Frásagnir af óeðlilegum starfsháttum Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu og núverandi fulltrúa Íslands í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, þegar kemur að barnaverndarmálum, ná mörg ár aftur í tímann. Í kvörtunum sem barnaverndarnefnd Reykjavíkur lagði fram vegna framgöngu Braga mátti finna lýsingar á óeðlilegum samskiptum hans við, og tilraunum til að hafa áhrif á, starfsfólk allt frá árinu 2002.
Í skýrslu um starfsemi meðferðarheimilisins Varpholts og Laugalands á árabilinu 1997 til 2007 sem birt var um miðjan september kemur fram að vistbörn sem þar voru vistuð hafi verið beitt kerfisbundnu andlegu ofbeldi, einkum af forstöðumanninum Ingjaldi Arnþórssyni. Meðferðarheimilið var rekið með þjónustusamningi við Barnaverndarstofu sem bar ábyrgð á rekstri þess og átti að sinna eftirliti með því. Í skýrslunni er einnig komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni við rekstur heimilisins. Bragi var forstjóri Barnaverndarstofu á …
Athugasemdir (3)