Ég lýsti því hér í blaðinu fyrir mánuði hvernig mörg fegurstu kvæði gömlu skáldanna, Jónasar Hallgrímssonar og þeirra, voru ástarkvæði til ættjarðarinnar.
Að elska sitt land
Ég sagði þar um 19. öldina: „Skáldin elskuðu landið og ortu til þess eldheitar ástarjátningar. Yrkisefnið lá í aldarandanum. Ísland var af veikum mætti að reyna að brjóta sér leið til sjálfsbjargar og sjálfstæðis og þá reið á að efla ást landsfólksins á ættjörðinni og öllu sem er íslenzkt. Ættjarðarkvæðin voru öðrum þræði tæki í stjórnmálabaráttu upp á líf og dauða.“
Einar Ólafur Sveinsson
Yngri skáldin, sem stóðu á öxlum Jónasar Hallgrímssonar, fóru eins að. Eitt þessara skálda var Einar Ólafur Sveinsson, prófessor í norrænum bókmenntum í Háskóla Íslands. Hann birti ljóð sín í stúdentablöðum í æsku og aftur í ljóðabókinni EÓS. Ljóð (1968), þá kominn undir sjötugt. Þar birtist „Er sem allt íslenzkt ...“ í nýrri gerð en kvæðið hafði áður birzt í …
Athugasemdir