Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslandsbanki sér fram á að græða meira en hann ætlaði sér í byrjun árs

Leið­bein­andi bil um arð­semi í rekstri Ís­lands­banka hef­ur hækk­að tals­vert á ár­inu. Nú stefn­ir bank­inn á að arð­semi eig­in fjár verði á bil­inu 11 til 13 pró­sent. Fyr­ir þrem­ur mán­uð­um var mark­mið­ið hækk­að upp í 10 pró­sent vegna vel­gengni á ár­inu.

Íslandsbanki sér fram á að græða meira en hann ætlaði sér í byrjun árs
Ánægð Haft er eftir Birnu í tilkynningu frá Íslandsbanka að afkoma bankans sé gríðarsterk. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Íslandsbanki hélt áfram að hagnast umfram væntingar á síðustu þremur mánuðum ársins, líkt og bankinn hefur gert allt þetta ár. Í tilkynningu á vef bankans kemur fram að hagnaðurinn þessa þrjá mánuði hafi verið 7,5 milljarðar króna og arðsemi eigin fjár upp á 14,4 prósent. Vegna þessa góða gengis í rekstri bankans hefur markmið um arðsemi ársins verið hækkuð enn á ný, úr því að vera yfir 10 prósent í 11 til 13 prósent. 

Tekjur bankans eru að langstærstum hluta úr reglulegri starfsemi; það er lán til heimila og fyrirtækja og gjöld sem bankinn leggur á fyrir veitta þjónustu. Vaxtamunur bankans, sem er munurinn á þeim vöxtum sem bankinn lánar á og þeim vaxtakjörum sem bankanum sjálfum býðst þegar hann fær sjálfur lánað, hélt líka áfram að aukast. Vaxtamunurinn var 3 prósent á þessu þriggja mánaða tímabili, samanborið við 2,4 prósent á sama tímabili í fyrra. 

„Gríðarsterk afkoma“

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var að vonum mjög ánægð með hagnað bankans, samkvæmt tilkynningunni. „Afkoma Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var gríðarsterk þar sem hagnaður var 7,5 ma. kr. og arðsemi eigin fjár 14,4% sem er yfir fjárhagsmarkmiðum bankans,“ var haft eftir henni þar. 

Bankinn hagnast verulega á hækkandi vaxtaumhverfi en stýrivextir hafa hækkað um 5 prósentustig að undanförnu; farið úr 0,75 prósentum í mars á síðasta ári í 5,75 prósent nú. Bankinn, líkt og hinir stóru íslensku bankarnir tveir, hefur samhliða hækkað útlánavexti sína til viðskiptavina. Bankinn sjálfur verður hins vegar ekki fyrir sömu áhrifum þessara stýrivaxtahækkanna þar sem fjármögnun bankans er ekki að jafn stórum hluta á breytilegum vöxtum og útlánin.

Í umfjöllun Stundarinnar um hækkandi vaxtamun bankanna frá 8. október kom fram að um 30 prósent af útlánasafni Íslandsbanka væru óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum. Allar breytingar á vöxtum snerta þennan hóp því bæði beint og hratt, sem hefur greitt sífellt hærri vexti undanfarin misseri, sem hefur þýtt aukinn hagnað bankans.  

Minni arðsemi Arion og Landsbanka

Arion banki skilaði ekki jafn mikilli arðsemi og Íslandsbanki en Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir sig og sitt teymi „nokkuð sátt við afkomu bankans“. Arðsemi eiginfjár var 10,5 prósent, samanborið við 17 prósent á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn var 4,9 milljarðar á tímabilinu. 

Vaxtamunur Arion hækkaði líkt og hjá Íslandsbanka á milli tímabila og var 3,2 prósent. Það er ívið meira en markmið bankans um vaxtamun er. Í áðurnefndri umfjöllun Stundarinnar um vexti kom fram í svari upplýsingafulltrúa bankans að markmið Arion væri að hafa vaxtamuninn 3 prósent. 

Hagnaður Landsbankans var lægri en Íslandsbanka en hærri en Arion; nam 5,8 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu bankans frá því í gær um uppgjör þriðja ársfjórðungs. Vaxtamunurinn jókst á milli tímabila líkt og hjá hinum tveimur og var 2,8 prósent. Arðsemi bankans, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, var 8,5 prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár