„Ég sagði upp í mótmælaskyni þegar ákveðið var að skipstjórinn tæki útdóminn um borð, það var einfaldlega kornið sem fyllti mælinn,“ segir Arnar Gunnar Hilmarsson, fyrrverandi háseti á Júlíusi Geirmundssyni, í samtali við Stundina.
Arnar var einn þeirra sem smitaðist og veiktist af Covid í veiðiferð togarans haustið 2020. Eins og fjallað var um í síðasta tölublaði Stundarinnar, glíma skipverjar sumir enn við afleiðingar veikindanna um borð og telja að rannsókn og úrlausn málsins fyrir dómstólum hafi hvorki verið í samræmi við alvarleika málsins né heldur hafi þeir sem raunverulega báru ábyrgð, verið dregnir til ábyrgðar.
Opinberandi hjá HG
„Mér þótti mjög áhugavert að lesa um það hvernig útgerðin ætlaði sér þarna strax í upphafi að láta Heilbrigðisstofnunina og lækninn taka ábyrgð á því sem gerðist,“ segir Arnar um viðtal Stundarinnar við Súsönnu Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna, þar sem …
Athugasemdir (1)