María Heimisdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Ástæðan er sú að María telur sig ekki getað borið ábyrgð á rekstri Sjúkratrygginga þar sem stofnunin sé vanfjármögnuð, samkvæmt bréfi sem hún sendi til samstarfsmanna sinna í morgun. Þar segir hún að fjárveitingar til stofnunarinnar hafi lækkað síðan 2018, ef reiknað er á föstu verðlagi.
„Það hefur [...] ekki tekist að styrkja rekstrargrundvöll hennar til að ná ásættanlegum árangri – að við getum rækt lögboðnar skyldur okkar með sóma og boðið samkeppnishæf laun. Við þessar aðstæður treysti ég mér því miður ekki til að bera ábyrgð á okkar mikilvægu verkefnum,“ segir María í bréfinu.
Uppsögnin var til umræðu á stjórnarfundi Sjúkratrygginga á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar, þar sem hún upplýsti stjórnina um að hún hafi sent uppsagnarbréf til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra á miðvikudag. Starfsmönnum barst svo áðurnefnt bréf frá Maríu um uppsögnina í morgun.
„Ég get staðfest …
Athugasemdir (1)