Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, Stefán Hjörleifsson, lét af störfum um miðjan október eftir að kvartanir vegna hegðunar hans höfðu borist frá Íslandi til móðurfélags þess í Svíþjóð. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Upplýsingafulltrúi Storytel AB í Svíþjóð vill ekki staðfesta að rannsókn á hegðun Stefán sé í gangi eða hafi farið fram. Hann segir hins vegar að félagið hafi „ekkert umburðarlyndi gagnvart áreitni“ og að það skori á starfsfólk sitt að tilkynna óviðeigandi háttsemi til höfuðstöðvanna.
Stefán greindi sjálfur frá starfslokunum á samfélagsmiðlum og sagði þá að hann vildi breyta til og mátti skilja hann sem svo að hann væri að hætta af sjálfsdáðum. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, …
Athugasemdir