Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Meirihluti íslenskra fýla með plast í maganum

Um 70% af öll­um fýl­um við strend­ur lands­ins reynd­ust með plast í maga og melt­ing­ar­vegi.

Meirihluti íslenskra fýla með plast í maganum
Plastmengun í höfunum alvarlegt vandamál Ríflega tveir af hverjum þremur fýlum við Íslandsstrendur reyndust með töluvert magn af plasti í maga og meltingarvegi.

Niðurstöður fimm ára rannsóknar Náttúrustofnun Norðausturlands sýna að plast finnst í maga og meltingarfærum 69 prósent allra fýla við Íslandsstrendur. Að meðaltali finast um 5,2 grömm af plasti í hverjum fýl.

Árið 2002 var hafist handa við að fylgjast með plastögnum í fýlum í Norðursjó. Byggðist verkefnið á hollenskri fyrirmynd sem upphafleg hófst árið 1982. Eingöngu eru skoðaðir fýlar sem fundist hafa dauðir á ströndum eða í veiðarfærum fiskibáta. Fyrsti íslenski fýllinn sem gerðar voru mælingar á til að kanna plastinnihald í maga hans var krufinn árið 2018. Síðan þá hafa alls 150 fýlar verið krufðir.

Einn fýll með 71 plastbút 

Í rannsókn Náttúrustofnunar Norðausturlands í ár fannst einn fýll sem var með 71 plastbút í maga og í meltingarfærum. Niðurstöðu rannsóknarinnar sýna að mun meira magn af plasti finnst í ókynþroska fuglum. Meginástæðan fyrir því er sú að varpfuglar losa sig við plastið úr maganum þegar þeir eru að gefa ungum að borða á varptíma, með því að æla fæðu í munn unga flytur foreldrið plastið úr maga sér yfir í ungan. Þar sem fýllinn byrjar ekki að verpa fyrr en um tíu ára gamall getur mikið magn af plasti safnast upp í maga hans.

Mikið magn af plasti Í einum af þeim fýlum sem fannst við strendur Íslands og var rannsakaður, fundust 71 plastbútar.

Fýllinn fullkominn til rannsókna

Ein megin ástæðan fyrir því að fýllinn er valinn umfram aðrar fuglategundir er sú að hann aflar sér eingöngu fæði á hafi og má því gera ráð fyrir því að allt það plast sem finnst í honum sé plast sem komi úr hafinu. Þá aflar hann sér að mestu fæði á yfirborði hafs og hann ælir ekki ómeltanlegum fæðuleifum, eins og margar aðrar fuglategundir gera. Fýllinn er þó þekktur fyrir að æla sér til varnar, en þá aðallega á varptíma. Það þýðir að frá hausti fram á vor safnast plast saman í maganum á honum. 

Langflestir fýlar með plast í sérUm 69% af fýlum við strendur landsins eru með plast í sér.

Örplast í hafi er vandamál

Plastmengun í sjó er alþjóðlegt vandamál sem hefur gríðarleg áhrif á allt líf í höfum heimsins. Örplast er stærsta vandamálið þar sem það fer beint í fæðukeðjuna. Samkvæmt rannsókn World Wildlife Foundation borðar hver einstaklingur í heiminum að meðaltali jafn mikið plast á viku og er í kreditkorti. Langstærstur hluti þess plasts sem maðurinn borðar kemur úr sjávarafurðum. Samkvæmt rannsókn Anne de Vries, nema í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, kom í ljós að 20,5 prósent af öllum veiddum þorski á Íslandi innihélt plastagnir og 17,4 prósent af öllum ufsa innihélt plastagnir.

Kjósa
-2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár