Ákvörðun Hæstaréttar um að þyngja refsingu fyrrverandi starfsmanns opinbera hlutafélagsins Isavia um helming fyrir mútuþægni leggur línurnar um hvernig dómstólar munu túlka lög gegn mútum hér á landi. Dómurinn gæti auðveldlega haft fordæmisgildi í öðrum málum sem nú eru til rannsóknar. Starfsmaðurinn, Rúnar Már Sigurvinsson, var í október sakfelldur fyrir að þiggja mútur frá viðskiptavini fyrirtækisins og dæmdur í 18 mánaða fangelsi.
Jafnvel þó að fimmtán mánuðir hafi verið skilorðsbundnir sætir þyngd refsingarinnar tíðindum. Refsingin var þyngd um helming á milli dómstiga.
Hæstiréttur dæmdi Rúnar, þáverandi millistjórnanda hjá Isavia, fyrir að hafa þegið milljóna greiðslur undir borðið frá birgja Isavia. Í staðinn kvittaði hann upp á reikninga á uppsprengdu verði. Ágóðanum skiptu Rúnar og eigandi birgjans, Boðtækni hf., á milli sín. Isavia tapaði.
Mútugreiðslurnar fékk Rúnar Már greiddar í gegnum einkahlutafélag sitt, Unique Chillfresh Iceland ehf. Alls þrjár og hálfa milljón króna, undir því yfirskini að hann væri að vinna …
Athugasemdir