímatalinu er talið heldur meinlausara en það sem nú er að kveðja. Vinalegt dýr, en reyndar finnst sumum það hálfgert meindýr, þótt sú sé ekki raunin á Íslandi - ennþá. Eftir þrjá daga tekur við í Kína ár ... hvað dýrs?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úkraínu.

2.  Fótbolta.

3.  Ingi Björn sat á þingi fyrir Borgaraflokkinn, Frjálslynda hægri flokkinn („hægri“ verður að vera með) og loks Sjálfstæðisflokkinn.

4.  Barnabækur.

5.  Afríku.

6.  Rabelais.

7.  Króatía.

8.  Modric.

9.  Tígrisdýrs.

10.  Kanínu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er eitt af Apollo-tunglförum Bandaríkjanna. „Geimfar“ dugar ekki.

Á neðri myndinni er Thomas Markle, en eftirnafn hans dugar. Hér að neðan má sjá hann á á sömu mynd, ásamt dóttur sinni Meghan.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár