Í bókinni Elspa – saga konu, ritar Guðrún Frímannsdóttir félagsráðgjafi harmræna ævisögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen. Bókin er gefin út af Sögum útgáfu.
Elspa ólst upp á Akureyri ásamt stórum systkinahópi, þar sem fátækt og alkóhólismi setja svip sinn á uppeldið. Hún lýsir hvernig henni var þrælað út í límverksmiðju á barnsaldri, fékk varla að ganga í skóla og þurfti oft að sækja laun sjómannsins föður síns fyrirfram, svo hann drykki þau ekki út í landi.
Þegar Elspa fullorðnast tekur hún með sér þau verkfæri sem henni voru gefin, hún sækir í óheilbrigð sambandsmynstur og finnur enga ró í heimilislífi. Hún eignast níu börn, sem tvö verða andvana fædd og hin sjö ýmist eru fóstruð, a.m.k. tímabundið, eða ættleidd að fullu. Hún ræður ekki við móðurhlutverkið í því andlega ástandi sem hún er í, og er átakanlegt að fylgjast …
Athugasemdir (2)