Allt sem rennur er titill nýútkominnar bókar Bergþóru Snæbjörnsdóttur, en Bergþóra hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur (Daloon dagar og Flórída) og eina skáldsögu, Svínshöfuð. Sú síðastnefnda hlaut Fjöruverðlaunin 2019 auk þess sem Svínshöfuð og Flórída hlutu báðar tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hafa því eflaust margir beðið nýjustu bókar Bergþóru með eftirvæntingu, og ég held það sé óhætt að segja að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum með Allt sem rennur, enda er bókin að mínu mati hennar besta hingað til.
Nú þegar formlegheitunum í þessum dómi er lokið skulum við dýfa okkur ofan í heim bókarinnar, sem er margslunginn og djúpur.
Kápa bókarinnar slær tóninn fyrir innihaldið, en káputeikningar Almars Steins Atlasonar (af einhvers konar verum sem ég túlka sem vöðvatröll og stelpu) tóna fullkomlega við hráa og tilfinningaþrungna áferð innihaldsins, og þetta segi ég með eins mikilli aðdáun og ég mögulega á til.
Form Allt sem rennur …
Athugasemdir