Stjórn Samtaka atvinnulífsins hittist til skrafs og ráðagerðar í kvöld. Til umræðu er hvort og þá hvernig mæta eigi kröfum stéttarfélaganna sem þess dagana sitja gegnt þeim við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um að kjarabótum verði ekki velt út í verðlag.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtakanna, sagðist funda helst vikulega með stjórninni á meðan kjaraviðræðum stæði; ekki ætti að lesa neitt sérstakt í fundinn sem haldinn var í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist aftur á móti eiga von á því að það skýrist tiltölulega snemma á morgun hvort náist saman um samning.
„Mér sýnist þetta ráðist fljótlega á morgun hvort það verði gerð atlaga að þessu eða ekki,“ segir Ragnar Þór við Stundina.
Er úrslitastundin runnin upp?
„Mér finnst það bara blasa við.“
Verður að verja hækkanirnar
Ragnar Þór gerir ráð fyrir að stjórnarmenn Samtaka atvinnulífsins séu nú að gera upp við sig hvort látið verði reyna …
Athugasemdir