Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

999. spurningaþraut: Og á morgun birtist þúsundasta þrautin, ef guð lofar

999. spurningaþraut: Og á morgun birtist þúsundasta þrautin, ef guð lofar

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  Donbass heitir svæði sem er innan landamæra ... hvaða ríkis?

2.  Ingi Björn Albertsson var á sínum tíma fyrst og fremst kunnur sem iðkandi hvaða íþróttar?

3.  En hann sat líka á þingi 1987-1995 fyrir þrjá flokka. Nefnið tvo þeirra til að fá stig. Ef þið hafið alla þrjá hárrétta skuluði sæma ykkur lárviðarstigi.

4.  Enid Blyton var rithöfundur. Hvers konar bækur skrifaði hún?

5.  Í hvaða heimsálfu er Zambezi fljótið?

6.  Hver skrifaði bókina um Gargantúa og Pantagrúel?

7.  Hvaða þjóð vann bronsið á HM í fótbolta karla í desember síðastliðnum?

8.  Hvað heitir langfrægasti og besti fótboltakarl þeirrar þjóðar síðastliðinn áratug?

9.  Eftir þrjá daga lýkur að kínversku tímabili ári tiltekins rándýrs af stærra taginu. Frá seinni hluta 2022 hefur sem sé verið í Kína ár ... hvaða dýrs?

10.  Dýrið sem nú tekur við í kínverska tímatalinu er talið heldur meinlausara en það sem nú er að kveðja. Vinalegt dýr, en reyndar finnst sumum það hálfgert meindýr, þótt sú sé ekki raunin á Íslandi - ennþá. Eftir þrjá daga tekur við í Kína ár ... hvað dýrs?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úkraínu.

2.  Fótbolta.

3.  Ingi Björn sat á þingi fyrir Borgaraflokkinn, Frjálslynda hægri flokkinn („hægri“ verður að vera með) og loks Sjálfstæðisflokkinn.

4.  Barnabækur.

5.  Afríku.

6.  Rabelais.

7.  Króatía.

8.  Modric.

9.  Tígrisdýrs.

10.  Kanínu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er eitt af Apollo-tunglförum Bandaríkjanna. „Geimfar“ dugar ekki.

Á neðri myndinni er Thomas Markle, en eftirnafn hans dugar. Hér að neðan má sjá hann á á sömu mynd, ásamt dóttur sinni Meghan.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár