Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Borgin hunsar borgarlögmann og brýtur á hreyfihömluðum

Bíla­stæða­sjóð­ur Reykja­vík­ur rukk­ar hand­hafa stæð­iskorta fyr­ir hreyfi­haml­aða fyr­ir að leggja í bíla­stæða­hús­um, þrátt fyr­ir álit borg­ar­lög­manns þar sem kem­ur fram að slík gjald­taka sé óheim­il. Álit borg­ar­lög­manns hef­ur leg­ið fyr­ir í ell­efu mán­uði en eng­inn inn­an borg­ar­kerf­is­ins hef­ur brugð­ist við.

Borgin hunsar borgarlögmann og brýtur á hreyfihömluðum
Rukkað án heimildar Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur um margra mánaða skeið rukkað fólk með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða fyrir að leggja í bílastæðahúsum. Slíkt er óheimilt samkvæmt umferðarlögum og hefur borgarlögmaður skilað áliti sem staðfestir það. Mynd: Thinkstock

Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur um margra mánaða skeið rukkað handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða þegar það leggur í bílastæðahúsum. Samkvæmt umferðarlögum er fólki með slík kort heimilt að leggja endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði. Borgarlögmaður lagði fram álit fyrir ellefu mánuðum þar sem sagði að umrædd gjaldtaka Bílastæðasjóðs væri óheimil en engu að síður heldur sjóðurinn áfram að rukka.

Aðgengishópi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) barst árið 2021 kvörtun frá manni sem ósáttur var við að vera rukkaður fyrir að leggja í bílastæðahúsi þrátt fyrir að vera með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða. Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri aðgengishópsins, segir að eftir sem á leið hafi slíkum ábendingum farið fjölgandi en þegar haft hafi verið samband við Bílastæðasjóð hafi forsvarsmenn þar talið sig vera í rétti þegar kæmi að umræddri gjaldtöku. Meðal annars hafi verið fiskuð upp borgarráðssamþykkt frá níunda áratugnum sem Bílastæðasjóður bar fyrir sig sem rök þar um, að því er Stefán segir.

„Handhafa stæðiskorts skv. 1. …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár