Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.

Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Vildi rannsókn á eigin stofnun Fyrir liggur að María óskaði eftir stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun stuttu eftir að hún tók við starfi forstjóra Sjúkratrygginga. Ekkert hefur orðið af því. Mynd: Sjúkratryggingar Íslands

María Heimisdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Ástæðan er sú að María telur sig ekki getað borið ábyrgð á rekstri Sjúkratrygginga þar sem stofnunin sé vanfjármögnuð, samkvæmt bréfi sem hún sendi til samstarfsmanna sinna í morgun. Þar segir hún að fjárveitingar til stofnunarinnar hafi lækkað síðan 2018, ef reiknað er á föstu verðlagi.  

„Það hefur [...] ekki tekist að styrkja rekstrargrundvöll hennar til að ná ásættanlegum árangri – að við getum rækt lögboðnar skyldur okkar með sóma og boðið samkeppnishæf laun. Við þessar aðstæður treysti ég mér því miður ekki til að bera ábyrgð á okkar mikilvægu verkefnum,“ segir María í bréfinu. 

Uppsögnin var til umræðu á stjórnarfundi Sjúkratrygginga á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar, þar sem hún upplýsti stjórnina um að hún hafi sent uppsagnarbréf til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra á miðvikudag. Starfsmönnum barst svo áðurnefnt bréf frá Maríu um uppsögnina í morgun. 

„Ég get staðfest …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    María er hugrökk, vona að fleiri háttsettir átti sig á hvert stefnir....
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár