Sjón hefur hætt við að koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 19. nóvember. Ástæðan er vera Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á hátíðinni. Í færslu á Twitter segist Sjón að stjórnendur hátíðarinnar leyfi forsætisráðherra að koma fram sem manneskju menningar á sama tíma og grimm meðferð ríkisstjórnar hennar á hælisleitendum er ekki veitt athygli.
Katrín er þátttakandi í hátíðinni sem höfundur bókarinnar Reykjavík, sem hún skrifaði með rithöfundinum Ragnari Jónassyni. Hann hefur lengi verið meðal vinsælustu glæpasagnahöfunda landsins.
Athugasemdir (9)