Sögulega séð eru þjóðirnar tvær alls ekki jafn samrýndar og ætla mætti. Tékkland var um tíma stórveldi á miðöldum en varð síðan eitt af kjarnalendum hins heilaga þýska keisaradæmis. Slóvakía var hins vegar í þúsund ár hluti af Ungverjalandi og nefndist þá Efra-Ungverjaland. Lengi vel litu Slóvakar helst á sig sem Ungverja og var slóvakíska töluð til sveita en ungverska eða þýska í borgum. Má ef til vill þakka fjalllendi og strjálum samgöngum því að málið dó ekki út.
Hér er fjölllótt, eins og sjá má þegar keyrt er yfir landamærin frá Úkraínu. Um eins og hálfs tíma keyrsla er til Ushorod í Úkraínu, en svæðið tilheyrði Tékkóslóvakíu fyrir seinni heimsstyrjöld. T-34 skriðdrekar eru í fjallshlíð til minnis um orustu sem var háð þegar Sovétmenn sóttu að hernámsliði Þjóðverja árið 1944. Eftir innrás Tyrkja á 16. öld, þegar stærstur hluti landsins féll í hendur innrásarliðsins, sameinaðist það sem eftir var …
Athugasemdir