Drengurinn með ljáinn er nýútkomin bók Ævars Þórs Benediktssonar, sem öll börn á Íslandi þekkja sem Ævar vísindamann. Til vitnis um hversu stór breyta Ævar er í barnamenningu vil ég nefna að ég hef unnið mikið með börnum í verkefni þar sem þau fá öllu að ráða. Af og til ræðum við krakkarnir hverja við værum til í að fá á viðburði okkar, mikilvægt fólk sem getur breytt einhverju í samfélaginu, sem þau telja að sé fólkið sem raunverulega skiptir máli á Íslandi. Það bregst ekki að krakkarnir nefna annars vegar forseta Íslands og hins vegar Ævar vísindamann.
Enda eru fáir afkastameiri þegar kemur að barnamenningu – Ævar hefur gefið frá sér þrjár bækur bara á þessu ári, og Drengurinn með ljáinn er hans þrítugasta bók.
Það er auðvitað eitthvað skakkt við að vera fullorðinn bókagagnrýnandi að gagnrýna barnabók. Ég átta mig á að markhópurinn er ekki ég, en ég …
Athugasemdir