Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Frásagnir um óeðlilega starfshætti Braga ná mörg ár aftur í tímann

Barna­vernd­ar­starfs­fólk lýsti óeðli­leg­um sam­skipt­um og til­raun­um Braga Guð­brands­son­ar til að hafa áhrif á með­ferð barna­vernd­ar­mála allt frá ár­inu 2002. Engu að síð­ur hef­ur Bragi í tvígang ver­ið boð­inn fram og kjör­inn í barna­rétt­ar­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í bæði skipt­in stóðu yf­ir rann­sókn­ir er lutu að starfs­hátt­um hans.

Frásagnir um óeðlilega starfshætti Braga ná mörg ár aftur í tímann
Kvartað árum saman Kvartað hefur verið yfir starfsháttum Braga Guðbrandssonar í barnaverndarmálum í tvo áratugi. Mynd: DV / Sigtryggur Ari

Frásagnir af óeðlilegum starfsháttum Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu og núverandi fulltrúa Íslands í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, þegar kemur að barnaverndarmálum, ná mörg ár aftur í tímann. Í kvörtunum sem barnaverndarnefnd Reykjavíkur lagði fram vegna framgöngu Braga mátti finna lýsingar á óeðlilegum samskiptum hans við, og tilraunum til að hafa áhrif á, starfsfólk allt frá árinu 2002.

Í skýrslu um starfsemi meðferðarheimilisins Varpholts og Laugalands á árabilinu 1997 til 2007 sem birt var um miðjan september kemur fram að vistbörn sem þar voru vistuð hafi verið beitt kerfisbundnu andlegu ofbeldi, einkum af forstöðumanninum Ingjaldi Arnþórssyni. Meðferðarheimilið var rekið með þjónustusamningi við Barnaverndarstofu sem bar ábyrgð á rekstri þess og átti að sinna eftirliti með því. Í skýrslunni er einnig komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni við rekstur heimilisins. Bragi var forstjóri Barnaverndarstofu á …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gréta Sólveig Gunnlaugsdóttir skrifaði
    Afhverju er Árbót ekki tekin með.
    0
  • WH
    Willard Helgason skrifaði
    Mörg mörg ár siðan ég fór að heyra miður fallegar sögur um þessa viðurstyggð,
    0
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    Geta ráðuneyti og ráðherrar dregið endalaust að svar erindum og fyrirspurnum frá blöðum og einstaklingum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár