Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hafði samband við Icelandair í október og gerði athugasemdir við sölu fyrirtækisins á kolefnisjöfnun til viðskiptavina sinna. Það var áður en fulltrúi Icelandair svaraði fyrirspurn Stundarinnar um að engar athugasemdir hafi verið gerðar við þessa sölu.
Í ítarlegri fyrirspurn Stefáns spyr hann af hverju ekki sé gerð grein fyrir því að kolefnisjöfnunin svokallaða taki meira en fimmtíu ár.
Efast ekki um bindingu heldur framsetningu
Í erindinu, sem Stundin hefur séð, tekur Stefán skýrt fram að hann efist ekki um gagnsemi skógræktar til kolefnisbindingar og að vel geti staðist að hvert gróðursett tré hjá Kolviði bindi 100 kílógrömm kolefnisígilda, sem er mælieiningin sem notuð er vegna losunar.
„Ég geri hins vegar alvarlega athugasemd við að talað sé um „kolefnisjöfnun“ í þessu sambandi,“ segir í …
Athugasemdir