Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kæra um heimilisofbeldi felld niður: Manninum vísað frá fæðingu í lögreglufylgd

„Það voru svo rosa­lega áber­andi áverk­ar á mér,“ seg­ir Ólafía Gerð­ur. Hún hafi ver­ið svo log­andi hrædd að þeg­ar lög­regla spurði hana um glóð­ar­auga hafi hún sagt að litla dótt­ir henn­ar hefði óvart skall­að hana. Gögn sýna að lög­regla fjar­lægði mann­inn af spít­al­an­um með­an Ólafía var að fæða dótt­ur þeirra og ör­ygg­is­vörð­ur vakt­aði sæng­ur­legu­deild­ina. Ólafía Gerð­ur kærði mann­inn fyr­ir heim­il­isof­beldi en mál­ið var lát­ið nið­ur falla.

Kæra um heimilisofbeldi felld niður: Manninum vísað frá fæðingu í lögreglufylgd
Ólafía Gerður lýsir því í Eigin konum að hún hafi haldið heimilisofbeldinu leyndu því hún hafi verið mjög hrædd og meðvirk. Hún segist enn vera hrædd við manninn og nefnir að hún eigi erfitt með að vera ein heima og fari ekki ein í verslanir ef hún komist hjá því. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Í fjögur ár bjó ég við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi,“ skrifaði Ólafía Gerður  á Facebook í nóvember í fyrra en þá voru liðin tæp tvö ár frá því að sambandi hennar við manninn lauk.  Hún segir þar frá því að hún hafi kynnst manninum þegar hún var ný orðin 17 ára. Hún hafi verið með brotna sjálfsmynd og að hann hafi nýtt sér bágt ástand hennar. Maðurinn hafi frá upphafi sambandsins gert lítið úr henni, þvingað hana til að gera hluti sem hún vildi ekki og lagt á hana hendur. Eftir barsmíðarnar hafi hann lofað öllu fögru og kennt fíknivanda sínum um en hún segir að maðurinn hafi verið í mikilli fíkniefnaneyslu. Hún skrifar að hún hafi meðal annars viljað segja frá þessu opinberlega því að samfélagið sé uppfullt af gerendameðvirkni. „Vonandi hjálpar það einhverjum öðrum að átta sig á hlutunum og sækja sér hjálpar. Skömmin er ekki mín,“ …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Fossdal skrifaði
    Elsku Ólafía Gerður gangi þér vel í framtíðinni þú ert sterk kona að hafa náð að koma þér frá þessum manni.
    0
  • Hafdís Hauksdóttir skrifaði
    þú átt alla mína samúð vinan og þú ert hugrökk að deila þinnu sögu🥰Gangi þér og dóttir þinni áfram sem allra bestí lífinu ❤️🙏❤️
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    JÆJA er þetta skrípi ekki bara maður ársin ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár