Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sjón sniðgengur bókmenntahátíð sem hann segir menningarþvo Katrínu

Rit­höf­und­ur­inn Sjón seg­ir að menn­ing­ar­þvott­ur á póli­tík Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra fari fram á bók­mennta­há­tíð­inni Ice­land No­ir. Hann hef­ur ákveð­ið að snið­ganga há­tíð­ina, þar sem hann var einn heið­urs­gesta.

Sjón sniðgengur bókmenntahátíð sem hann segir menningarþvo Katrínu

Sjón hefur hætt við að koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 19. nóvember. Ástæðan er vera Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á hátíðinni. Í færslu á Twitter segist Sjón að stjórnendur hátíðarinnar leyfi forsætisráðherra að koma fram sem manneskju menningar á sama tíma og grimm meðferð ríkisstjórnar hennar á hælisleitendum er ekki veitt athygli. 

Katrín er þátttakandi í hátíðinni sem höfundur bókarinnar Reykjavík, sem hún skrifaði með rithöfundinum Ragnari Jónassyni. Hann hefur lengi verið meðal vinsælustu glæpasagnahöfunda landsins. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • I
    Ilmu skrifaði
    Mér finnst eiginlega mest galið í þessu öllu saman að forsætisráðherra sjái ekkert mikilvægara til að gera en að skrifa glæpasögu... er það ekki svona sem maður gerir EFTIR (vonandi) vel unnin störf.. ekki í staðinn fyrir að einbeita sér að stjórnsýslunni.
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Auðvitað ber Katrín Jakobsdóttir ekki beina ábyrgð á aðferðinni við brotvísunina en forsætisráðherra getur aldrei firrt sig ábyrgð á gerðum ríkisstjórnar því að hann er hennar "verkstjóri".
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég Sjón afar þakklátur fyrir að sýna skoðun sína á þeirri að mínu áliti "viðbjóðslegu aðferð" sem notuð var við fangaflutning hælisleitenda. Mér finnst Sjón verðskulda mikla virðingu fyrir þessi opinberu mótmæli.
    1
  • Anna Gylfadóttir skrifaði
    já auðvita er þetta konunni að kenna, þær bera auðvitað móralska ábyrgð á flestu sem aflaga fer!
    0
    • SIB
      Sigurður I Björnsson skrifaði
      Góður punktur. En þegar ég gagnrýndi Katrínu þá var ég ekkert að hugsa um það að hún sé kona heldur bara um embætti hennar.
      0
  • Siggi Rey skrifaði
    Flottur Sjón!
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Gott hjá Sjón. Katrín þarf að fara að skilja að hennar ábyrgð er mikil að vera skjól fyrir skálka. Að öðrum kosti fer maður að halda að hún sé sjálf skálkur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár