Á svæði sem er einna helst þekkt fyrir náttúruperlur og fjölbreytta litadýrð á hverasvæðum er athvarf fyrir fíkla í gamla Krýsuvíkurskólanum, meðferðarúrræði þar sem þeir geta dvalið í allt að ár. Það var þar sem framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins á Krýsuvík, Elías Guðmundsson, kallaður Elli, tók á móti Ölmu Lind Smáradóttur, þegar hún var gengin fimm mánuði á leið. Hann segir að aldrei hafi annað komið til greina en að bjóða hana velkomna. „Það voru allir sammála um að taka hana inn, þessa óléttu konu.“
Var alls staðar óvelkomin
Þó ekki væri nema út frá mannúðarsjónarmiði. Í inntökuviðtalinu segist Elli hins vegar hafa skynjað að vit væri í Ölmu. Hann hafi því haft trú á því að hún gæti náð bata. „Ég fann strax á henni að hún meikaði sens. Hún var ekki alveg týnd þótt hún væri að koma úr mikilli neyslu heldur …
Athugasemdir