Ísland tekur við hlutfallslega færri flóttamönnum en flest þeirra ríkja sem eiga aðild að Efnahags- og þróunarstofnuninni (OECD). Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu stofnunarinnar. Gögn sem tekin voru saman um miðjan september sýna að af þeim ríkjum sem eiga aðild að stofnuninni hafi Ísland tekið við fjórum flóttamönnum á hverja þúsund íbúa. Eistland, sem trónir á toppi listans, hefur tekið á móti fjörutíu og einum flóttamanni á hverja þúsund íbúa. Ísland leggur því um það bil tíu sinnum minna til samstarfs svokallaðra þróaðra ríkja heldur en Eistland og önnur ríki sem eru ofarlega á listanum og má þar til dæmis nefna Pólland og Tékkland.
Gögn Efnahags- og þróunarstofnunarinnar ganga þvert á orð Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hefur sagt að framlag Íslands til flóttamannasamstarfsins sé hlutfallslega meira en hjá öðrum ríkjum. „Við erum í raun og veru með rýmri reglur hér …
Athugasemdir