Bókin Langskot í lífsháska segir frá tvemur körfuboltakrökkum, Lóu og Berki, vinum þeirra og ævintýrunum sem þau lenda í. Þetta er önnur bókin sem Kjartan Atli skrifar um Lóu og Börk en nú hefur hann fengið Braga Pál Sigurðarson í lið með sér.
Kjartan er fyrverandi körfuboltamaður sem hefur tekið þrjá titla og skrifað mikið um körfubolta. Bragi Páll hefur minna spilað körfubolta, en er flottur rithöfundur. Oft eru bækur eða myndir númer 2 verri en númer 1, en það er ekki þannig hér. Þessi saga byrjar á Íslandi þar sem krakkarnir lenda í ævintýrum og vandræðum. Svo færist hún yfir til Bandaríkjanna þar sem þau lenda í enn meiri ævintýrum og vandræðum.
Þessi bók er geggjuð, hún er spennandi, fyndin og skemmtileg. Ég hef ekki alltaf gaman af því að lesa bækur en mér fannst sérstaklega gaman að lesa þessa bók og flott að segja söguna í gegnum dagbækur …
Athugasemdir