Árið 2016 seldi félag í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarmanns í Samherja, félagsmiðstöð og aðstöðu fyrir dagdvöl eldri borgara til Sveitarfélagsins Árborgar fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Sveitarfélagið efndi ekki til útboðs um framkvæmdina, tæplega 1.000 fermetra viðbyggingu við íbúðir og félagsaðstöðu aldraðra á Austurvegi á Selfossi. Þegar kaupsamningurinn var gerður árið 2016 var félagsmiðstöðin óbyggð og var tekið fram í samningnum að verktakafyrirtækið Jáverk ætti að byggja hana. Á þessum tíma var Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta í Árborg.
Þetta fyrirtæki Kristjáns, og Leó Árnasonar viðskiptafélaga hans, heitir Austurbær fasteignafélag. Þetta sama félag er stærsti hluthafinn í nýja miðbænum á Selfossi. Auk félagsmiðstöðvarinnar byggði Austurbær 54 íbúðir fyrir eldri borgara á nærliggjandi lóð og seldi svo á almennum markaði.
Austurbær hagnaðist þannig bæði á því að byggja þjónustumiðstöðina fyrir sveitarfélagið sem og að geta tengt þá byggingu íbúðunum sem Austurbær seldi …
Athugasemdir (3)