Alex Jones hefur lengi verið eitt helsta andlit þeirra sem aðhyllast samsæriskenningar í Bandaríkjunum. Hann hefur verið með þætti í sjónvarpi, útvarpi og netinu þar sem hann er þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu og öskra hásum rómi um ýmis lygileg alþjóðleg samsæri sem hann fjallar um. Meðal þess sem hann hefur fjallað um eru kenningar Bretans David Icke um að leiðtogar vinstrimanna, kóngafólk og annað frægt fólk séu satanistar eða jafnvel eðlur frá annarri plánetu sem nærist á því að drepa nýfædd börn og drekka úr þeim blóðið. Þá sagði hann Barack Obama stjórna veðrinu með gervihnöttum til að framkvæma náttúruhamfarir og margt margt fleira, hver kenning fjarstæðukenndari en sú síðasta.
Það sem hefur vakið athygli andstæðinga hans, og yfirvalda í seinni tíð, er að Jones virðist oft ekki gera greinarmun á trufluðum hugsunum sínum og raunveruleikanum. Ekki síst þegar hann fjallar um venjulegt fólk sem hann …
Athugasemdir (1)