Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

993. spurningaþraut: Lang þéttbýlasta ríki heimsins?

993. spurningaþraut: Lang þéttbýlasta ríki heimsins?

Aukaspurningar:

Hvaða filmstjarna prýðir myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Oft er sagt að Tim Berners-Lee hafi „fundið upp“ ákveðið fyrirbæri. Málið er reyndar miklu flóknara en svo því margir fleiri koma við sögu. En Berners-Lee kom altént mjög við sögu á þróun hvaða fyrirbæris?

2.  Sumir segja að Rússar vinni alltaf öll stríð sín að lokum. Það er þó fjarri sanni. Á árunum 1904-1905 háði Rússland til dæmis stríð við ákveðið land og koltapaði. Hvaða land var þetta?

3.  Í hvaða landi eru Múmínálfarnir upprunnir?

4.  Hvað heitir forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins?

5.  Hverjir halda jamborí?

6.  Hvað heitir höfuðborg New York-ríkis í Bandaríkjunum?

7.  Jóhannes Þór Skúlason er talsmaður hvers eða hverra?

8.  Hvað er lang þéttbýlasta sjálfstæða ríki heims?

9.  Hver er nýjasti konungborni þjóðhöfðingi heimsins?

10.  Nöfn á nær öllum fjölmennustu þéttbýlisstöðum á Íslandi eru samsett úr heitum á tveimur náttúrufyrirbærum og/eða dýrum merkurinnar, svo sem reykja- og -vík. En hver er fjölmennasti staðurinn þar sem slík náttúrufyrirbæri er aðeins annar af tveim nafnliðum?

***

Seinni aukaspurning:

Fáni hvaða ríkis er þetta? Geta má þess — ykkur til aðstoðar — að ákveðin tengsl (vissulega lítilfjörleg) eru milli aukaspurninganna tveggja.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Internetinu. Hann þróaði veraldarvefinn, sem er nú afar mikilvægur hluti netsins.

2.  Japan.

3.  Í Finnlandi.

4.  Ursula von der Leyen. 

5.  Skátar.

6.  Albany.

7.  Ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustufyrirtækja.

8.  Mónakó.

9.  Karl þriðji. Númerið verður að vera rétt.

10.  Vestmannaeyjar. Hér leyfi ég mér að telja „vestmenn“ ekki til náttúrufyrirbæra né dýra!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Catherine Zeta-Jones.

Á neðri myndinni er fáni Zimbabwe.

Tengslin eru náttúrlega zetan ...

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björn Gunnlaugsson skrifaði
    En Patreksfjörður? Er patrek náttúrufyrirbrigði?
    1
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    En hvað með Njarðvík? Er hún ekki orðin fjölmennari? Varla myndi sjávarguðinn Njörður teljast til náttúrufyrirbrigða eða dýrategunda.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár