Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Opnaði sig um Covid-túr og hætti í mótmælaskyni

Sjón­varps­við­tal við Arn­ar Gunn­ar Hilm­ars­son, skip­verja á Júlí­usi Geir­munds­syni ÍS, vakti mikla at­hygli fyr­ir tveim­ur ár­um. Hann lýsti þar nöt­ur­legri mán­að­ar­langri sjó­ferð áhafn­ar­inn­ar, veikri af Covid. Arn­ar sagði upp störf­um í mót­mæla­skyni við fram­göngu út­gerð­ar­inn­ar stuttu seinna. Hann seg­ir nýj­ar upp­lýs­ing­ar styrkja sig í þeirri trú að áhöfn­in hafi ver­ið mis­not­uð af út­gerð­inni.

Opnaði sig um Covid-túr og hætti í mótmælaskyni
Sér ekki eftir neinu Arnar Gunnar Hilmarsson var yngstur í áhöfn Júlíusar Geirmundssonar ÍS en fyrstur til að stíga fram og lýsa hinum alræmda Covid-túr. Hann sagði upp og baðst undan því að vinna uppsagnarfrest þegar í ljós kom að skipstjóri úr túrnum fengi að taka út dóm sinn í yfirmannsstöðu um borð. Mynd: Úr einkasafni

„Ég sagði upp í mótmælaskyni þegar ákveðið var að skipstjórinn tæki útdóminn um borð, það var einfaldlega kornið sem fyllti mælinn,“ segir Arnar Gunnar Hilmarsson, fyrrverandi háseti á Júlíusi Geirmundssyni, í samtali við Stundina.

Arnar var einn þeirra sem smitaðist og veiktist af Covid í veiðiferð togarans haustið 2020. Eins og fjallað var um í síðasta tölublaði Stundarinnar, glíma skipverjar sumir enn við afleiðingar veikindanna um borð og telja að rannsókn og úrlausn málsins fyrir dómstólum hafi hvorki verið í samræmi við alvarleika málsins né heldur hafi þeir sem raunverulega báru ábyrgð, verið dregnir til ábyrgðar. 

Opinberandi hjá HG

„Mér þótti mjög áhugavert að lesa um það hvernig útgerðin ætlaði sér þarna strax í upphafi að láta Heilbrigðisstofnunina og lækninn taka ábyrgð á því sem gerðist,“ segir Arnar um viðtal Stundarinnar við Súsönnu Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna, þar sem …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Heiðarlegt fólk getur ekki unnið hjá óheiðarlegum atvinnurekendum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Martröðin á Júllanum

„Útgerðin ætlaði að gera mig ábyrga“
FréttirMartröðin á Júllanum

„Út­gerð­in ætl­aði að gera mig ábyrga“

Sús­anna Ást­valds­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á Heil­brigð­is­stofn­un Vest­fjarða, seg­ir það hafa ver­ið sér áfall að málsvörn skip­stjóra og út­gerð­ar Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS hafi fal­ist í því að gera hana ábyrga fyr­ir mál­inu. Far­ið hafi ver­ið fram á að hún skrif­aði und­ir yf­ir­lýs­ingu með HG þar sem ætl­un­in var að hún axl­aði ábyrgð. Fyr­ir­tæk­ið hafi reynt að grafa und­an trausti á henni og sam­fé­lag­inu fyr­ir vest­an.
„Enn í þessum helvítis túr“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Enn í þess­um hel­vít­is túr“

Þrír fyrr­ver­andi skip­verja af Júlí­usi Geir­munds­syni und­ir­búa nú mál­sókn á hend­ur út­gerð og skip­stjóra vegna af­leið­inga Covid-smits og veik­inda sem fengu að grass­era um borð haust­ið 2020. Þeir glíma enn við eftir­köst­in. Út­gerð­in sögð hafa slopp­ið bil­l­ega og skip­stjór­inn tek­ið á sig sök­ina eft­ir að hafa sagt skip­verj­um að hann hafi ekki ráð­ið för.
„Þeir lugu að okkur í mánuð“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Þeir lugu að okk­ur í mán­uð“

Tveim­ur ár­um eft­ir al­ræmd­an Covid-túr frysti­tog­ar­ans Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS glíma marg­ir úr áhöfn­inni enn við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Lög­reglu­skýrsl­ur, sjó­próf og sam­töl Stund­ar­inn­ar við fjölda skip­verja varpa ljósi á hvernig áhöfn­inni var ít­rek­að sagt ósatt með þeim af­leið­ing­um að mun fleiri veikt­ust. Gögn­in vekja líka spurn­ing­ar um hvers vegna dag­leg og ít­ar­leg sam­skipti skip­stjór­ans við út­gerð­ina voru ekki rann­sök­uð frek­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár