Málvísindakonan Alba Jakobsdóttir hefur mörg járn í eldinum. Þegar sagan hefst er hún stödd erlendis á ráðstefnu um fámennistungumál, en hún er einmitt sérfræðingur í þeim. Hún kennir málvísindi í háskólanum og les handrit fyrir tvö útgáfufyrirtæki. Snemma í sögunni ákveður hún að kaupa bústað og land skammt frá Reykjavík og hefja ræktun. Það gerir hún í framhaldi af pælingum um hversu mörg tré hún þurfi að gróðursetja til þess að kolefnisjafna fyrir flugferðirnar sem hún hefur farið síðasta árið.
Alba hefur óbilandi áhuga á orðum, rótum þeirra/sifjum og notkun.
„Það getur komið fyrir, jafnvel í miðju samtali, að ég missi af því sem fólk segir af því að hugurinn er upptekinn við eitthvert orð sem fólk hefur látið falla og áður en ég veit af er ég farin að hugsa um beygingu þess og stofn og orðmyndir sama stofns, það kemur jafnvel fyrir að setningar í samtali raðist upp …
Athugasemdir