Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Meirihluti íslenskra fýla með plast í maganum

Um 70% af öll­um fýl­um við strend­ur lands­ins reynd­ust með plast í maga og melt­ing­ar­vegi.

Meirihluti íslenskra fýla með plast í maganum
Plastmengun í höfunum alvarlegt vandamál Ríflega tveir af hverjum þremur fýlum við Íslandsstrendur reyndust með töluvert magn af plasti í maga og meltingarvegi.

Niðurstöður fimm ára rannsóknar Náttúrustofnun Norðausturlands sýna að plast finnst í maga og meltingarfærum 69 prósent allra fýla við Íslandsstrendur. Að meðaltali finast um 5,2 grömm af plasti í hverjum fýl.

Árið 2002 var hafist handa við að fylgjast með plastögnum í fýlum í Norðursjó. Byggðist verkefnið á hollenskri fyrirmynd sem upphafleg hófst árið 1982. Eingöngu eru skoðaðir fýlar sem fundist hafa dauðir á ströndum eða í veiðarfærum fiskibáta. Fyrsti íslenski fýllinn sem gerðar voru mælingar á til að kanna plastinnihald í maga hans var krufinn árið 2018. Síðan þá hafa alls 150 fýlar verið krufðir.

Einn fýll með 71 plastbút 

Í rannsókn Náttúrustofnunar Norðausturlands í ár fannst einn fýll sem var með 71 plastbút í maga og í meltingarfærum. Niðurstöðu rannsóknarinnar sýna að mun meira magn af plasti finnst í ókynþroska fuglum. Meginástæðan fyrir því er sú að varpfuglar losa sig við plastið úr maganum þegar þeir eru að gefa ungum að borða á varptíma, með því að æla fæðu í munn unga flytur foreldrið plastið úr maga sér yfir í ungan. Þar sem fýllinn byrjar ekki að verpa fyrr en um tíu ára gamall getur mikið magn af plasti safnast upp í maga hans.

Mikið magn af plasti Í einum af þeim fýlum sem fannst við strendur Íslands og var rannsakaður, fundust 71 plastbútar.

Fýllinn fullkominn til rannsókna

Ein megin ástæðan fyrir því að fýllinn er valinn umfram aðrar fuglategundir er sú að hann aflar sér eingöngu fæði á hafi og má því gera ráð fyrir því að allt það plast sem finnst í honum sé plast sem komi úr hafinu. Þá aflar hann sér að mestu fæði á yfirborði hafs og hann ælir ekki ómeltanlegum fæðuleifum, eins og margar aðrar fuglategundir gera. Fýllinn er þó þekktur fyrir að æla sér til varnar, en þá aðallega á varptíma. Það þýðir að frá hausti fram á vor safnast plast saman í maganum á honum. 

Langflestir fýlar með plast í sérUm 69% af fýlum við strendur landsins eru með plast í sér.

Örplast í hafi er vandamál

Plastmengun í sjó er alþjóðlegt vandamál sem hefur gríðarleg áhrif á allt líf í höfum heimsins. Örplast er stærsta vandamálið þar sem það fer beint í fæðukeðjuna. Samkvæmt rannsókn World Wildlife Foundation borðar hver einstaklingur í heiminum að meðaltali jafn mikið plast á viku og er í kreditkorti. Langstærstur hluti þess plasts sem maðurinn borðar kemur úr sjávarafurðum. Samkvæmt rannsókn Anne de Vries, nema í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, kom í ljós að 20,5 prósent af öllum veiddum þorski á Íslandi innihélt plastagnir og 17,4 prósent af öllum ufsa innihélt plastagnir.

Kjósa
-2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár