Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Lifði af þrjú ár á götunni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.

Lifði af þrjú ár á götunni

Frelsið var það sem hún þráði en þegar hún kastaði ábyrgðinni frá sér varð hún fangi eigin huga. Hún finnur enn fyrir því þegar veturinn nálgast og það kólnar. Síðasta vetur átti hún til að sitja við stofugluggann og fylgjast með veðrinu. Ef það var hvasst eða vætusamt, kalt eða snjóþungt fann hún fyrir því. Í úrhellisrigningu kólnaði hún öll upp og skreið undir sæng án þess að ná úr sér ísköldum hrollinum. Minningarnar lifa enn, reynslan situr í taugakerfinu. 

Eftir að Alma Lind Smáradóttir deilir reynslu sinni með blaðamanni fer hún í göngu um götur borgarinnar. Hún ýtir barnavagninum á undan sér og ber ekki með sér hvaðan hún kemur. Barnið bræðir vegfarendur með brosinu og stutt er í hláturinn hjá þeim báðum, jafnvel þótt undirtónninn á þessari göngu sé sár. Söguslóðir eru gömlu heimkynni Ölmu, bílakjallararnir, gámarnir og höfnin þar sem hún hélt allt of lengi til, jafnvel barnshafandi.

Annar heimur birtist í borginni þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Fyrst enginn vill hafa þau í kringum sig læra þau að lifa af án þess að láta á sér bera. Erfitt er að ímynda sér að Alma Lind hafi verið í þessari stöðu. En það er ekki lengra en átján mánuðir síðan hún var enn á götunni. 

Í þrjú ár lifði hún á engu og án nokkurs, frjáls eins og fuglinn, í þeim skilningi að hún var laus undan skyldum og væntingum samfélagsins. En raunverulegu frelsi fylgir ábyrgð og án ábyrgðar er ekkert. Frelsið snerist upp í andhverfu sína og hún sat föst í sínum eigin fjötrum. Fjötrum áfengis- og vímuefnafíknar. „Mamma tók um daginn dæmisögu frá því að ég var lítil og dauðadrukkinn maður var að ráfa um göturnar. Guð, hvað er að manninum, spurði mamma. Systir mín svaraði því til að hann væri blindfullur. Mamma spurði þá hvað það væri að vera blindfullur og ég svaraði: Hann er blindur, veit ekki neitt, veit ekkert hvert hann á að stíga. Þessi sjúkdómur er þannig, þú ert blind og veist ekkert hvert þú átt að stíga. Stundum þarftu að fá aðstoð við að stíga niður fæti og læra að gatan er alltaf undir fótunum á þér.“ 

Sárast að upplifa skeytingarleysið

Lífið á götunni er grimmilegt og veturinn er kaldur. Til að halda á sér hita reikaði hún stefnulaust um götur borgarinnar á næturnar og hvíldist á daginn. „Á þessum tíma fór ég að upplifa tunglið og stjörnurnar rosalega sterkt. Þegar það var kalt úti þurfti ég að hreyfa mig mikið á kvöldin.Á þessum frostgöngum var ég stöðugt að hreyfa tær og fingur til að halda blóðflæðinu gangandi. Nokkrum sinnum lenti ég í því að frjósa á höndunum.“ 

Erfiðustu minningarnar varða kulda, hungur og afskiptaleysi. Hún rifjar upp aðstæður þar sem varað var við óveðri. Vegfarendur kölluðu til hennar að drífa sig í skjól því það væri að skella á með brjáluðu veðri. Hún sagði þeim sannleikann, að hún væri á götunni og ætti hvergi inni. Æ, svaraði fólkið, gangi þér vel, áður en það gekk inn í stórt einbýlishús í götunni og skellti hurðinni á eftir sér. Síðar þennan sama dag fauk hún á tré og meiddist. „Það er eiginlega það sem situr mest í mér, skeytingarleysi samfélagsins gagnvart fólki í þessari stöðu. Það var svo sárt að upplifa að fólki stæði almennt á sama um afdrif þín.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
91
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (12)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Kristinsdóttir skrifaði
    Alma.þú ert hetja .haltu áfram .leiðin er bara fam á við, til hamingju.með sigurinnog guð er með þ,ér.
    0
  • Dalila Ubillus skrifaði
    Linda eres una mujer fuerte luchadora tienes mucha fortaleza te felicito Dios Todopoderoso te ilumine tanto para ti y tu familia
    0
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Mikið er gefandi að kynnast þér Alma, og hughreystandi. Þekki fíknisjúkdóminn úr minni fjölskyldu og veit hve sart er að sjá fallega stúlku við dauðans dyr og geta ekkert gert nema að biðja til Guðs og elska hana. Takk Alma fyrir að deila þessum hluta lífs þíns. Guð blessi þig.
    0
  • GKA
    Grétar Karl Arason skrifaði
    Það var mikill heiður að fá að kynnast Ölmu stuttlega í Skipholtinu. Ég lít upp til hennar og dáist að henni.
    0
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Veistu Alma, það er auðvelt að líta upp til þin. Þú ert mögnuð.
    0
  • Auður Lára Sigurðardóttir skrifaði
    Vá ert hetja og vonandi er bjart framundan hjá ykkur mægðum og mundu að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt haltu áfram að vera sterk og taktu einn dag í einu 😀
    0
  • Hafdís Hauksdóttir skrifaði
    Til hamingju með nýja lífið og gangi þér áfram sem allra best í lífinu❤️🙏❤️Þess óskar móðir þriggja óvirkra fíkla💙💙💙
    0
  • Anna María skrifaði
    Vá takk fyrir að segja söguna þína Alma ❤️
    1
  • Matthildur Jonsdottir Kelley skrifaði
    Thank you for having the courage to share your incredible story. You are incredible. Continue to share because you have to give it away to keep it ❤️‍🩹
    1
  • Guðrún Magnúsdóttir skrifaði
    Takk fyrir söguna þína og gangi þér vel. Það er hægt að lifa edrúlífi einn dag í einu og fylgja AA.
    0
  • Guðrún Tómasdóttir skrifaði
    Takk fyrir að segja sögu þína þú ert hetja
    0
  • Valgeir Reynisson skrifaði
    Þú ert hetja ❤
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
FréttirHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Náð­ar­gáf­an

Sök­um fá­tæk­legr­ar nyt­semi „náð­ar­gáfu“ minn­ar þeg­ar ég sest við skrift­ir þá safna ég stik­korð­um og setn­ing­um annarra eins og for­eldr­ar skrá­setja gull­mola barna sinna.
Félag Eyþórs tapar á „alvöru“ viðskiptunum með Moggabréfin
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Fé­lag Ey­þórs tap­ar á „al­vöru“ við­skipt­un­um með Mogga­bréf­in

Fé­lög Sam­herja og Ey­þórs Arn­alds sem áttu í við­skipt­um með hluta­bréf í Morg­un­blað­inu ár­ið 2017 halda áfram að gera við­skipt­in upp í bók­um sín­um. Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja á enn eft­ir að af­skrifa lán­ið í bók­um sín­um.
Kosið um framtíð Póllands
Greining

Kos­ið um fram­tíð Pól­lands

Það stefn­ir í spenn­andi þing­kosn­ing­ar í Póllandi eft­ir hálf­an mán­uð. Val­ur Gunn­ars­son er í Póllandi og mun fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni.
„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“
Fréttir

„Ég þekki mín rétt­indi og er alltaf til­bú­in að berj­ast fyr­ir þeim“

„Ræst­ing­ar er mjög erfitt starf,“ seg­ir Ieva Mūrniece, sem hef­ur starf­að við þrif á Ís­landi í sjö ár. Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar rann­sókn­ar sýna að lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði, sama hvert er lit­ið.
Reykjavíkurborg getur átt von á 33 milljarða arði úr Orkuveitunni á næstu árum
Greining

Reykja­vík­ur­borg get­ur átt von á 33 millj­arða arði úr Orku­veit­unni á næstu ár­um

Orku­veita Reykja­vík­ur er að selja hlut í tveim­ur dótt­ur­fé­lög­um, Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix. Hún áætl­ar að það skili um 61 millj­arði króna i inn­borg­að hluta­fé á næstu fjór­um ár­um. Spár gera ráð fyr­ir því að tekj­ur í starf­semi síð­ar­nefnda fé­lags­ins muni vaxa mik­ið Gangi þær spár eft­ir ætl­ar Orku­veit­an að borga eig­end­um sín­um: Reykja­vík, Akra­nesi og Borg­ar­byggð, út sam­tals 35 millj­arða króna í arð á tíma­bil­inu.
Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf talsmann
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf tals­mann

Dóms­mála­ráð­herra vill að Út­lend­inga­stofn­un fái heim­ild til að af­greiða um­sókn­ir fólks sem hing­að leit­ar vernd­ar án þess að því sé skip­að­ur tals­mað­ur. Þá vill ráð­herr­ann breyt­ing­ar á veit­ingu dval­ar­leyfa af mann­úð­ar­ástæð­um og breyta sam­setn­ingu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.
Samfylkingin með yfir 30 prósent fylgi og nálægt því að vera jafn stór og stjórnin
Greining

Sam­fylk­ing­in með yf­ir 30 pró­sent fylgi og ná­lægt því að vera jafn stór og stjórn­in

Það er inn­an vik­marka að Vinstri græn falli af þingi, en flokk­ur­inn mæl­ist sá minnsti á Al­þingi. Aldrei áð­ur í sögu Gallup mæl­inga hef­ur Sam­fylk­ing­in mælst næst­um tíu pró­sentu­stig­um stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en rúm­ur ára­tug­ur er síð­an að sá flokk­ur rauf 30 pró­senta múr­inn.
Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum
Fréttir

Um helm­ing­ur get­ur ekki mætt óvænt­um 80 þús­und króna út­gjöld­um

Um fjórð­ung­ur heil­brigð­is­starfs­fólks inn­an Sam­eyk­is á í erf­ið­leik­um með að láta enda ná sam­an, einn af hverju tíu hef­ur ekki efni á stað­góðri mál­tíð ann­an hvern dag og sama hlut­fall hef­ur ekki efni á bíl. Tæp­lega 40 pró­sent búa við þunga byrði af hús­næð­is­kostn­aði.
Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna
Flækjusagan

Ótrú­leg upp­götv­un James Webb: Tveir Júm­bóar flakka sam­an um Óríon-þok­una

Stjörnu­sjón­auk­inn knái ger­ir upp­götv­un sem ENG­INN hefði í al­vör­unni getað lát­ið sér detta í hug
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.

Mest lesið undanfarið ár

  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    1
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    2
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    3
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    6
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    7
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    8
    Erlent

    Fána­bann og refsi­að­gerð­ir í Palestínu í kjöl­far nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.
  • Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
    9
    Fréttir

    Myndu að „sjálf­sögðu ekki“ sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á Ax­ar­vegi

    Sveit­ar­stjórn Múla­þings mun ekki sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á fram­kvæmd­um við Ax­ar­veg. Sveit­ar­stjór­inn ótt­ast reynd­ar ekk­ert slíkt enda hafi hann eng­in skila­boð feng­ið um að setja eigi fram­kvæmd­ina „í salt“ vegna þenslu.
  • Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
    10
    Fréttir

    Út­varp Saga tel­ur fjöl­miðla­styrki skapa tor­tryggni og bjóða upp á frænd­hygli

    Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.