Mótmælt á Jafnréttisþingi í Hörpu: Gáfu Sólveigu Önnu rauða spjaldið

Hóp­ur er­lendra kvenna stóð upp und­ir ræðu Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ing­ar, á jafn­rétt­is­þingi í Hörpu og hélt á lofti rauð­um spjöld­um og mót­mæla­borða með sömu skila­boð­um. Þær telja Sól­veigu Önnu ekki trú­verð­ug­an tals­mann er­lendra verka­kvenna, enda hafi hún unn­ið gegn þeim og rétt­ind­um þeirra. Þær gagn­rýna að fjall­að sé um er­lend­ar verka­kon­ur á ís­lensku í miðri vinnu­viku.

Þær Phoenix Jessica Ramos, Agnieszka Sokolowska, Cristina Milcher og Wiktoria Joanna Ginter, veifuðu rauðum spjöldum og skilaboðum í mótmælum sínum gegn Sólveigu Önnu Jónsdóttur á Jafnréttisþingi í morgun.

Jafnréttisþing var sett í Hörpu í morgun þar sem staða erlendra kvenna á vinnumarkaði var í forgrunni. Þingið hófst klukkan níu í morgun með kynningu á nýrri rannsókn Berglindar Hólm Ragnarsdóttur, lektors við HA, um stöðu og líðan kvenna á Íslandi, þar sem sérstaklega var lögð áhersla á að greina stöðu kvenna af erlendum uppruna.

Að loknu erindi Berglindar var Sólveig Anna Jónsdóttir næst með erindi um verka- og láglaunakonur á íslenskum vinnumarkaði og hvað sé líklegast til að skila þeim „efnahagslegri upprisu“, eins og sagt var í kynningu erindisins. Snemma í erindi Sólveigar Önnu gerðist það hins vegar að nokkrar konur stóðu upp og breiddu út mótmælaborða eða réttu upp rauð spjöld í mótmælaskyni. 

Um var að ræða hóp kvenna af erlendum uppruna sem segjast í yfirlýsingu vilja mótmæla því að Sólveig Anna sé fengin til að ræða um mál erlendra kvenna á vinnumarkaði, eftir framgöngu sína á …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (15)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björk Jóhannesdóttir skrifaði
    Jahérna þessar konur eru nú ekki í lagi
    -1
  • Berglind Þórsteinsdóttir skrifaði
    Verð því miður að hætta áskrift á Stundinni. Þessi framsetning gagnvart SÖJ er óboðleg og skekkt að mínu mati.
    -1
  • Siggi Rey skrifaði
    Hópurinn taldi víst fjórar hræður sem urðu sér til háborinnar skammar. En ef vel er greitt er ýmislegt hægt að gera. Og þetta mun vera loka lestur hjá mér þessa miðilsins sem kallar sig Stundin! Svei bæði Stundinni og þessum kerlingarhræðum.
    -1
  • HHH
    Hólmgeir Helgi Hákonarson skrifaði
    Ruslblaðamennska
    -2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Hver eða hverjir/hverjar gera þær út?
    -3
  • GK
    Guðrún Kristinsdóttir skrifaði
    Frábært hjá þeim!
    3
  • Siggi Rey skrifaði
    Þessar blessuðu konur ættu að læra íslensku.
    -3
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Þetta er nú eitthvað sem hæfir sálarástandi mikilmennana sem gera Stundina út.
    -2
  • trausti þórðarson skrifaði
    Það er ekki oft sem Stundin er fyrst með fréttina.
    Fjögramannafjöldamótmæli.
    Annars ekkert að frétta.
    -1
  • trausti þórðarson skrifaði
    Rautt spjald á Stundina.
    -2
  • Eggert Bjarnason skrifaði
    Gult spjald ……á Stundina!
    -3
  • ÞFG
    Þórarinn F Grétarsson skrifaði
    Risafrétt hjá Stundinni?
    -1
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    Af hverju kynnir Stundin ekki okkur þessar erlendu konur? Hverjar eru þær? Eru þetta etv. Eflingarkonur? Hvað snertir íslenzkukennsluna, þá eru það opinberir aðilar, sem bera allan kostnað af dönskukennslu verkafólks hér í landi. Auðvitað á þetta að vera kostnaður við alla útlendinga, sem koma til landsins, verkafólks eða fólks, sem er hér vegna mannúðar. Og auðvitað á að vera skyldumæting í þessa kennsku.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár