Það versta við jólabókaflóðið eru þessi fjárans jól sem þvælast fyrir. Ég hef varla nokkurn tíma til að lesa allar þessar góðu bækur því ég er á endalausum þvælingi við að redda einhverjum gjöfum og mæta í einhver jólaboð þar sem ég þarf að spjalla. Það er svo leiðinlegt að spjalla. Nema þegar ég hitti einhvern sem nennir að kjafta um bækur. Mér heyrist flestir sem ég hitti vera svo spenntir fyrir skáldsögunni Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson. Hún er líka með þeim tilraunakenndari í ár.
Það er líka alveg hægt að sameina bókaáhuga og gjafakaup í bókabúðum. Ofarlega á Hverfisgötunni er bókabúðin Salka og það er mjög gaman að kíkja þangað. Á miðvikudagskvöldum hafa þau verið með alls konar bókakynningar og barnahornið er svo sætt og skemmtilegt. Það er líka hægt að fá sér í glas í búðinni. Ég er ekkert endilega að hvetja fólk til að hrynja í það …
Athugasemdir