Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur um margra mánaða skeið rukkað handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða þegar það leggur í bílastæðahúsum. Samkvæmt umferðarlögum er fólki með slík kort heimilt að leggja endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði. Borgarlögmaður lagði fram álit fyrir ellefu mánuðum þar sem sagði að umrædd gjaldtaka Bílastæðasjóðs væri óheimil en engu að síður heldur sjóðurinn áfram að rukka.
Aðgengishópi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) barst árið 2021 kvörtun frá manni sem ósáttur var við að vera rukkaður fyrir að leggja í bílastæðahúsi þrátt fyrir að vera með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða. Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri aðgengishópsins, segir að eftir sem á leið hafi slíkum ábendingum farið fjölgandi en þegar haft hafi verið samband við Bílastæðasjóð hafi forsvarsmenn þar talið sig vera í rétti þegar kæmi að umræddri gjaldtöku. Meðal annars hafi verið fiskuð upp borgarráðssamþykkt frá níunda áratugnum sem Bílastæðasjóður bar fyrir sig sem rök þar um, að því er Stefán segir.
„Handhafa stæðiskorts skv. 1. …
Athugasemdir