Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

993. spurningaþraut: Lang þéttbýlasta ríki heimsins?

993. spurningaþraut: Lang þéttbýlasta ríki heimsins?

Aukaspurningar:

Hvaða filmstjarna prýðir myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Oft er sagt að Tim Berners-Lee hafi „fundið upp“ ákveðið fyrirbæri. Málið er reyndar miklu flóknara en svo því margir fleiri koma við sögu. En Berners-Lee kom altént mjög við sögu á þróun hvaða fyrirbæris?

2.  Sumir segja að Rússar vinni alltaf öll stríð sín að lokum. Það er þó fjarri sanni. Á árunum 1904-1905 háði Rússland til dæmis stríð við ákveðið land og koltapaði. Hvaða land var þetta?

3.  Í hvaða landi eru Múmínálfarnir upprunnir?

4.  Hvað heitir forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins?

5.  Hverjir halda jamborí?

6.  Hvað heitir höfuðborg New York-ríkis í Bandaríkjunum?

7.  Jóhannes Þór Skúlason er talsmaður hvers eða hverra?

8.  Hvað er lang þéttbýlasta sjálfstæða ríki heims?

9.  Hver er nýjasti konungborni þjóðhöfðingi heimsins?

10.  Nöfn á nær öllum fjölmennustu þéttbýlisstöðum á Íslandi eru samsett úr heitum á tveimur náttúrufyrirbærum og/eða dýrum merkurinnar, svo sem reykja- og -vík. En hver er fjölmennasti staðurinn þar sem slík náttúrufyrirbæri er aðeins annar af tveim nafnliðum?

***

Seinni aukaspurning:

Fáni hvaða ríkis er þetta? Geta má þess — ykkur til aðstoðar — að ákveðin tengsl (vissulega lítilfjörleg) eru milli aukaspurninganna tveggja.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Internetinu. Hann þróaði veraldarvefinn, sem er nú afar mikilvægur hluti netsins.

2.  Japan.

3.  Í Finnlandi.

4.  Ursula von der Leyen. 

5.  Skátar.

6.  Albany.

7.  Ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustufyrirtækja.

8.  Mónakó.

9.  Karl þriðji. Númerið verður að vera rétt.

10.  Vestmannaeyjar. Hér leyfi ég mér að telja „vestmenn“ ekki til náttúrufyrirbæra né dýra!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Catherine Zeta-Jones.

Á neðri myndinni er fáni Zimbabwe.

Tengslin eru náttúrlega zetan ...

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björn Gunnlaugsson skrifaði
    En Patreksfjörður? Er patrek náttúrufyrirbrigði?
    1
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    En hvað með Njarðvík? Er hún ekki orðin fjölmennari? Varla myndi sjávarguðinn Njörður teljast til náttúrufyrirbrigða eða dýrategunda.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár