Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Frásagnir um óeðlilega starfshætti Braga ná mörg ár aftur í tímann

Barna­vernd­ar­starfs­fólk lýsti óeðli­leg­um sam­skipt­um og til­raun­um Braga Guð­brands­son­ar til að hafa áhrif á með­ferð barna­vernd­ar­mála allt frá ár­inu 2002. Engu að síð­ur hef­ur Bragi í tvígang ver­ið boð­inn fram og kjör­inn í barna­rétt­ar­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í bæði skipt­in stóðu yf­ir rann­sókn­ir er lutu að starfs­hátt­um hans.

Frásagnir um óeðlilega starfshætti Braga ná mörg ár aftur í tímann
Kvartað árum saman Kvartað hefur verið yfir starfsháttum Braga Guðbrandssonar í barnaverndarmálum í tvo áratugi. Mynd: DV / Sigtryggur Ari

Frásagnir af óeðlilegum starfsháttum Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu og núverandi fulltrúa Íslands í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, þegar kemur að barnaverndarmálum, ná mörg ár aftur í tímann. Í kvörtunum sem barnaverndarnefnd Reykjavíkur lagði fram vegna framgöngu Braga mátti finna lýsingar á óeðlilegum samskiptum hans við, og tilraunum til að hafa áhrif á, starfsfólk allt frá árinu 2002.

Í skýrslu um starfsemi meðferðarheimilisins Varpholts og Laugalands á árabilinu 1997 til 2007 sem birt var um miðjan september kemur fram að vistbörn sem þar voru vistuð hafi verið beitt kerfisbundnu andlegu ofbeldi, einkum af forstöðumanninum Ingjaldi Arnþórssyni. Meðferðarheimilið var rekið með þjónustusamningi við Barnaverndarstofu sem bar ábyrgð á rekstri þess og átti að sinna eftirliti með því. Í skýrslunni er einnig komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni við rekstur heimilisins. Bragi var forstjóri Barnaverndarstofu á …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gréta Sólveig Gunnlaugsdóttir skrifaði
    Afhverju er Árbót ekki tekin með.
    0
  • WH
    Willard Helgason skrifaði
    Mörg mörg ár siðan ég fór að heyra miður fallegar sögur um þessa viðurstyggð,
    0
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    Geta ráðuneyti og ráðherrar dregið endalaust að svar erindum og fyrirspurnum frá blöðum og einstaklingum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár